Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 39
FAXI 39
kom út platan Hvít er borg og bær með
jólalögum Ingibjargar sem sló í gegn. Platan
er að öllum líkindum fyrsta alíslenska jóla-
platan hérlendis og þannig varð Ingibjörg
Þorbergs enn og aftur leiðandi frumkvöðull
í plötuútgáfu á Íslandi. Á plötunni mátti
finna lög eins og Jólabros í jólaös í flutningi
Egils Ólafssonar sem samið er til frænku
Ingibjargar í Keflavík, Jólaköttinn með
Björk og Grýlukvæði í meðförum meistara
Megasar.
Eitt lítið jólalag
Magnús Kjartansson
Eitt lítið jólalag eftir Magnús Kjartansson
sem þekkt varð í flutningi Röggu Gísla átti
erfiða fæðingu en það bráðvantaði jólalag
á plötu Brunaliðsins. Jólin færðust óðfluga
nær og var textinn því gerður í fljótheitum.
Magnús hafði hent gys að því að 90% af
íslenskum jólatextum innihéldu um 200
orð sem svo væru sett saman með samteng-
ingum og atviksorðum. Textinn er þannig
leikur að því, lítið og sætt og barnslega
einfalt. Þar kveður við nýjan tón enda ekki
sungið um jólasveina, Betlehem eða Jesú-
barnið. Magnús átti aldrei von á því að lagið
yrði eitthvað annað en uppfyllingarefni og
hefur það gert honum þann óleik að verða
bæði vinsælt og gífurlega mikið notað.
Í myrkri og kulda' er gott að hlýja sér
Við draum um ljós og betri heim
Og lítið jólalag
Og léttan jóladag.
Og lítið jólatré
Og lítið jólabarn
Og nýja jólaskó
Og hvítan jólasnjó
Og fallegt jólaljós
Jólasveinninn kemur
Ég sá mömmu kyssa jólasvein
Þú komst með jólin til mín
Rut Reginalds
Þegar Magnús Kjartansson og félagar hans
í Júdas voru að leika í Keflavík á þjóðhá-
tíðardaginn 1973 steig ung stúlka á svið í
hæfileikakeppni barna og unglinga. Hún hét
Rut Reginalds og átti eftir að eiga skæran
feril sem barnastjarna en hún söng m.a. inn
á plöturnar um Róbert bangsa og Simmsala-
bimm sem var fyrsta eiginlega barnapoppp-
latan sem gefin var út á Íslandi.
Haustið 1977 söng Rut tvö jólalög í hressi-
legri kantinum á jólaplötuna Jólastrengir.
Þetta voru lögin Jólasveinninn kemur og Ég
sá mömmu kyssa jólasvein. Lögin slógu sam-
stundis í gegn eins og annað sem hún hafði
tekið sér fyrir hendur og í uppgjöri dag-
blaðsins á íslenska poppárinu um áramótin
hafnaði hún í öðru sæti sem söngkona ársins,
þá rétt ríflega tólf ára gömul.
Þó nokkrum árum seinna, eða árið 1989
fékk Björgvin Halldórsson Rut til liðs við
sig og sungu þau saman eitt af þekktari
jólalögum þjóðarinnar, Þú komst með jólin
til mín sem kom út árið 1989 á plötunni
Allir fá þá eitthvað fallegt. Lagið er ítalskt
að uppruna eins og svo mörg íslensk jólalög
sem er svo alveg sjálfstætt rannsóknarefni.
Jólin alls staðar
Vilhjálmur og Elly
Systkinin Vilhjálmur og Elly frá Merkinesi
voru gædd mikilli tónlistargáfu og einir
ástsælustu tónlistarmenn þjóðarinnar. Þau
voru bæði tónviss og með skýra framsögn
sem þau gátu vafalaust þakkað móður sinni
Hólmfríði sem söng með kirkjukórnum í
Höfnum í áratugi.
Að öðru leyti voru þau ólíkir söngvarar.
Vilhjálmur heillaðist af kántríslögurum en
Elly deildi ekki þeim áhuga hans, hún var
meira fyrir suðræna og seiðandi tónlist. Þau
höfðu bæði vítt tónsvið, Villi gat sungið upp
í skýin en Ellý fór niður í kjallara.
Síðasta plata þeirra systkina þar sem þau
sungu saman var jólaplata sem hitti beint í
mark og nýtur vinsælda enn í dag.
Nóttin var sú ágæt ein
Sigvaldi Kaldalóns
Sigvaldi Kaldalóns gerðist héraðslæknir
Keflvíkinga árið 1929 en af pólitískum
ástæðum settist hann að í Grindavík þar
sem vel var tekið á móti honum. Margir
hafa líkt dvöl Kaldalóns í Grindavík við
menningarlega vígslu en margir af kunn-
ustu listamönnum þjóðarinnar á þeim tíma
dvöldu á heimili þeirra hjóna til lengri
eða skemmri tíma. Má þar nefna Gunn-
laug Scheving listmálara, Einar Ben, Stein
Steinarr skáld og Ríkharð Jónsson mynd-
höggvara að ógleymdum Eggerti bróður
Sigvalda. Í sumum tilfellum var dvöl þess-
ara kunnu listamanna á heimili Sigvalda
ekki aðeins lyftistöng fyrir menningarlíf í
Grindavík heldur fyrir alla þjóðina. Þannig
hafa Grindavíkurár Gunnlaugs Scheving
hlotið þann sess að vera sérstakur kapítuli
í sögu íslenskrar myndlistar, eins konar
óður til íslenskra sjómanna með svipuðum
hætti og lag Sigvalda Kaldalóns „Suður-
nesjamenn.”
Nóttin var sú ágæt ein var samin við ljóð
Einars Sigurðssonar og vilja margir kalla
það eitt fegursta jólalag allra tíma en það
var frumflutt í Grindavík árið 1941.
Það snjóar
Nú mega jólin koma fyrir mér
Sigurður Guðmundsson
Sigurður Guðmundsson hefur verið vinsæll
á jólamánuðum undanfarin ár, en hann gaf
út með Memphismafíunni jólaplötuna Nú
stendur mikið til árið 2015 sem varð sígild
um leið og hún kom út. Tvo laganna hafa
verið eru talin ein af 10 bestu jólalögum
landsins skv. álitsgjöfum RUV. Þar flytur
Sigurður lögin Það snjóar og Nú mega jólin
koma fyrir mér en textana gerði snillingur-
inn (sem við Suðurnesjamenn getum því
miður ekki eignað okkur) Bragi Valdimar
Skúlason. Nú mega jólin koma fyrir mér
komst líka á lista hjá starfsfólki Íslands-
stofu fyrir stuttu sem flokkaði jólalögin eftir
málaflokkum stofunnar, skóstærð og augnlit
svo eitthvað sé nefnt.
Þá hefur Sigurður lengi átt gott samstarf
við söngkonuna Sigríði Thorlacius og er það
orðin hefð hjá þeim að slá í nýtt jólalag og
bjóða gestum á hátíðartónleika rétt fyrir jól.
Á öðrum sunnudegi aðventunnar
alhliða hreinsunarstarf á sér stað
þá söngperlur ég söngla ýmsum kunnar
og síðan læt ég renna í funheitt bað.
Þá allar spjarirnar ég af mér reiti
og öllum deginum við þvotta ver
ég skrúbba tærnar, skegg og lubba bleyti
ég skef úr eyrum svona að mestu leyti
þá mega jólin koma fyrir mér.
Dagný Maggýjar