Fréttablaðið - 16.11.2019, Page 90

Fréttablaðið - 16.11.2019, Page 90
Í dag, laugardaginn 16. nóv­ember, hefst Evrópsk nýtni­vika en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs. Þóra Margrét Þor­ geirsdóttir er ein þeirra sem leggja átakinu lið með því að deila reynslu fjölskyldu sinnar á Kaffi Laugalæk á laugardag. Þóra Margrét heldur úti vefsíð­ unni minnasorp.com þar sem hún deilir ráðum fyrir þá sem vilja láta til sín taka með því að minnka sorp en hún segir að upphafið megi rekja til haustsins 2016 þegar þau sem fimm manna fjölskylda hafi farið að átta sig á því að þau væru vissulega hluti af loftslagsvandanum, eins og aðrir. „Við hugsuðum með okkur að við gætum þar af leiðandi gert eitthvað meira en að flokka sorpið til að leggja okkar af mörkum til að takmarka neikvæð umhverfisáhrif okkar. Vandamálið var bara að við vissum ekki hvað við gætum gert,“ útskýrir Þóra Margrét. „Um svipað leyti fór ég á fyrir­ lestur Beu Johnson þar sem hún talaði um hugmyndafræði sína um „zero waste“ eða sorplausan lífs­ stíl. Ég sá að þetta væri lausnin sem við vorum að leita að. Hún felst í rauninni í því að breyta neyslu­ mynstrinu og gera það vistvænna, sem endurspeglast svo í minni sóun og minna sorpi.“ Breytingarnar einfölduðu lífið Þóra Margrét segir að breytingarnar hafi ekki aðeins leitt til minni nei­ kvæðra umhverfisáhrifa heldur hafi þær jafnframt einfaldað lífið og gert það heilbrigðara. „Buddan varð líka þyngri sem getur svo líka leitt til þess að við þurfum kannski ekki að vinna eins mikið. Þar fyrir utan Minnkuðu mánaðarlegt sorp til muna Þóra Margrét Þorgeirsdóttir bjó ásamt eig- inmanni sínum og þremur börnum í Sviss í sex ár en árið 2016 breyttu þau lífsstílnum svo um munar og minnkuðu almennt sorp heimilisins úr 60 kílóum í 140 grömm. Börnin taka fullan þátt í lærdómsferlinu og vita hvers vegna vörur í miklum plastumbúðum eru ekki keyptar. Evrópsk nýtnivika hefst á morgun Dagana 16.-24. nóvember stendur Evrópsk nýtnivika yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs. Þema þessa árs er fræðsla og miðlun um úrgangsmál undir slagorðinu Minni sóun – minna sorp. Fyrirtæki, stofnanir og almenningur eru hvött til að fræðast um úrgangsmál og koma þeirri þekkingu í framkvæmd með því að breyta daglegum neysluvenjum sínum og draga þannig úr myndun úrgangs. Í tilefni nýtnivikunnar stendur Umhverfisstofnun fyrir við- burðum á Akureyri og í Reykjavík þar sem íslenskar fjölskyldur deila sinni reynslu af því að draga úr sóun í daglegu lífi. Á Kaffi Laugalæk í dag, laugar- dag, mun Þóra Margrét deila reynslu sinnar fjölskyldu og þann 21. nóvember ætla þau Dagfríður Ósk og Óli Steinar, sem halda úti Instagram-síðunni Hvað getur ein fjölskylda gert?, að segja frá sinni vegferð í átt að minna vist- spori á Bláu könnunni á Akureyri. Einnig fer ársfundur umhverfis- merkisins Svansins fram á Grand Hótel Reykjavík á þriðjudag þar sem hringrásarhagkerfið verður í brennidepli. Frítt inn á alla við- burði og allir velkomnir! Ísland yfir meðaltali ESB-ríkja Árið 2017 var magn heimilisúr- gangs á hvern íbúa á Íslandi 666 kíló. Nú er svo komið að magn heimilisúrgangs á hvern íbúa landsins er meira en árið 2008, sem hefur verið metár fram til þessa. Þótt fleiri en ein breyta hafi vafalítið áhrif á myndun heimilisúrgangs, svo sem fjöldi ferðamanna sem heimsækja landið, þá sýnir þessi þróun glögglega hversu sterk tengsl eru á milli hagsældar og neyslu- mynsturs þjóðarinnar annars vegar og hins vegar magns þess heimilisúrgangs sem fellur til. Hagstofa Íslands hefur tekið saman tölur yfir magn einstakl- ingsbundinnar neyslu á mann á Íslandi en þær sýna að neysla Íslendinga var 14 prósentum yfir meðaltali ESB-ríkja árið 2016 sem setti Ísland í 8. sæti í röð landanna 37. Einstaklingar, skólar, fyrirtæki og ýmsir opinberir aðilar um allt land hafa undanfarin ár nýtt sér nýtnivikuna til að vekja athygli á neyslu, nýtni og úrgangsmálum. Umhverfisstofnun leggur til eftirfarandi hugmyndir fyrir vinnustaði og skóla sem vilja taka þátt. Hvað er hægt að gera í nýtnivikunni? n Setjið af stað flokkunarkeppni milli hæða, bekkja eða deilda. n Setjið ykkur markmið um hærra endurvinnsluhlutfall. n Hádegisfyrirlestur um flokkun. n Fá starfsmenn eða nemendur sem huga að minni sóun til að deila reynslu sinni. n Senda út fróðleiksmola í tölvu- pósti. n Setja upp skiptimarkað. n Mæla matarsóun. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar má finna alls kyns upplýsingar og fróðleik um úrgangsmál. mun betur að þeim umbúðum sem þeir setja utan um vörur, í fyrsta lagi með því takmarka umbúðirnar. Ef það verða að vera umbúðir að velja þá umhverfisvænar umbúðir sem auðvelt er að endurvinna og merkja vel hvernig eigi að f lokka þær. Af hverju eru til dæmis svona miklar umbúðir utan um eina skyrdós? Af hverju þarf að vera skrúftappi á öllum drykkjarfernum? Af hverju þurfa að vera sérstakar „poka­ klemmur“ utan um kleinur, snúða og þess háttar? Er ekki hægt að finna aðra lausn og sleppa þeim? Af hverju er ekki allt íslenskt grænmeti án umbúða?“ Þóra Margrét bendir jafnframt á að þegar kemur að vist­ vænum innkaupum er mikilvægt að skýrar merkingar séu á vörum um hvar þær séu framleiddar. „Það skiptir líka máli þegar ég met það hvort ég kaupi vöru eða ekki. Kók í dós er til dæmis framleitt í Svíþjóð og f lutt inn en það kemur hvergi fram á dósinni.“ Fjölskyldan má fara í jólaköttinn Börnin þrjú sem eru ellefu, sex og fimm ára hafa tekið fullan þátt í átakinu og segir Þóra Margrét að þetta sé einfaldlega lærdómsferli sem fjölskyldan hafi farið í gegnum. „Þau vita til dæmis alveg af hverju við kaupum ekki hluti eða sælgæti sem er í miklum plastumbúðum og tala oft um það að fyrra bragði þegar þau sjá slíka hluti í búðum.“ Það er ekki úr vegi að heyra hvernig fjölskyldan heldur í umhverfis­ vitundina í gegnum þá miklu hátíð neyslunnar sem jólin eru en Þóra Margrét segir tækifærin fjölmörg. „Ég nefni sem dæmi ekki kaupa ný jólaföt á alla fjölskylduna, hún má öll fara alsæl í jólaköttinn,“ segir hún í léttum tón. „Fækka jólagjöfum og gefa til dæmis bara börnum, gefa vistvænar gjafir, eitt­ hvað sem tengist upplifunum og samveru, eins má koma í veg fyrir matarsóun og velja að minnsta kosti eina máltíð yfir hátíðarnar sem er grænmetisréttur og svo framvegis. Aðalatriðið er að hafa hlutina ein­ falda og forðast alla ofgnótt. Það hefur bara jákvæð áhrif í för með sér; mun minna stress við jólaundir­ búninginn, þyngri budda, maður fær tækifæri til að njóta hverrar stundar yfir hátíðarnar um leið og umhverfið fær að njóta góðs af.“ bjork@frettabladid.is E-in fimm Ekki þiggja það sem við þurfum ekki. Einfalda það sem við þurfum og getum ekki sleppt því að þiggja. Endurnýta þá hluti sem við þurfum að nota. Endurvinna það sem við getum ekki sleppt því að þiggja, ein- faldað eða endurnýtt. Endurnæra jörðina með lífrænum úrgangi. er þetta skemmtilegur fjölskyldu­ leikur og áhugamál og það er auð­ velt og hvetjandi að sjá árangurinn.“ Fjölskyldan f lutti frá Sviss til Íslands nú í sumar og segir Þóra Margrét vel hafa gengið að viðhalda breyttum lífsstíl hér á landi. „Við höfum ekki átt í neinum vandræð­ um; það er alveg hægt að einfalda þarfir sínar, sleppa því að kaupa óþarfa dót og einnota hluti hér eins og annars staðar. Á Íslandi er heldur ekkert mál að kaupa notaða muni, gera við, afþakka ókeypis markaðs­ varning, kaupa matvörur í fjölnota ílát að heiman og svo framvegis. Eini munurinn er sá að meiri ruslpóstur berst óumbeðið inn um lúguna hér á Íslandi miðað við það sem við fengum í Sviss. Það er auðvelt að leysa það með því að panta límmiða til að setja á póstlúguna og afþakka fjölpóst.“ Framleiðendur mættu huga betur að umbúðum „Framleiðendur mættu þó huga 1 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R58 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 1 6 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :3 9 F B 0 9 6 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 3 F -F C E 4 2 4 3 F -F B A 8 2 4 3 F -F A 6 C 2 4 3 F -F 9 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 9 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.