Faxi

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Faxi - 01.12.2019, Qupperneq 35

Faxi - 01.12.2019, Qupperneq 35
FAXI 35 má að allt að þriðjungur þjóðarinnar hafi látist á fáum árum. Ísland stóð undir nafni, ís var við land fram eftir sumrum, lítil grasspretta og eldgos og fiskileysi á grunnslóð. Uppvaxtar- skilyrðin voru því ekki góð á þessum tíma og voru síðustu tveir áratugir 19. aldar mikil harðindaár á Íslandi. Svo virðist sem Hannes hafi orðið við- skila við foreldra sína sem var ekki óþekkt á þessum tíma og ólst hann upp hjá vanda- lausum frá 11 ára aldri eftir að hafa misst móður sína. Hann var tökudrengur að Syðri Hofdölum en 18 ára fór hann að bænum Framnesi þar sem hann var til 22 ára aldurs en þá fór hann á Syðri Brekkur í Akrahreppi sem vinnumaður. Hann átti góð ár á Fram- nesi og hélt ávallt tryggð við það fólk en víst er að dvölin hjá tökubörnum hefur verið misgóð á þessum tíma og ung þurftu börnin að vinna fyrir sér. Kynni takast á fjörugu sveitaballi Árið 1904 réðist Hannes í Dalina til að kenna vefnað og vann þar við torfristu og húsbyggingar. Þar hitti hann Arnbjörgu konu sína en þá var Arnbjörg innan við tvítugt en Hannes 25 ára. Um Arnbjörgu og systur hennar segir að þær hafi verið afburðamyndalegar bæði í sjón og raun. Hannes mun hafa verið glæsilegur á velli, gleðimaður á skagfirska vísu og hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Hann spilaði á harmóníku og lék fyrir dansi á böllum. Ekki er talið ólíklegt að kynni þeirra Arnbjargar hafi hafist á fjörugu sveitaballi. Arnbjörg ólst upp fyrstu árin í Bergþórs- búð vestur á Snæfellsnesi ásamt systrum sínum tveimur Guðrúnu Sigríði sem var fædd 1879 og Margréti sem var fædd 1882. Á Arnarstapa undir jökli var afkoma leiguliða algjörlega komin undir fiskisæld. Þar voru grasnytjar litlar og skepnur fáar. Sjófangið var það sem hélt lífinu í fólkinu. Fiskileysi á grunnslóð mun hafa valdið því að Sigurður Vigfússon flutti inn í Dali með fjölskyldu sína upp úr miðjum aldri. Hann var víða í húsamennsku í Dölunum m.a. í Geirshlið, Skógsmúla og endaði á Fögru Grund sem var byggð úr landi Harrastaða í Miðdölum. Ágúst Vigfússon sonur Margrétar lýsir afa sínum svo í bók sinni Dalamaður segir frá. „Hann er meðalmaður á hæð, svarthærður og frekar dökkur yfirlitum. Snaggaralegur í öllum hreyfingum, fjörmaður og áreiðan- lega hörkuduglegur. Hann mun hafa verið mjög fríður á sínum yngri árum. Á öðrum stað segir Ágúst, „allar voru þær systur álitnar mestu myndarmanneskjur, afburða- myndarlegar bæði í sjón og raun.” Að hans sögn fannst Margréti alla ævi nesið fegurst allra staða einkum Breiðuvíkin. „Svo töfrum slungið var þetta æskuumhverfi í huga hennar að ekkert annað komst þar að til samanburðar. Það lifði í vitund hennar alla tíð, allt til hinstu stundar, sem hið fegursta og yndislegasta á jarðríki og þó var hún alin upp í sárri fátækt, jafnvel örbirgð. Einu sinni var ekkert til á heimilinu að nærast á nema örlítill mjólkursopi úr einu kúnni sem til var á heimilinu. Móðir hennar úthlutaði einum bolla handa hverju barni, áður en farið var að hátta. Þá vildi svo heppilega til að mamma fann þrjá þorskhausa úti í hjalli, sem af einhverjum ástæðum höfðu orðið þar eftir. Hún mundi þetta alla tíð. Hún sagði að hún hefði aldrei orðið eins fegin að fá mat sinn og í þetta skipti.” Þetta gefur nokkra innsýn í kjör og aðstæður alþýðunnar fyrir aldamótin. Ef ekki gaf á sjó á nesinu var hungurvofan við dyrnar. Margrét mundi vel kvíðann og hræðsluna ef veður voru víðsjál og pabbi hennar var á sjó og vélbátar ekki komnir til sögunnar. Mátti segja að hætta væri á ferðum ef veður breyttist. Einu atviki sagðist hún muna eftir sérstaklega hvað þetta snerti. „Það var um miðjan vetur, almennt var róið og pabbi var á sjó. Upp úr hádegi Í fermingarveislu. Barnaafmæli á Sunnbraut árið 1954. Arnbjörg á 75 ára afmæli sínu.

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.