Faxi

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Faxi - 01.12.2019, Qupperneq 6

Faxi - 01.12.2019, Qupperneq 6
6 FAXI Hún Guðríður Vilbertsdóttir, alltaf köll-uð Gauja eða jafnvel Gauja húsvörður, hefur ekki beinlínis farið hefðbundna leið í lífinu. Hún hefur lengi unnið störf sem fáar konur hafa gegnt, keyrt alls kyns stór vinnutæki, unnið erfiðisvinnu í fiskvinnslu og verið umsjónarmaður fasteignar, að öllum líkindum eina konan á landinu þegar hún hóf störf í Njarðvíkurskóla árið 1981. Hún ætlaði að staldra stutt við, líkaði skólaumhverfið ekki vel eftir erfiða reynslu í æsku, en er að láta af störfum um þessar mundir eftir tæp 40 ár í starfi. Það er ekki nema von að börnin haldi að hún eigi skól- ann, svo stór hluti er hún af daglegu starfi Njarðvíkurskóla og hefur verið lengi. Einn nemandi heldur því fram að skólinn verði ekki til þegar Gauja hættir um áramótin. Fyrrum og núverandi nemendur í skólanum eiga fallegar minningar um Gauju og hún sömuleiðis um þá. Svanhildur Eiríksdóttir hitti Gauju í Njarðvíkurskóla og átti við hana gott spjall. Gauja er fædd á Minni Ólafsvöllum í Rangárvallasýslu en staldraði ekki lengi við þar, heldur fór á flæking víða um land. „Ég tengi mig mest í Skagafjörðinn. Ég kom oftast þangað aftur. Svo hafði ég viðkomu í Reyðarfirði þar sem ég var farin að vinna í síld 8 ára gömul. Eftir flakk í áraraðir fluttum við úr Skagafirðinum til Reykja- víkur þar sem ég vann m.a í Ísbirninum. Þar erum við í einhvern tíma en svo festi ég rætur þegar ég kom hingað suður til að vinna á vertíð í Sandgerði 16 ára gömul. Ég segi gjarnan að þá hafi ég framkallast.“ Skólaganga Gauju var stopul vegna þvælings og eins og fylgir þegar rót kemst á börn ná þau ekki að tengjast né öðlast þann aga sem nám krefst. Henni leið því aldrei vel í grunnskóla og þaðan flosnaði hún upp. „Ég var í rauninni voða lítið í skóla af því að maður var alltaf á þvælingi. Maður byrjaði ekkert aftur þegar maður flutti á miðjum skólavetri. Það var ekkert kerfi þá sem fylgdi því eftir hvort börnin kæmu í skóla. Þetta var stofnun sem ég ætlaði aldrei inni í aftur á minni ævi. Þegar krakki er langt á eftir í öllu og getur ekki neitt, þá getur honum ekki liðið vel í skóla. Á þessum tíma var enginn stuðningur við þá nemendur sem þurftu á því að halda og þá fórstu bara í að vera villingur til fá athygli.“ Og varst þú villingur í skóla? „Já maður kom sér bara í það til að fá athygli og til þess að vera með einhverjum, þá gerði maður það bara, stundaði það. Þess vegna veit ég alveg hvað villingur er í raun- inni og næstum því kann að taka á því.“ Fyrsta konan í verkamannavinnu hjá ÍAV Gauja varð snemma móðir en soninn Vilbert eignaðist hún 17 ára gömul. Þá var Gauja að vinna í Hrafninum í Sandgerði þar Skólinn verður ekki til þegar þú hættir Oftast er það Gauja sem er á bak við myndavélina í skólanum en nokkrar fundust þó í gömlum myndaalbúmum. Hér situr Gauja inn á kennarastofu með töfluna góðu fyrir aftan sig, en svona kerfi var notað í kennslu til að skipuleggja kennslustundir kennara og stofuskipan. Ljósm. Njarðvíkurskóli „Gauja er mamma 2 í skólanum,“ segir einn núverandi nemenda í Njarðvíkurskóla. Börnin flykktust að henni þegar ljósmyndara bar að garði. Ljósm. Svanhildur Eiríks

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.