Hlynur - 15.02.1981, Side 32
Prír „faktorar" frá Vegamótum hittast á árshátíð í Borgarnesi. F. v.: Ásgeir Ásgeirs-
son, Jóhanna og Geir Björnsson.
Vetur á Vegamótum á Snæfellsnesi. Myndin tekin i febrúar sl.
eftir. Par var svo 37 stiga hiti og
yfir 90% loftraki, svo eftir tveggja
tíma bið vorum við búin að fá nóg
og héldum áfram, enda veikindum
okkar sýndur lítill skilningur í
Bangkok.
— Hvað tók svo við, þegar heim
kom?
— Ég lét innrita mig í Framhalds-
deildina, en hætti. Ég og Framhalds-
deildin áttum ekki saman.
— Og þá tóku Vegamót við?
— Já, mig vantaði vinnu um
vorið, sá verslunarstjórastarfið aug-
lýst, sótti um og fékk það.
— Hvernig kanntu svo við Snæ-
fellinga?
— Ætli það sé ekki best að láta
sem minnst hafa eftir sér, meðan
ég er á Vegamótum. Kannski leysi
ég frá skjóðunni, þegar ég er farin
í burtu, eins og séra Árni Þórarins-
son. En án gamans — ég kann ágæt-
32 HLYNUR
lega við mig á Vegamótum. Pað
tekur hins vegar alltaf einhvern tíma
að kynnast fólki og venjast nýjum
aðstæðum. Fyrst eftir að ég kom á
Vegamót, varð ég lítið vör við það,
að ég ætti þarna skyldfólk úti um
allt. Nú eru sumir orðnir náfrændur
mínir.
— Leist þeim kannske ekkert á
að fá kvenmann sem útibússtjóra?
— Kannski ekki.
— Ekki mjög nýjungagjarnir, Snæ-
fellingar?
— Fólk er yfirleitt ekki mikið
fyrir breytingar.
—■ Er það mikið puð að stjórna
þessum stað?
— Pað er matsatriði, hvað er puð
og ég hef ekki kynnst neinum mæli-
kvarða yfir það ennþá. Við erum
þrjú til fjögur, sem störfum þarna
á veturna, en tíu til tólf á sumrin1.
Vinnuaðstaðan er vissulega óþægi-
leg, húsnæðið orðið gamalt og lélegt.
En starfsfólkið hefur reynst mér vel.
Við rekum verslun með matvörur,
sem þjónar þrem hreppum á sunnan-
verðu Nesinu. Svo er veitingasala
og bensínsala. í eina tíð var slátrað
á Vegamótum, en því var hætt,
þegar stóra sláturhúsið var byggt í
Borgarnesi.
— En gisting?
— Pað eru engin gistiherbergi,
en það hefur engum verið úthýst,
sem leitað hefur gistingar. Flér verða
oft tugir manna veðurtepptir og í
vetur lánaði ég sýslumanninum 'í
Stykkishólmi sængina mína, þegar
öll önnur rúmföt voru þorrin.
— Finnst þér veðrasamt á þessum
slóðum?
— Pað er mun veðrasamara en
þar sem ég hef búið, t. d. í Norðurár-
dalnum. Fyrir vestan hefur verið
mjög mikill snjór eftir áramótin,
sem er heldur ekkert nýtt þar.
— Og samskiptin við höfuðbólið
t Borgarnesi — hvernig ganga þau?
— Yfirleitt vel, en stundum hitti
ég fyrir menn, sem haldnir eru svó->
lítilli karlrembu.
— Stefnirðu að því að verða kaup-
félagsstjóri?
— Ég spurðist rétt einu sinni fyrir
um kaupfélagsstjórastarf í litlu kaup-
félagi. Svo fór ég að heyra sögur og
m. a. þessa: Kaupfélagsstjórinn í
þessu litla kaupfélagi hringdi í Ólaf
Sverrisson, kaupfélagsstjóra í Borgar-
nesi og spurðist fyrir um þennan
bjartsýniskvenmann. Lengi heyrðist
ekkert í Ólafi nema ræskingar, en
um síðir sagði hann: „Kaupfélags-
stjórinn á Borðeyri myndi fríkka
mikið við skiptin.“
Ekki ábyrgist ég sannleiksgildi
sögunnar, en hún er meira táknræn
fyrir eitt af þeim skilyrðum, sem
konur þurfa að uppfylla fram yfir
karlmenn.
— Og lokaorðin?
— Oft verður af litlum neista
mikið bál.
Jóhanna Leopoldsdóttir kvaddi
með handabandi að sveitasið. Flún
hefur fengið í arf að svara fyrir sig,
konan sú. Pá var ekkert eftir nema
setja punkt. — RI.