Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.2019, Side 16

Faxi - 01.12.2019, Side 16
16 FAXI Í sumar urðu þau tímamót að dyrnar að Bókabúð Keflavíkur lokuðu í síðasta sinn. Það tók bæjarbúa nokkurn tíma að átta sig á þessum breytingum og ekki laust við að mönnum hafi brugðið við þessi tímamót, Bókabúð Keflavíkur var löngu orðin samgróin bæjarmyndinni og einn af þessum óbreytanlegu þáttum í daglegu lífi. Það var sjónarsviptir að henni. „Nú er hún Snorrabúð stekkur” gæti einhver hafa tautað þungt hugsi. Að sögn Þorsteins Marteinssonar, sem betur er þekktur sem Doddi í bókabúð- inni, voru þeir nokkrir sem gripu í tómt í ágústmánuði þar sem hann var að ganga frá húsnæðinu eftir flutninginn. Bókabúð Keflavíkur, sem árið 2005 var seld til Penn- ans var flutt í verslunarkjarnann í Krossmóa og orðin hluti af keðju verslana um allt land undir nafniu Penninn/Eymundsson.  Það var orðið langt um liðið frá því að ljóðskáldið og leikritahöfundurinn Kristinn Reyr ákvað að hefja bóksölu í húsnæði Vörubúðarinnar hf. að Tjarnargötu 10 árið 1942. Áður höfðu kaupmenn á staðnum haft bækur til sölu meðal annars varnings og Kron rak um skeið bókadeild. Það var á laugardegi þann 28. mars kl. fimm eftir hádegi sem Kristinn Reyr og Elín Ólafsdóttir starfsstúlka drógu tjöld frá gluggum og loku frá búðarhurð. Bókabúð Keflavíkur leit fyrst dagsins ljós en sala þann opnunardag varð 103 krónur, að aurum slepptum. Í upphafi gekk verslunin undir nafni eiganda síns en Kristinn Reyr fékk heimild til þess að kenna búðina við byggðarlagið hjá Hreppsnefnd Keflavíkur þann 22. mars árið 1944. Síðar á því ári flutti verslunin að Hafnargötu 34 þar sem Kristinn hafði byggt yfir hana af miklum „stórhug og framsýni.”  Tilkoma bókabúðarinnar sem sér- Nú er hún Snorrabúð stekkur Bókabúð Keflavíkur í bæjarmyndinni Þorsteinn Marteinsson eða Doddi í bókabúðinni eins og hann er þekktur í stiganum góða á æsku- heimilinu þar sem hann stóð þegar hann bað föður sinn um starf í bókabúðinni eftir verslunarpróf. Starfsfólk Bókabúðarinnar að Hafnargötu 32 fyrir jól 1970. Inga Árnadóttir, Jónína Olsen, Stella Olsen, Hrönn Þorsteinsdóttir, Valdís Árnadóttir og Marteinn.

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.