Faxi - 01.12.2019, Qupperneq 38
38 FAXI
Fæstir Suðurnesjamenn - og fólk!, eru meðvitaðir um það hversu mörg jólalög
hafa orðið til á Suðurnesjum.
Að sjálfsögðu tengist það hinni ríku tón-
listarmenningu sem við státum af og þeim
fjölda tónlistarmanna sem hér hafa starfað
og orðið þekktir á Íslandi, og úti í hinum
stóra heimi ef út í það er farið.
Tónleikaröðin Söngvaskáld á Suðurnesj-
um hefur undanfarin ár fjallað um þekkt
söngvaskáld af Suðurnesjum sem áttu þátt
í því að móta íslenskt rokk og ról. Þar mátti
ævinlega finna eins og eitt þekkt jólalag hjá
hverju söngvaskáldi. Við segjum ykkur hér
söguna af nokkrum þeirra.
Hátíðarskap
Aðfangadagskvöld
Þú og ég - Jóhann Helgason
og Gunnar Þórðarson
Ég kemst í hátíðarskap, þótt úti séu snjór
og krap söng diskódúettinn Þú og ég sem
gerði garðinn frægan með Helgu Möller og
Jóhanni Helgasyni. Það var Gunnar Þórðar-
son sem stóð á bak við dúettinn sem segja
má að sé án nokkurs vafa holdgerfingur
diskótímabilsins í íslenskri dægurlagasögu.
Dúettinn átti miklum vinsældum að fagna
í Japan en minna varð úr heimsfrægðinni.
Lagið, sem er upphaflega erlent, hefur hins-
vegar lifað góðu lífi á Íslandi og fyrir löngu
orðið klassískt.
Annað jólalag sem dúettinn gerði frægt
er Aðfangadagskvöld, enn og aftur eftir
Gunnar og textahöfundur er Þorsteinn Egg-
ertsson.
Þorsteinn, sem stundum er nefndur texta-
skáld Íslands, kom með nýjan stíl inn í texta
landans og notaði oft sérkennilega aðferð
sem kom fram í lögum eins og þrjú tonn
af sandi sem er bein þýðing á lagi Prestley,
Return to sender. Honum fannst margir
syngja á afbakaðri ensku svo útkoman
var oft nokkuð skrautleg. Hann fór því að
búa til eigin texta við lögin og hann lagði
áherslu á að það væri auðvelt að syngja þá.
Það hjálpaði að mati Þorsteins að textarnir
voru ekki um sjómenn og bændur - heldur
mikið meira um stelpur og daglegt líf.
Textar Þorsteins eru kátir, hnyttnir
og auðlærðir og bera hans höfundarein-
kenni. Það hefur þó borið á misskilningi á
texta hans við Aðfangadagskvöld og sumir
sungið: Það er eldvarnarhátíðin mest í
stað barnahátíðin mest. Spurning hvort
Brunavarnir Suðurnesja vilja nýta sér lagið í
forvarnaskyni?
Eitt sinn þegar Þorsteinn var að hlusta á
útvarpið heyrði hann lag sem honum þótti
leiðinlegt, og ekki þótti honum textinn
skárri. Hann sagði þá við Fjólu konu sína,
„þetta finnst mér slappt, þarna er einhver að
gera tilraun til þess að semja texta í mínum
stíl en nær því ekki.”
Í lok lagsins kynnti þulurinn: „þetta var
lagið á eyðieyju með Brimkló með texta
eftir Þorstein Eggertsson.”
Við sjónvarpið er plássið nægt,
margt barn þar situr þægt.
Þar sitja Vala og Soffía
og tíminn líður hægt.
Pabbi fer í draugfín föt
og mamma í nýjan kjól,
allt heimilið ljómar
er loks berast hljómar
sem bera með sér heilög jól.
Hin fyrstu jól
Grýlukvæði
Jólakötturinn
Jólabros í jólaös
Ingibjörg Þorbergs
Ingibjörg Þorbergs samdi fyrsta íslenska
jólalagið sem kom út á plötu og ekki var
sálmur en það er lagið Hin fyrstu jól. „Tage
Aamendrup hringdi til mín og spurði hvort
ég gæti ekki samið íslenskt jólalag ef hann
fengi Kristján frá Djúpalæk til að semja
texta. Honum fannst það vera alveg ótækt
að við værum að syngja erlend lög eins
og Oh My Darling Clementine á jólum.
Mér þótti gaman að prófa það og ég var
svo lukkuleg hvað þjóðin tók því vel. Þá
var ég fegin þegar það kom ljósritunarvél
því ég var alltaf að skrifa lagið upp, ég gat
ekki neitað fólki um lagið því það var svo
ánægt,“ sagði Ingibjörg hógvær þegar hún
rifjaði þetta upp. Þess má geta að á meðan
Ingibjörg beið eftir texta Kristjáns samdi
hún lagið við enskan texta sem hét þá A
beautiful christmas time.
Ingibjörg var hrifin af textum Jóhannesar
frá Kötlum og samdi lög við tvö þeirra sem
hafa áunnið sér sess í huga þjóðarinnar en
það er lagið um hinn ógurlega jólakött og
Grýlukvæði.
Þegar Ingibjörg varð sextug árið 1987
Jólin allstaðar
- sérstaklega á Suðurnesjum
Lagahöfundurinn Ingibjörg Þorbergsdóttir ásamt bróðursyni sínum Skúla Skúlasyni formanni
stjórnar Kaupfélags Suðurnesja og Faxafélaga. Hér er hún við störf sín í útvarpinu þar sem hún
stjórnaði barnadagskránni en þar urðu ófá laga hennar til. Ljósm. úr einkasafni