Faxi - 01.12.2019, Side 24
auðsjáanleg ummerki um þann bragga.
Skagavöllur var í reynd aldrei notaður
neitt að ráði en þjónaði hlutverki neyðar-
flugvallar.
Aðgengi að sjáanlegum minjum er
sæmilegt enda eru þær skammt frá
nýbyggðu hóteli en helst þyrfti að færa til
girðingu í samráði við landeiganda þannig
að minjarnar yrðu enn aðgengilegri sem og
merkja minjarnar. Upplýsingaskilti mætti
setja niður annað hvort við hótelið eða við
enda flugbrautarinnar nálægt bílastæðinu
við sjóvarnargarðinn
Miðunarstöðin á Fitjum
Breski herinn reisti miðunarstöð á Fitjum
í október 1941 og kom þar upp aðstöðu
smátt og smátt. Alls reistu Bretar 13 bragga
og 5 steinhús. Þá áttu Bandaríkjamenn tvo
bragga að Fitjum í stríðslok. Fitjabærinn
var farinn í eyði og stóðu íbúðarhúsin
enn uppi og voru þá í eigu Ingibjörns Þ.
Jónssonar bónda á Efri-Flankastöðum sem
leigði það Bretunum. Þarna var einnig loft-
net sett upp, um 20 m stálmöstur. Stöðin
var allstór og er áætlað að þarna hafi verið
um 100 hermenn þegar mest var, allt til
ársins 1945. Stöðin var lögð niður árið 1946
og keypti Ingibjörn bóndi á Flankastöðum
þá 13 bragga og 5 lítil steinhús af Sölunefnd
varnarliðseigna.
Miðunarstöðvarnar á Fitjum og á
Langholti, áttu að fylgjast aðallega með
skipaumferð en einnig auðvelda stað-
setningu á kafbátum og flugumferð en
árangur mun ekki hafa verið mikill enda
tæknin á frumstigi. Greinileg ummerki
eru um braggabyggðina rétt suðaustan við
gamla Sandgerðisveginn, skammt frá gamla
bæjarstæði Fitja. Þarna eru enn sýnilegir
allmargir grunnar, hleðslur, veggjabrot og
sökklar undan möstrum.
Varðstöðin á Fitjum
Vel má sjá að braggarnir hafa ekki allir
verið reistir á sama tíma. Þannig eru þeir
eldri með hlöðnum grunni og hafa líklega
verið með timburgólfi sem stóð á nokkrum
steyptum staurum eða sökklum. Nýrri
braggarnir hafa verið með steyptu gólfi og
eru þeir grunnar sýnilegri. Einnig er þar
heilleg múrsteinshlaðin kamína eða arinn
sem stendur ennþá vel sýnileg.
Hverfið á Fitjum er ágætlega varðveitt
og minjarnar vel sýnilegar. Ástæða er til að
hreinsa burt lauslegt járnarusl og víra og
setja upp skilti með upplýsingum. Aðgengi
er gott.
Miðunarstöðin á Langholti
í Leiru-Hverfið Howard
Bretar og Bandaríkjamenn settu upp mið-
unar- eða ratsjárstöð á Langholti í Leiru.
Sautján braggar munu hafa staðið undir
Langholtinu austanverðu og ratsjárloftnet
uppi á holtinu. Hverfið hét eftir fyrrum
yfirmanni merkjasveita Bandaríkjahers í
Tennesseeríki í bandaríska þrælastríðinu
og var kallað Howard. Steinsteyptir sökklar
og steypt plata fyrir mastur loftnets á
norðanverðu holtinu eru enn vel sýnilegir
en lítil ummerki eru um sjálfa braggabyggð-
ina. Talsvert umrót hefur orðið á svæðinu
austan holtsins vegna starfsemi fiskvinnslu-
fyrirtækja sem þarna hafa haft fiskþurrk-
unartrönur um áraraðir. Grunnar undan
húsi og einum bragga sem voru nokkuð
24 FAXI
Braggagrunnur á Fitjum, hlaðnir veggir og steypt við innganginn.