Hlynur - 15.02.1981, Blaðsíða 29

Hlynur - 15.02.1981, Blaðsíða 29
Skrif stofust jórinn: „Hver setti þessi fjárans blóm á skrifborðið mitt?“ Skrifstofustúlkan: „Kaupfélags- stjórinn." Skrifstofustjórinn: „Pau eru nú ansi lagleg, finnst þér ekki?“ Presturinn hafði verið tekinn fullur á reiðhjóli og var leiddur fyrir dómarann: „Pú ert fundinn sekur. Pús.und krónur í sekt.“ „Hjá mér var drottinn undir stýri.“ „Aha. Tveir á sama hjólinu. Tvö þúsund í sekt.“ Tveir hestar sátu uppi í tré. Allt í einu flaug belja framhjá. „Svitsví- jú“ flautaði annar hesturinn. Pá flaug önnur belja framhjá og hinn hesturinn flautaði. Svo flaug þriðja beljan framhjá og þá flautuðu báðir hestarnir í einu: „Svitditsvíjúúhúh”. „Heyrðu“, sagði þá annar hestur- inn við hinn. „Pað hlýtur bara að vera hreiður hérna einhversstaðar í grenndinni.“ — o — o — SAGAN Fíllinn í f jölleikahúsinu var farinn í verkfall og það leit út fyrir að leik- árið væri gjöreyðilagt. öllum brögð- um var beitt til að fá fílinn aftur út í hringinn, en ekkert gekk. Fjöl- leikahússtjórinn bauð hverjum, sem gæti komið vitinu fyrir fílinn 500,000 nýkrónur, en menn högg- uðu honum ekki. Loks bar þarna að lítinn og per- visinn náunga, sem hélt að þetta væri nú ekki mikill vandi. „Lániði mér bara stiga,“ sagði hann ,,og svo verður þessu kippt í liðinn með það sama.“ Menn höfðu nú ekki mikla trú á að þessi væskill gæti haggað tveggja tonna ferlíkinu, en þetta var látið eftir honum og stigann fékk hann. Gaurinn snaraði sér að fínum og reisti stigann við hausinn á honum, hljóp síðan upp og hvíslaði einhverju í eyrað á honum, flýtti sér síðan niður og fékk fílatemjaranum stig- ann. „Hann ætlar að byrja strax.“ Pað var eins og við manninn mælt, fíllinn reyndist í toppformi og fór strax að æfa ný atriði. Fjölleikahússtjórinn tók strax upp ávísanaheftið og litli gaurinn fékk sinn fimmhundruðþúsundkall og bjóst til að fara. „Heyrðu,“ kallaði fílatemjarinn á eftir honum. „Hvernig fórstu eigin- lega að þessu? Hvað sagðirðu við hann? „Ég hótaði bara að sparka í pung- inn á honum.“ HLYNUR 29

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.