Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 11

Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 11
FAXI 11 Konan sem á skólann Fyrir skömmu sagði einn nemandi við Gauju, „þessi skóli verður ekki til þegar þú ert farin.“ Það eru líka nemendur í skól- anum sem halda að Gauja eigi skólann. Hún sagðist hafa heyrt á tali nokkurra nemenda um daginn að einn nemandi spurði, hvort vildir þú vera skólastjórinn eða konan sem á skólann? Svarið var, konan sem á skólann. Heyrum fleiri ummæli frá nokkrum núverandi og fyrrum nemendum Njarðvíkurskóla: „Gauja gat gert allt, hún er þúsundþjala- smiður Njarðvíkurskóla. Alltaf þegar eitt- hvað óhapp kom upp var Gauja komin. Svo er hún líka bara vinur allra. Við kölluðum hana Gauja legend, af því að hún var bara ógeðslega skemmtileg og fyndin og nennti að tala við okkur, annað en allir hinir.“ „Ætli það hafi ekki verið haustið 1981 að við krakkarnir tókum eftir ungri snaggaralegri konu, pínu strákalegri á göngum Njarðvíkurskóla. Var okkur tjáð að þarna væri kominn nýi húsvörðurinn. Einmitt! Þetta var svolítið undarlegt í þræl rígbundnum hugmyndum um kynbundin hlutverk og hugmyndafræði um að gamlir kallar ættu einkarétt á að vera húsverðir, eða umsjónarmenn fasteigna eins og þeir voru síðar kallaðir.  En það má með sanni segja að Gauja húsvörður hafi mjög fljótlega orðið ein af okkur, eða þannig. Það gat vissulega heyrst í henni og ef henni var misboðið þá notaði hún ,,lúðurinn” því hún er raddsterk með afbrigðum. En hjartahlýju og jákvæðni dreifði hún um ganga Njarðvíkurskóla. Þau eru orðin mörg árin síðan ég útskrifaðist frá skólanum mínum, Njarðvíkurskóla og enn er Gauja fasti punkturinn í skólalífinu, og aðeins einn starfsmaður eftir í skólanum, hættur kennslu en heldur tauginni við sinn gamla vinnustað til tugi ára, Guðjón Sigurbjörnsson. Segir kannski eitthvað um andann þarna. Og enn er manni heilsað af Gauju eins og maður sé enn nemandi! ,,Hvað segir þú gott elskan mín?“ „Það voru þrír skólastjórar á mínum námsárum, en Gauja var alltaf til staðar. Hún var eini fasti punkturinn í skólanum og sem slíkur varð hún manni svo mikilvæg. Maður gat alltaf stólað á hana.“ „Gauja er mamma 2 í skólanum, er svo góð, knúsar mann alltaf þegar manni líður illa. Heilsar okkur alltaf með því að segja „Hæ elskurnar mínar.“ Allir í mínum bekk vilja ekki að hún hætti. Hún er bara svo frábær.“ Ekki slæm eftirmæli þetta! Golfið og barnabörnin sjö Gauja viðurkennir að auðvitað verði skrítið að fara úr skólanum. Þar eigi hún þó barnabarn, hana Bríeti Silfá hans Kidda og hennar Hófíar svo hún sér fyrir sér að tengslin við skólann muni ekki rofna í bráð. Hún ætlar að gefa barnabörnunum sínum sjö meiri tíma en hún hefur haft hingað til. Auk Bríetar Silfá eru það Mikael Máni, Gabríel Sindri og Arthur Möller og Gunnar Már, Birta Rós og Harpa Sóley Vilbertsbörn. Ég spyr hana hvað annað sé framundan, ég viti að hún hafi verið að spila golf. Einhver plön? „Sko, tómstundir mínar hafa komið i tíma- bilum, verið kaflaskiptar. Þegar ég var yngri var ég á fullu í hestunum. Svo byggði ég mér sumarbústað í Borgarnesi sem ég seldi bara í fyrra því það er erfitt að reka tvö heimili. Svo hef ég verið mikið í göngum og útivist upp um fjöll og firnindi, en svo var ég komin með nóg af því og fór í golf af því að ég vildi áfram vera í útivist. Það eru örugg- lega komin um 10 ára síðan, Harpa Guð- mundsdóttir dró mig út á völl og það var ekki aftur snúið. Ég skellti mér svo í kennslu hjá Erlu Þorsteinsdóttur. Það var frábært, ég upplifði tíma hjá henni sem urðu til þess að ég snéri ekki til baka. Nú ætla ég á fullu í það. Eftir að ég gat einbeitt mér að golfinu eftir að ég seldi sumarbústaðinn þá datt ég niður í forgjöf, komin niður í 21. Ætli ég flytji ekki bara á völlinn með vorinu.“ Við getum ekki látið hjá líða að rifja upp í lokin afmælisveislu sem haldin var til heiðurs Gauju sextugri í skólanum árið Gauja önnur frá vinstri í hópi góðra golffélaga hjá Golfklúbbi Suðurnesja í Leirunnni. Mynd úr einkasafni Gauju.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.