Faxi - 01.12.2019, Side 31
FAXI 31
Frá vígsluathöfn í Hljómahöll 6. apríl 2014. Karen stýrir hér stórum hópi tónlistarnemenda sem spilaði fyrir gesti í Rokksafni. Ljósm. TR
fyrir nemendur sé frábær í Hljómahöll-
inni. „Að sjá nemendur koma hingað beint
eftir skóla til að bíða eftir tíma þótt þeir
kæmust heim til sín á milli, er mjög gefandi
og segir okkur að nemendum líði vel hér í
tónlistarskólanum. Nemendur hreiðra um
sig í sófunum hér uppi á efri hæðinni eða
við borðin sem eru þar innst og eru kannski
að læra þar eða matast og sömuleiðis á
neðri hæðinni. Mér finnst svo gaman að
sjá þau koma hérna og sjá hvað þeim finnst
notalegt hér. Ég hef t.d. heyrt frá kennurum
að það eru einhverjir sem eiga kannski
klukkutíma á milli skóla og tónlistarnáms,
en ákveða að koma hingað og bíða því það
sé svo „nice“. Þetta er æðislegt.“
Óperufélagið Norðuróp verður til
Aðstaðan skapaði líka svigrúm fyrir upp-
setningu á verki eins og Fiðlaranum á
þakinu. Hljómahöll var ekki fullkláruð
þegar Norðuróp settu á svið óperuna Évgení
Onegin eftir Pjotr Tchaikovsky í Hljóma-
höll og það rifjast upp í viðtalinu að margir
flúðu út af því að þeir héldu að loftið væri
mettað af ryki vegna framkvæmdanna. Hið
sanna var að þetta var reykur úr reykvél
sem notuð var við uppfærsluna. Fyrir það
hafði Norðuróp sett upp óperuna Tosca eftir
Giacomo Puccini í Keflavíkurkirkju, þar sem
hún smellpassaði þar inn, óperurnar Gianni
Schicchi, einnig eftir Puccini og Z-ástarsaga
eftir Sigurð Sævarsson, byggða á sam-
nefndri bók Vigdísar Grímsdóttur. Síðast-
nefndu óperurnar tvær voru settar upp í
Dráttarbrautinni í Keflavík. Þá eru ótaldar
uppfærslurnar norðan heiða, þar sem
Óperufélagið varð til. Jóhann Smári rifjar
upp. „Ég stofna Norðuróp á Akureyri árið
1999 með Sinfóníuhljómsveit Akureyrar,
Leikfélagi Akureyrar og Tónlistarskólanum
á Akureyri af því að árið á undan settum við
þar upp Brúðkaup Fígarós eftir Mozart eða
ég setti það upp í húsi Leikfélags Akureyrar.
Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnaði, en
þetta var uppsetning í samvinnu við Tón-
listarskólann og Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands. Þá vaknaði þessi hugmynd, eigum
við ekki að stofna óperufélag af því að það
voru byrjuð að koma skemmtiferðarskip til
Akureyrar og við vorum að hugsa, hvað er
hægt að gera fyrir fólk sem kemur hingað?
Eigum við að vera með einhvers konar tón-
leika? Óperan er auðvitað alþjóðleg, þannig
að okkur datt í hug að stofna eitthvað svo-
leiðis. En svo fór það í allt aðra átt. Fyrsta
verkið sem við settum upp var barnaóperan
Sæmi sirkusslangan eftir Malcolm Fox, sem
við fluttum líka í Reykjanesbæ. Svo flutti ég
suður eftir að hafa búið á Akureyri í 3 ár og
starfað sem deildarstjóri söng- og óperu-
deildarinnar Tónlistarskólans þar.“
Jóhann Smári tók Óperufélagið með sér
þar sem miklar breytingar voru hjá mörgum
þeirra sem komu að stofnun félagsins. Hann
er því framkvæmdastjóri og eini starfsmað-
urinn en tekur með sér gott fólk þegar verk-
efni eru sett upp. Það gerist þegar Jóhanni
Smára dettur eitthvað nýtt í hug og hann fer
að hugsa hvernig hann geti gert óperuna að-
gengilega á þessu svæði. Þannig fengum við
hingað suður Sæma sirkusslöngu, Gianni
Schicchi, Z-ástarsögu, Brúðkaup Fígarós,
sem var samstarfsverkefni Norðuróps og
Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Toscu,
sem á sér sérstakan aðdraganda og unnið
var skemmtilega úr. „Við fengum styrk til að
halda tónleika, ég, Jóhann Friðgeir Valdi-
marsson og Bylgja Dís Gunnarsdóttir. Við
þrjú veltum fyrir okkur hvað við gætum
gert saman. Jú Tosca er með þrjú aðalhlut-
verk og akkúrat raddtýpurnar okkar, bassa,
tenór og sópran, svo það verk er upplagt.
Eigum við þá kannski að halda tónleikana í
kirkjunni? Svo þegar ég er að biðja um afnot
af kirkjunni þá hugsa ég, bíddu fyrsti þáttur
í kirkjunni, annar þátt í safnaðarheimilinu
og sá þriðji út undir berum himni. Þá lá
beinast við að setja upp Toscu sem er ein-
mitt með þessi þrjú sögusvið. Við vorum
sérstaklega þakklát fyrir aðstoð veður-
guðanna, því veðurblíðan var einstök þegar
þriðji þátturinn var fluttur úti undir berum