Hlynur - 15.02.1981, Blaðsíða 7

Hlynur - 15.02.1981, Blaðsíða 7
Akureyrar- pollur og 4 þorskar Pað var hérna fyrir áramótin, að fjórir menn réru til fiskjar á Akureyrarpollinum - tveir voru áð sunnan og tveir að norðan. Á efstu mynd er búist til Veiða með vænum sopa af „sanasol", enda mikið í húfi. Á næstu mynd má sjá stórt augna- blik í lífi Kristjáns Péturs, Ijósmyndara, sem landar 25% heildaraflans með bros á vör. En á myndinni þar fyrir neðan er ekki eins bjart yfir tilverunni, þótt sól skíni í heiði. „Hvers eigum við norðan- menn að gjalda?", hugsar Palli Magg sjálfsagt. „Við leggjum til sjóinn, fiskinn, veiðarfærin og bátinn, en þeir hirða þorskinn." Og svo heldur Hugrún til lands og Jóhann skipstjóri og báts- eigandi gerir að í þungum þönkum. Fjórir héldu til veiða, en nú koma 8 „þorskar" að landi. En þegar allt kemur til alls, eru allir á sama báti. HLYNUR 7

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.