Hlynur - 15.02.1981, Síða 10
momcts
SLsi-ví^í?
Á síðast liðnu vori var mér af-
hent viðurkenningarskjal frá Starfs-
mannafélagi S. í. S. fyrir félags-
málastörf, einnig fyrirheit um ferða-
lag til Ameríku. Pröstur Karlsson
formaður félagsins, sem afhenti mér
áður nefnt, fór þess á leit við mig,
að ég segði frá hér í blaðinii að
ferðinni lokinni.
Tíu daga ferð til útlanda er
tæpast talin frásagnarverð, eins al-
geng og ferðalög eru orðin, en til-
raun til þess að verða við ósk for-
mannsins er gerð hér. Pó mér sé
Ijóst, að það verður skuggi en ekki
skin frá því ævintýri, sem þessi
ferð var mér.
Ferðin var skipulögð af SAFF sem
kynnisferð héðan að heiman til Ice-
land Seafood Corporation í U. S. A.
dagana 21.—30. okt. Skyldi flogið
til New York og ekið þaðan 23. til
Boston á Fish Expo-heimssýningu
varðandi sjávarútveg og komið til
I. S. C. í Harrisburg 25. og dvalið
þar til 30. að farið yrði heim.
f hópnum voru sextán manns,
níu ráðamenn í þeim fyrirtækjum
samvinnumanna, sem vinna að fisk-
framleiðslu til útflutnings ásamt sex
konum sínum, auk mín.
Ég hafði komið til New York í
ársbyrjun 1941, farið þangað með
,,Lagarfossi“ og verið ellefu daga á
leiðinni. Nú tók ferðalagið rúmlega
fimm og hálfa klst., eða helmingi
færri tíma en daga fyrir tæpum
fjörutíu árum.
Ekki fannst mér mikill munur
að sjá yfir þá New York, sem ég sá
nú og þeirri sem ég hafði í minn-
ingu, þar voru og eru byggingar og
aftur byggingar.
Mörgum mun verða á að líta til
himins, er þeir koma fyrst út á
götu í New York, en fyrir augunum
verða 50—80 hæða byggingar, en
fólk áttar sig fljótlega, þegar það
rekst á aðra vegfarendur. Ef til vill
er það þó manngrúinn á götunni
sem mesta athygli vekur, fólk frá
öllum heimshornum og eins fjöl-
breytilegt og það er margt, meira þó
af lituðu fólki, en allir á ferð eftir
götunni, sem verður eins og stór-
fljót á leið til sjávar, að því breyttu,
að þarna er straumurinn í allar áttir.
New York verður ekki skoðuð
til gagns á einum degi. Við sáum
íslenska skínnskó í safni innflytjenda
úti í Frelsisstyttunni, skautasvell
undir berum himni í 10—15 stiga
hita, mitt á meðal blómanna á Man-
hattan. Gjöf Kína til Sameinuðu
þjóðanna verður mjög minnisstæð —
150 kg fílabeinsverk með hrikafjöll
austursins í bakgrunn, sem gnæfðu
yfir skógum og ökrum með mann-
grúa í forgrunn, allt útskorið með
því listilega handbragði, sem ein-
kenni er á kínverskum munum.
Við ókum með bíl til Boston.
Sagt er, að nú megi heita samfelld
borg suður fyrir New York og norð-
ur fyrir Boston, enda virtumst við
aka í gegn um samfellda byggð,
aðeins misajfnlega þétta, þrátt fyrir
að þjóðvegir séu látnir sneiða fram
hjá borgunum, en þeir í U. S. A.
hafa tekið það upp — sennilega
héðan! — að flokka vegi sína í
þjóðvegi, sýsluvegi og hreppavegi.
f fjörutíu ára minningu minni
var Boston áþekk breskum hafnar-
borgum þess tíma. Nú er þetta eins
og ný borg með fjölbreyttum bygg-
ingarmáta, stórbyggingum, skýja-
kljúfum, jafnvel úr eintómu gleri.
Heimssýningin Fish Expo var
geysilega umfangsmikil. Ferðafélag-
arnir héldu þar til allan daginn og
sumir langt fram á kvöld. Fátt virt-
ist hafa vakið áhuga þeirra til bóta
fyrir íslenskan sjávarútveg og fisk-
vinnslu og ýmsir hlutir, sem boðnir
voru til sölu taldir úreltir hér á
landi.
Ég gafst upp á rápinu eftir fjóra
eða fimm klukkutíma og gekk út í
góða veðrið að skoða borgina. Svo
settist ég á bekk við friðsæla götu.
Komu þá karl og kona labbandi og
um leið og þau ganga fram hjá,
vindur maðurinn sér að mér og
segir: „Komdu sæll og blessaður —
vannst þú ekki einu sinni í Sam-
bandinu? — Hvað heitir þú nú
aftur?“ — Já, það er sagt að maður
sé hvergi óhultur fyrir landanum,.
Við flugum frá Boston til Harris-
burg, um klukkustundarferð í al-
skýjuðu og þar með útsýnislaust og
lentum þar í lemjandi rigningu —
eina regnið sem við fengum í ferð-
10 HLYNUR