Faxi

Volume

Faxi - 01.12.2019, Page 33

Faxi - 01.12.2019, Page 33
FAXI 33 himni í garði kirkjunnar.“ Jóhann Smári nefndi sérstaklega hversu vel Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hafi stutt við bakið á félaginu með styrkjum. Fiðlarinn á þakinu á alltaf erindi við fólk Verkið Fiðlarinn á þakinu kom til hans, eins og Jóhann Smári hefur orð á. Hann hafði ekki bara sungið aðalhlutverkið og ákveðið þá að festa kaup á íslensku þýðingunni, heldur segir hann söngleikinn vera vel þekktan og dáðan um allan heim. Til að mynda þekki allir lögin „Ef ég væri ríkur“ og „Sól rís, sól sest.“ Í stuttu máli segir söngleikurinn frá Tevje mjólkurpósti, fjöl- skyldu hans og samferðafólki í litla þorpinu Anatevka í Rússlandi í upphafi 20. aldar, þegar kommúnisminn var allsráðandi. Tevje heldur fast í gamlar siðvenjur og reynir að stjórna fjölskyldunni samkvæmt þeim. Smátt og smátt molnar þó undan þeim. Eiginkonan og dæturnar sjá að mestu um það. Spurning hvort höfundur hafi verið undir áhrifum frá kvenréttindabaráttunni sem var að ryðja sér til rúms á sjöunda áratugnum. Bíómynd var gerð eftir verkinu árið 1971. En á þessi söngleikur enn erindi við fólk? „Mér finnst það já. Við hlæjum að því á æfingum að auðvitað er rosaleg karlremba í stykkinu. Við erum að tala um 1905 í Rússlandi, pabbinn á bara að ráða en hann ræður ekki neinu. Það eru stelpurnar og konan. Er það ekki alltaf svoleiðis?“ spyr Jóhann Smári og heldur áfram „Fólk elskar Fiðlarann. Bæði er tónlistin skemmtileg og svo er þetta bara allt svo mannlegt. Það er fullt af góðum bröndurum í verkinu og það snertir mann svo, því það fer í allar átti. Það er líka ljótleiki í því en maður stendur með fólkinu.“ Vá! Af hverju ertu ekki bara að gera þetta? Þetta má vera ástæðan fyrir því að svo margir kusu að taka þátt í verkinu eins og raunin varð. Þrír söngvarar röðuðust nánast í hvert hlutverk, þegar æfingar hófust í október 2018. Stjórnendur höfðu ekki miklar áhyggjur af því þá enda bjuggust þeir við að kvarnast myndi úr hópnum því æf- ingar voru stífar og reyndu mikið á. En svo varð ekki. Auk nemenda úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar tóku þátt söngnemendur úr tónlistarskólum nágrannasveitarfélaganna. Aðalhlutverkinu, Tevje mjólkurpósti, skiptu Jóhann Smári og Haraldur Arnbjörnsson með sér og hlutverk konu hans, Golda, sungu Dagný Þórunn Jónsdóttir og Linda Pálína Sigurðardóttir. Þátttakan í uppsetningunni hefur verið mikill og dýrmætur skóli fyrir alla þátt- takendur. Það eru viðmælendurnir þrír allir sammála um. Söngleikir séu snúnir og margir nemendanna að stíga sín fyrstu skref í tónlistarnámi. Það sé því dýrmætt í reynslubankann að fá að syngja með hljóm- sveit og undir hljómsveitarstjórn. „Það hefur verið mjög gaman að sjá hvað sumir eru miklir náttúrutalentar. Það er þarna inn á milli fólk sem maður hugsar. VÁ! Af hverju ertu ekki bara að gera þetta?,“ segir Jóhann Smári. Áskorunin sem Karen hefur staðið frammi fyrir er ekki minni, þó hún sé þræl- vön hljómsveitarstjórn. Hún er nefnilega söngstjóri líka og söngvararnir reiða sig á hennar stjórn. „Þetta er útsetning sem gerð er fyrir atvinnumenn í tónlist úti í hinum stóra heimi og þetta er hundrað blaðsíðna bók í alls konar tóntegundum. Ég hef oft stoppað og sagt til hughreystingar, þetta skiptir engu máli, þetta eru BARA NÓTUR, þó að það sé kross fyrir framan hverja einustu nótu,“ segir Karen og hlær. En þó að þetta sé erfitt á köflum bætir hún því við að þetta sé bara gaman. Skemmtunin skilaði sér vel til áhorfenda en þrjár sýningar voru fluttar 14., 15. og 16. nóvember síðastliðinn, fyrir fullu húsi. Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Brunavarnir Suðurnesja sími 421-4748 Suðurnesjamenn Gleðileg jól gott og farsælt komandi ár. Jón Gunnarsson og Haraldur Arnbjörnsson dansandi kátir í hlutverkum sínum í Fiðlaranum á þakinu. Ljósm. Svanhildur Eiríks

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.