Faxi - 01.12.2019, Page 28
28 FAXI
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og Óperu-félagið Norðuróp réðust í stórvirki á
árinu, uppsetningu á söngleiknum Fiðlar-
anum á þakinu. Tilefnið var ærið, bæði
skólinn og óperufélagið áttu 20 ára afmæli
í haust. Tónlistarskólinn ætlar reyndar að
taka afmælið lengra því starfsárið verður
afmælisár. Söngleikurinn var aðeins byrj-
unin og mun afmælisárið ná hámarki með
vorinu með viðburði sem enn er í mótun
og ekki hægt að segja frá að svo stöddu. Þó
hefur verið upplýst að fleiri komi að því en
Fiðlaranum, þar sem 35 söngvarar og 14
hljóðfæraleikarar tóku þátt.
Svanhildur Eiríksdóttir settist niður
með Haraldi Árna Haraldssyni skólastjóra
Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Karen
Janine Sturlaugsson aðstoðarskólastjóra og
Jóhanni Smára Sævarssyni stofnanda og
framkvæmdastjóra Óperufélagsins Norður-
óps í húsakynnum tónlistarskólans til að
ræða um starfsemi hans og Óperufélagsins
ásamt uppsetningunni á Fiðlaranum á
þakinu. Jóhann Smári leikstýrði og sá um
framkvæmdastjórn ásamt Haraldi. Hljóm-
sveitastjóri var Karen.
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar tók til
starfa 1. september 1999. Grunnur hans
liggur í skólunum tveimur Tónlistarskólan-
um í Keflavík og Tónlistarskóla Njarðvíkur.
Við sameiningu sveitarfélaganna, ásamt
Höfnum, árið 1994 héldu tónlistarskólarnir
áfram að starfa í sitthvoru lagi í fimm ár. Þá
þótti tímabært að sameina skólana sem þó
störfuðu áfram í sitthvoru húsnæðinu, við
Austurgötu og Þórustíg. Það var því mikil
bylting þegar skólinn flutti í Hljómahöllina
í byrjun árs 2014.
Um svipað leyti og Tónlistarskóli Reykja-
nesbæjar tók til starfa var Jóhann Smári
Sævarsson óperusöngvari á Akureyri að
vinna á fullu í tónlist og stýra söngkennslu
í Tónlistarskóla Akureyrar. Það vantaði fé-
lag til þess að standa fyrir tónleikum, m.a.
fyrir gesti af skemmtiferðaskipum. Óperu-
félagið Norðuróp varð til og hefur fylgt
Jóhanni Smára allra sinna ferða, enda er
hann einn við stjórnvölinn, en drífur með
sér fólk í þau verkefni sem félagið stendur
fyrir hverju sinni. Hann hafði gengið með
þann draum í maganum að setja Fiðlarann
á þakinu á svið alveg frá því að hann söng
VÁ! Af hverju ertu ekki
bara að gera þetta?
Þau þrjú sem áttu vega og vanda að uppsetningu Fiðlarans á þakinu og stjórna Tónlistarskóla Reykja-
nesbæjar og Norðurópi, f.v. Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri, Karen Janine Sturlaugsson aðstoðar-
skólastjóri og Jóhann Smári Sævarsson framkvæmdastjóri Norðuróps. Ljósm. Svanhildur Eiríks
Frá æfingu í Stapa undir lok æfingartímans. Jóhann Smári í hlutverki Tevje að þenja raddböndin. Ljósm. Reykjanesbær