Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.2019, Side 13

Faxi - 01.12.2019, Side 13
FAXI 13 Óskum íbúum í sameiginlegu sveitarfélagi gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með þökk fyrir samskiptin á liðnu ári. Gleðileg jól Gott og farsælt nýtt ár! Þökkum samskiptin á liðnu ári. SUÐURNESJABÆR 2014, að henni forspurðri. Ég heyri á henni að þetta verður eitt þeirra dýrmætu augna- blika sem hún tekur með sér úr skólanum að starfslokum. Ég gef Gauju orðið: „Þetta var svakalegt upplifelsi þegar ég varð sextug fyrir fimm árum. Hófí var margoft búin að spyrja hvort ég ætlaði ekki að gera neitt, en ég svaraði því alltaf neitandi, ætlaði bara að fara fyrr heim og vera í bænum í rólegheitum. Rétt áður en ég fer þá kallar Ásgerður á mig og segist þurfa að tala við mig, segist þurfa að fara aðeins yfir fjárhagsáætlunin með mér. Svo tilkynnir hún mér að ég þurfi að fara með Hófí, skreppa með henni aðeins. Ég verð nú dálítið pirruð og segist ekki þurfa að skreppa neitt, segist ekki hafa tíma í þetta, hvorki fjárhagsáætlun né annað. Síðan kemur Hófí inn og eftir þvarg okkar á milli fer ég með Hófí, nokkuð pirruð af því að ég mátti ekkert vera að þessu. Hún fer með mér á hárgreiðslustofuna Hár og rósir og þar bíður mín hárgreiðsla og ég er máluð af Sólveigu systir hennar Hófíar. Svo þegar þetta er búið grunar mig að Hófí sé búin að skipuleggja hitting með fjölskyldunni á Ránni. Mér er skipað að skipta um föt, fara í spariföt og ég gerði það. Þegar við erum komin í bílinn, segi ég Hófí að ég þurfi að fara upp í Njarðvíkurskóla, því ég eigi eftir að ganga frá skrifstofunni og læsa, sækja dótið mitt og bílinn. Þegar við komum á staðinn þá er búið að flagga íslenska fánanum og ég hélt að það væri leikur framundan. Þegar ég svo fer út kemur Hófí á eftir mér og ég er alveg hætt að skilja í þessu öllu saman. Svo sé ég Vilbert í ganginum þegar ég geng hér inn, svo sé ég Kidda og ég hugsa, hvað er eiginlega að gerast hérna? Heyrðu þá er salurinn fullur af fólki og búið að græja þessa rosalegu veislu. Ég gat ekki sagt neitt og hvorki grátið né hlegið. Ég stóð bara frosin. En þetta var ótrúlegasta augnablik sem ég hef upplifað. Þarna var búið að kalla saman alla vinahópana mína, nú- verandi og fyrrverandi samstarfsfélaga og slegið upp veislu. Ég er ekki vön að halda veislur en þetta heppnaðist ótrúlega vel og var dásamleg stund. Myndin sem blasti við mér þegar ég gekk inn í salinn er enn greipt í huga mér. Það tóku allir þátt í þessu og voru að skáskjótast hér allan daginn með kökur og bakkelsi þegar ég sá ekki til en heiðurinn átti Hólmfríður Karlsdóttir og starfsfólkið hér í skólanum. Ég er þeim afar þakklát fyrir þessa veislu, einnig Ásgerði Þorgeirsdóttur skólastjóra og starfsfólki Njarðvíkurskóla, fyrir þessa veislu,“ segir Gauja að lokum. Gauja hefur alveg verið að njóta sín í golfinu á undanförnum árum og þar ætlar hún að gera betur á næstu árum. Mynd úr einkasafni Gauju.

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.