Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 4

Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 4
4 FAXI Málfundafélagið Faxi var stofnað af valinkunnum Keflvíkingum þriðju- dagskvöld eitt haustið 1939 aðeins tæpum mánuði eftir byrjun seinni heimstyrjaldar- innar. Helgi Hólm segir svo um stofnun málfundafélagsins í grein í 3. tbl Faxa 2014: „Það mun hafa verið að áeggjan Ingva Loftssonar múrarameistara að boðað var til stofnfundar Málfundafélagsins Faxa. Ingvi bjó þá að Suðurgötu 43 í Keflavík og þangað stefndi hann fimm öðrum mönnum að kvöldi þess 10. október 1939. Þetta voru þeir Guðni Magnússon, Margeir Jónsson, Ragnar Guðleifsson, Valtýr Guðjónsson og Hallgrímur Th. Björnsson. Augljóslega hefur fundurinn verið vel undirbúinn því samþykkt voru lög fyrir hið nýja félag og kosin hin fyrsta stjórn og var formaður kjörinn Valtýr Guðjónsson.“ „Þó stofnfélagar hafi aðeins verið sex þá voru félagarnir orðnir tólf talsins áður en ár var liðið og hefur sú tala haldist óbreytt síðan. Þeir sem gengu í Faxa til viðbótar stofnfélögunum voru þeir Ingimundur Jóns- son, Danival Danivalsson, Sverrir Júlíusson, Einar Norðfjörð, Þórður Helgason, og Páll S. Pálsson.“ Tilgangur Faxa var frá í upphafi „að efla félagsþroska félaganna, gefa þeim kost á æfingu í rökréttri hugsun og munnlegri framsetningu hennar. Ennfremur að víkka sjóndeildarhring þeirra gagnvart hinum ýmsu viðhorfum og á sem flestum sviðum.“ eins og segir í lögum félagsins. Málfunda- félagið starfar enn á þessum grundvelli. Umræðuefni á Faxafundum hafa verið mjög fjölbreytt í gegnum tíðina, dægurmál Málfundafélagið Faxi 80 ára Faxafélagar og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, nýjasti heiðursfélagi Faxa. Frá vinstri: Guðmundur I. Jónsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Stefán B. Ólafsson, Kristinn Óskarsson, Guðni Th. Jóhannesson, Eysteinn Eyjólfsson, Haraldur Helgason, Kristján Jóhannsson, Hannes Einarsson og Ríkharður Ibsen.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.