Hlynur - 15.02.1981, Qupperneq 25

Hlynur - 15.02.1981, Qupperneq 25
 Katrín formaður Sf. Sambandsins Katrin Marisdóttir. Aðalfundur tarfsmannafélags Sam- bandsins var haldinn í Hamragörð- um 12. febrúar s. il. Par flutti frá- farandi formaður, Pröstur Karlsson, ítarlega skýrslu um starfsemi félags- ins á liðnu starfsári, og kenndi þar margra grasa. Pessari starfsskýrslu var síðan dreift fjölritaðri til félags- manna og er hún hin ágætasta heimild um félagsstarfið. Auk stjórnar starfar innan félags- ins 33ja manna fulltrúaráð og var innan þess kosið sérstakt skipulags-* ráð á starfstímanum, sem m. a. gerði tillögu um næstu stjórn félagsins. Pá störfuðu ýmsar starfsnefndir og mæddi hvað mest á orlofshúsanefnd. I sambandi við orlofshúsin var unnið að ýmsum hlutum. Á orlofs- svæðinu var endanlega gengið frá vatnsbóli fyrir öll húsin; settir voru ofnar í kjallara húsa til að draga úr rafmagnsnotkun að öðru leyti. Skipt var um vaska, stóla og borð og fleira gert til að bæta húsin og hafinn undirbúningur að því, að gera sér- stakan kynningarbækling um Bifröst og nágrenni. Pótt nýting húsanna væri mjög góð, varð af þessum sök- um nokkur hallarekstur á húsunum, eða rúmar fimm milljónir gamalla króna. Lítilsháttar halli varð á rekstri félagsins, eða 144 þúsund gkr., en niðurstöðutölur rekstrarreiknings nærri 19 milljónir gkr. Félagsgjald er nú 20.000 krónur á mánuði og er það talsvert lægri upphæð, en heimilt er að innheimta samkvæmt samþykktum félagsins, en þar er miðað við 0.5% af 14. launaflokki Verslunarmannafélags Reykjavíkur, eftir 4ra ára starf. Á starfsárinu var veitt í fyrsta sinn félagsmálaviðurkenning Starfs- mannafélags Sambandsins, og hlaut hana Pórður J. Magnússon, Afurða- sölu, en Pórður hefur lengi unnið félaginu af miklum áhuga og sat m. a. sem fulltrúi þess í stjórn Sam- bandsins. Verðlaunin voru kynnis- ferð til Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum og segir frá þeirri ferð á öðrum stað í þessu blaði. Árshátíð var haldin á Hótel Sögu 16. janúar sl. og var þar fjölmenni að vanda. Jólatrésskemmtun var svo í Domus Medica. Pá var efnt til leikhúsferða, sumarferðalags í Land- mannalaugar og tekinn var upp gamall siður og efnt til Góugleði. Fótboltaklúbbur félagsins tók mikinn fjörkipp undir forystu Hall- dórs Ragnarssonar og bar þar hæst keppnisförin til Danmerkur sl. sumar, þar sem allir leikir unnust. Alls var leikinn 21 leikur og unnust 12, 5 töpuðust og 4 jafntefli. Meðal þeirra, sem leikið var við hér heima, voru lið frá Sf. KEA og Verksmiðj- um SÍS á Akureyri. Pá starfaði hand- bokaklúbbur og tók þátt í fimm liða keppni. Bridgemenn voru sigursælir og sigruðu sveitir frá ísal og KEA örugglega. Umsjón með bridgeklúbbi hafði Halldór Jóhannesson. Lítið heyrðist hins vegar frá skákmönnum. Á aðalfundinum 12. febrúar var samþykkt að heimila félaginu að semja um kaup á húsi Samvirki, sem e rtil sölu á Bifröst. Við stjórnarkjör var Katrín Marís- dóttir kjörin formaður í stað Prastar, sem gaf ekki kost á sér og eru ár og dagar, síðan kona var síðast for- maður Sf. Sambandsins. önnur í stjórn eru þau Jóhann Steinsson, sem er gjaldkeri, Kári Valversson, Sveinn Skúlason og Pórkatla Pétursdóttir. HLYNUR 25

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.