Faxi - 01.12.2019, Page 42
42 FAXI
Þann 11. júní 2019 voru 25 ár síðan Reykjanesbær varð til og fyrsta bæjar-
stjórn sveitarfélagsins tók til starfa. Aðdrag-
andinn að sameiningu Keflavíkur, Njarð-
víkur og Hafna var nokkur og verður hér
aðeins litið aftur til þess tíma. Nafngiftin á
hið nýja sveitarfélag átti sér líka aðdraganda
og þar hitnaði hressileg í kolunum. Sennilega
hefur hávaði í kringum bæjarstjórnarfund
ekki verið jafn mikill hvorki fyrr né síðar en
á fundinum 15. ágúst 1995 þegar nafngiftin
var samþykkt. Tíðarandinn verður líka
rifjaður upp með þremur bæjarfulltrúum
úr fyrstu bæjarstjórn Reykjanesbæjar, Drífu
Sigfúsdóttur, sem var forseti bæjarstjórnar,
Jóhanni Geirdal og Jónínu Sanders.
Viðræður um fækkun sveitarfélaga á
Íslandi varð hávær á árinu 1993 þegar ríkis-
valdið hóf að leggja áherslu á sameiningu
sveitarfélaga í hagræðingarskyni. Í 20 ára
afmælisriti Reykjanesbæjar kemur fram að
umræður hafi verið heitar á Suðurnesjum.
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lét
því vinna skýrslu um hagkvæmi sameining-
ar sveitarfélaga á Suðurnesjum. Niðurstaðan
sýndi að sameining væri ekki hagkvæm á
þessu stigi. Skýrslan var gagnrýnd og há-
værar raddir urðu um að allar upplýsingar í
málinu hefðu ekki verið lagðar fram.
Hafnarbúar ákafastir til sameiningar,
Njarðvíkingar tregastir
Gengið var til kosninga 20. nóvember 1993.
Niðurstöður hennar sýndu að íbúar í Kefla-
vík, Njarðvík og Höfnum vildu sameiningu,
þó Njarðvíkingar hafi verið tregastir til en
58% kjósenda samþykktu. Hins vegar vildu
98% þeirra Hafnarbúa sem kusu sameinast
og 89% Keflvíkinga. Íbúar í hinu sveitar-
félögunum fjórum á Suðurnesjum höfnuðu
sameiningu. Í ljósi þessarar niðurstöðu
þurfti að kjósa að nýju meðal íbúa í sveitar-
félögunum þremur. Það var gert 5. febrúar
1994 og samþykkt með meirihluta atkvæða
kjósenda.
Hið nýja sveitarfélag gekk fyrst um sinn
undir nafninu Keflavík, Njarðvík og Hafnir
en umræður um nýtt nafn á sveitarfé-
lagið hófust strax. Þar með hófst nafna-
málið mikla og mönnum var heitt í hamsi.
Margir vildu að sveitarfélagið héti Keflavík,
þar sem það væri þekkt, m.a. út af Kefla-
víkurflugvelli. Njarðvíkingar bentu hins
vegar á að lofað hefði verið að finna nýtt
nafn á sameinað sveitarfélag. Því var efnt
til nafnakosningar 16. apríl 1994 og stóð
valið um fimm nöfn: Suðurnes, Reykjanes,
Hafnavík, Fitjar og Nesbær. Suðurnes hlaut
flest atkvæði og voru margir íbúar svo vissir
um að þetta yrði nafnið á bæinn, að farið
var að nota Suðurnesjabær sem nafn á hið
nýja sveitarfélag. Skemmtilegt að það skyldi
svo notað á sameinað sveitarfélag Garðs og
Sandgerðis.
Sveitastjórnarkosningar fóru fram 28.
maí 1994. Í sveitarstjórnarlögum er ákvæði
þess efnis að ný sveitarstjórn taki við
völdum 14 dögum eftir kosningar. Sá dagur
bar upp á 11. júní sem er því stofndagur
Reykjanesbæjar. Eins og sveitarfélagið hét
bæjarstjórnin fyrst um sinn bæjarstjórn
Keflavíkur-Njarðvíkur og Hafna. Fyrsti
fundur bæjarstjórnar var haldinn 21. júní í
fundarsal bæjarstjórnar á Tjarnargötu 12.
Á þeim fundi var Drífa Sigfúsdóttir kjörin
forseti bæjarstjórnar og Steindór heitinn
Sigurðsson 1. varaforseti. Jónína Sanders
var kjörin formaður bæjarráðs og Ellert
Eiríksson ráðinn bæjarstjóri. Hann hafði
gegnt embætti bæjarstjóra Keflavíkur.
Nafnamálið varð hitamál
Nafnakosning var kærð í tvígang en ákveðið
var að niðurstaða kosninga sem fram fóru
8. apríl, samhliða alþingiskosningum, skyldi
standa. Þá var einungis kosið um atkvæða-
flestu nöfnin frá fyrri kosningu, sem var
Reykjanesbær verður til
Fyrsta bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Ljósm. Oddgeir Karlsson