Hlynur - 15.02.1981, Side 3

Hlynur - 15.02.1981, Side 3
HLYNUfí 1. tbl. 29. árg. 1981 Útgefendur: LfS og NSS Útgáfustjórn: Reynir Ingibjartsson, ábm., Vigdís Pálsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Katrín Marísdóttir, Páll Daníelsson. Afgreiðsla: Hamragarðar, Hávallagötu 24, sími 21944. Umbrot og filmuvinna: Repró. Setning og offsetprentun: Formprent. Ljósmyndir: Studio 28. Forsíðumynd: Það þarf víst varla að kynna Pálma Gíslason fyrir lesendum Hlyns. en færri kannast sjálfsagt við unga manninn til hægri. Sá heitir Atli Pálmason og stundar nú nám við Samvinnu- skólann að Bifröst. Myndin af þeim feðgum er einmitt tekin í Samvinnuskólanum, þegar Pálmi kom þangað í 14 sinn, til að troða upp á kvöldvöku gamalla nem- enda, sem er árviss atburður í skólalífinu. Já, hratt flýgur stund. Samvinnustarfsmenn — ræðið stefnuskrármálið Til umræðu eru stefnuskrármál fyrir samvinnuhreyfinguna. Forystumenn hennar hafa skrifað um málið, m. a. í Samvinnuna og ýmsir hafa birt um það greinar í landsmálablöðum. Hugmyndum hefur verið safnað á þingum og fundum hreyfingarinnar og ræddar þar í hópvinnu og tekin saman bæklingur „Drög að stefnuskrá samvinnuhreyfingarinnar“. Góður árangur samvinnuhreyfingarinnar hérlendis blasir við um allt land. Lokaáfanga er aldrei náð, verkefnin eru næg. Pess vegna er umræða nauðsyn um framtíð hennar. Samvinna er leið þeirra sem vita, að „margar hendur vinna létt verk“, sem einum og einum er ofvaxið. Bændur höfðu séð þetta og stofnuðu fyrstu samvinnusamtökin til kaupa og sölu á vörum og enn eru bændur sterkar stoðir í hreyfingunni. Frá því fyrir hundrað árum að það gerðist, hefur orðið bylting í lífsháttum og búsetu þjóðarinnar. Bændum fækkar stöðugt um leið og þjóðin stækkar, en þúsundir manna sem aldrei hafa átt ær eða kýr, vinna á samvinnugrundvelli á æ fleiri sviðum. Pað er úreltur hugs- unarháttur, en alltof almennur, að samvinnuhreyfingin í landinu sé sérhags- munasamtök bænda. Leið samvinnunnar hefur verið notuð við fleira en kaup og sölu á vöru. Náðst hefur góður árangur og við erum margir, sem teljum að henni sé víðast hægt að koma við og eigi að gera það. í nútíma þjóðfélagi vaxa þjónustustéttir stöðugt. Stór hluti okkar sam- vinnustarfsmanna mun tilheyra þeim. Flestir okkar munum félagar í samvinnu- hreyfingunni og ekki telja aðrar leiðir betri sjálfum okkur og þjóðinni í heild til framdráttar. Við þær umræður sem nú fara fram um stefnuskrá samvinnuhreyfingarinnar, finnst mér of lítið koma fram af röddum starfsmanna hennar. Pessar línur eru skrifaðar til þess að hvetja starfsmenn til þess að láta skoðanir sínar í ljós. Ótal athyglisverðum spurningum hefur verið varpað fram í þeim skrifum sem orðið hafa um þessi mál. Aðeins skal hér drepið á tvö atríði. Hvert á viðhorf hreyfinparinnar að vera gagnvart sjötíu ára starfsfólki, sem er látið hætta störfum, en hefur vilja og getu til að vinna eitthvað áfram? Erum við sátt við að vera af ríkisvaldinu stimpluð sem annars flokks starfs- fólk, með því að okkur er ekki ábyrgst full verðlagsuppbót á lífeyrisgreiðslur, eins og það opinbera gerir við starfsfólk sitt? Öll gerum við ráð fyrir að verða sjötug og eigum því að hugsa um þessi mál, sem önnur, sem ymprað hefur verið á. Hugsum og tölum um okkar mál, ef það er ekki algjör „miðstýring" að ofan eða neðan frá sem við viljum. Verum ábyrg — nöldrum ekki eftir á — tökum jákvætt þátt í umræðunum, þær eru í gangi nú. Munið: „Hvað má höndin ein og ein _____“ Pórður ]. Mapnússon. HLYNUR 3

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.