Faxi

Volume

Faxi - 01.12.2019, Page 29

Faxi - 01.12.2019, Page 29
FAXI 29 aðalhlutverkið í Regensburg fyrir 17 árum. Svo ákveðinn var hann að hann festi kaup á þýðingu á verkinu. Þeir Haraldur höfðu margsinnis rætt uppsetningu á því, en það stóð aldrei nógu vel á. Lengst af var það húsnæðisskortur, en með tilkomu Hljóma- hallarinnar breyttust forsendur og hægt var að hefja viðræður á ný. Þegar svo blasti við 20 ára afmæli hjá bæði Tónlistarskólanum og Óperufélaginu var tækifærið komið. Forskóli verður til með einsetningu grunnskóla Fyrsta verkefni Haraldar Árna Haraldssonar sem skólastjóra Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar var að leggja niður tónlistarskólana tvo, segja öllum upp og stofna nýjan. Starfsfólk var ráðið að nýju og starfsemin stokkuð upp. „Þetta var að mínu viti mikið heillaspor. Til varð stærri eining og hægt að gera meira. Við tókum það besta úr báðum skólum og innlimuðum inn í þennan, reyndum að skauta framhjá því sem við höfðum kannski ekki gert eins vel og síðan höfum við stöðugt verið að bæta okkur og gera betur. Nemendur skólans í hljóðfæra- og söngnámi hafa aldrei verið fleiri en nú á þessu afmælisári, eru orðnir rúmlega 400, auk forskólanemenda sem eru hátt í 500 talsins. Það eru því fast að 900 nemendur í tónlistarskólanum.“ Að sögn Haraldar hafa tónfræðigreinarnar einnig verið stokk- aðar upp nokkrum sinnum á þessum tíma með það að markmiði að ná sem best til nemenda og þar með betri árangri. Fyrir nokkrum árum var ráðinn deildarstjóri tónfræðigreina sem vann með skólastjórn- endum að umtalsverðum breytingum. Enn er að miklu leyti unnið eftir því skipulagi sem þá var mótað og það hefur sett mark sitt á skólann til bóta. Einsetning grunnskóla var að hefjast þegar Tónlistarskóli Reykjanesbæjar tók til starfa og eitt af fyrstu verkefnum hins nýja skóla var að koma tónlistarkennslu sem mest út í grunnskólana. Haraldur hefur orðið: „Þá var verið að stækka skólabygg- ingarnar til að geta orðið við þeim laga- skyldum að einsetja skóla, þar sem allur hópurinn í grunnskólanum mætir á sama tíma í skólann. Það var því gert ráð fyrir hljóðfærakennslu alveg upp í 7. bekk inni í grunnskólunum og það var sótt heimild fyrir því frá menntamálaráðuneytinu. Öll börn í 1. og 2. bekk grunnskólanna áttu að verða nemendur í forskóla Tónlistarskólans og fá þar af leiðandi markvissa tónlistar- kennslu, sem miðaði að því að nemendur yrðu undirbúnir undir áframhaldandi nám í tónlistarskóla, í hljóðfæranám. Þannig hefur fyrirkomulagið haldist. Þetta er ekki tónmenntakennsla, heldur markviss undir- búningur fyrir tónlistarnám og þar er regin munur á. Síðan sáum við fyrir okkur, að ef grunnskólanir í Reykjanesbæ væru allir vel mannaðir af tónmenntakennurum, þá væru þeir kennarar að fá ekkert smá flotta nemendur í hendurnar í 3. bekk, hvað tón- listarþekkingu varðar, eftir forskólann hjá Jóhann Smári og Haraldur Arnbjörnsson skiptu með sér hlutverki Tevje. Hér syngur Haraldur á síðasta rennsli fyrir frumsýningu. Ljósm. Svanhildur Eiríks Valgeir Þorláksson, Valli bakari, hefur lengi sungið með Karlakór Keflavíkur og honum brá fyrir í Fiðlaranum. Ljósm. Svanhildur Eiríks Júlíus Viggó Ólafsson þótti standa sig vel í einu af burðarhlutverkunum í sýningunni, sem tengda- sonur Tevje. Ljósm. Svanhildur Eiríks

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.