Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2019, Síða 22

Faxi - 01.12.2019, Síða 22
22 FAXI Nýlega fór fram skráning herminja í landi Suðurnesjabæjar, hins nýja bæjarfélags Sandgerðis og Garðs. Markmið verkefnisins, Skráning stríðsminja á Suður- nesjum, var skráning og mæling menning- arminja sem tengjast veru varnarliðs Breta og Bandaríkjamanna á stríðsárunum 1940- 1945 á landsvæði sveitarfélagsins. Verkefnið hlaut 800 þúsund kr. styrk frá Sóknaráætlun Suðurnesja. Verkið var unnið í samvinnu félaga í Sögufélagi Suðurnesja og Ragnheið- ar Traustadóttur, en auk þeirra komu Inga Sóley Kristjönudóttir og Hermann Jakob Hjartarson fornleifafræðingar frá Antikvu ehf. að verkinu. Verkefnastjóri var Eiríkur Hermannsson. Skýrslu um verkefnið var skilað til Suðurnesjabæjar og Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum en skýrsluhöf- undar voru Ragnheiður Traustadóttir og Eiríkur Hermannsson. Minjar af því tagi sem hér um ræðir eru ekki sjálfkrafa verndaðar af þjóðminjalög- um þar sem þær eru ekki orðnar hundrað ára gamlar. Í lögunum er þó heimild til þess að friðlýsa yngri minjar, en um þau efni hefur hvorki skapast hefð né opinber stefna verið mörkuð. Það gefur engu að síður auga leið að ýmsar herminjar á Miðnesheiðinni eru þýðingarmikil heimild um hlutdeild Íslands í einhverjum mestu stríðsátökum mannkynssögunnar og kalda stríðinu sem á eftir kom. Fullyrða má að varnarminjar frá stríðsár- unum, og reyndar vera varnarliðsins hér á landi, hafi alþjóðlegt minjagildi. Því var mikilvægt að fram færi nákvæm skráning á því sem er enn sjáanlegt og það mælt upp samkvæmt stöðlum Minjastofnunar Íslands um skráningu fornminja. Allar upplýsingar voru síðan færðar inn á kortagrunn deili- skipulags sveitarfélagsins og lagt mat á hvað af því er þess virði að varðveita og segja frá í máli og myndum. Hvergi á landinu voru umsvif erlendra herja meiri en á Suðurnesjum. Einn af fyrstu flugvöllum breska flughersins hér á landi var á Garðskagaflötum og þar höfðu Bretar aðstöðu um nokkurt skeið. Þarna reistu Bretar bragga og loftnet eða mið- unarstöð strax 1940 auk loftvarnarbirgja. Ekki leikur nokkur vafi á að ferðamenn og vegfarendur sem nú sækja Garðskaga heim, hefðu gaman af að vita af þeirri sögu sem liggur að baki Garðskagaflata í flugsögu og varnarsögu landsins, en gera má ráð fyrir að sú saga sé mörgum ókunn, þótt heimamenn Yfirlitskort af skráningarsvæðinu í Garði og Sandgerði. Skráning stríðsminja á Suðurnesjum Útdráttur eftir Eirík Hermannsson sagnfræðing úr skýrslu sem unnin var af honum og Ragnheiði Traustadóttur fornleifafræðingi.

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.