Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 43
FAXI 43
Suðurnes og Reykjanes. Suðurnes hlaut 45%
gildra atvæða og Reykjanes 55%. Alls 72%
sem greiddu atkvæði skiluðu hins vegar
auðu eða ógilduðu atkvæði sín, sem verður
að teljast býsna hátt hlutfall.
Nafnið Reykjanesbær var samþykkt í bæj-
arstjórn 15. ágúst 1995 með níu atkvæðum
gegn tveimur. Mikill styr stóð um fundinn
og sennilega hefur bæjarstjórnarfundur
ekki verið jafn hávær og þá. Í Víkurfréttum
17. ágúst var sagt frá þvi að vel á annað
hundrað manns hefðu þeytt bílflautur utan
við fundarsalinn í mótmælaskyni og þeir
sem voru viðstaddir fundinn púuðu. Þeir
vildu jafnframt að bæjarfulltrúar segðu af
sér. „Hefði ekki verið gert í Sovét,“ var ritað
í stóru letri á forsíðu blaðsins og þar vísað í
ummæli Kristjáns Gunnarssonar bæjarfull-
trúa á fundinum. Umræður bæjarfulltrúa
um nafnamálið urðu líka heitar.
„Ég get ekki búið við bæjarstjórn sem
fyrirlítur lýðræði,“ er haft eftir Rúnari
Júlíussyni tónlistarmanni í áðurnefndu tölu-
blaði Víkurfrétta, og tók hann þá ákvörðun
að selja húsið sitt. Hann hafði heitið því ef
Keflavíkurnafninu yrði „hent á dyr“ eins
og hann orðaði það. Rúnar fór þó hvergi
og eins og hjá honum sjatlaðist nafnamálið
með tímanum. Hann fann sér líka fljótt
annað baráttumál, tvöföldun Reykjanes-
brautar, sem er enn baráttumál.
---
Nú verður kveikt á síðasta
jólatrénu í Njarðvík
Hvernig upplifðu bæjarfulltrúarnir Drífa
Sigfúsdóttir, Jóhann Geirdal og Jónína
Sanders þessa tíma? Það rifjuðu þau upp í
ávarpi á hátíðarfundi sem bæjarstjórn hélt
í Stapa á afmælisdaginn, 11. júní sl. og gáfu
ritstjóra Faxa góðfúslegt leyfi til að birta
hluta úr því. Hafa verður í huga að þau
voru beðin um að hafa ávörp sín í léttari
kantinum.
Drífa Sigfúsdóttir:
Í dag eru ekki margir
bæjarbúar sem vita hvar
mörkin milli bæjarfélag-
anna Keflavík og Njarðvík
voru en Steindór Sigurðs-
son sagði ætíð að þegar
þið akið í holuna – þá vitið
þið að þið eruð komin í
Keflavík!
Hann sagði einnig að Hafnir hefðu
sameinast Njarðvík árið 1990 ef það hefði
ekki falið í sér að stjórnarmönnum í stjórn
HS hefði fækkað um einn. Upp úr 1990
jókst þrýstingur á að skoða sameiningu
og í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur, sveitar-
stjórnarráðherra var stofnaður starfshópur
til að vinna að sameiningu sveitarfélaga
og Ellert Eiríksson f.v. bæjarstjóri valdist
m.a. í starfshópinn. Hann sagði gjarnan að
hann væri meðreiðarsveinn Jóhönnu enda
ferðaðist hann víða um land til að boða
fagnaðarerindið.
Ég hef alla tíð verið fylgjandi sameiningu
sveitarfélaga og á þessum tíma reiknaði ég
út sparnað fyrir íbúana ef við fækkuðum
bæjastjórum, bæjarriturum, nefndum o.fl.
Þessar skoðanir féllu mismikið í kramið
hjá fólki. Í fjölskylduboðum hjá fjölskyldu
eiginmannsins varð tómarúm í kringum
mig enda fengu þau það með móður-
mjólkinni hve vondir Keflavíkingar væru.
Föðurbróðir hans var Karvel Ögmundsson,
sá er áður hafði slitið samstarfi Keflavíkur
og Njarðvíkur vegna ágreings um rafmagn.
Hann varð reyndar sá fyrsti í fjölskyldunni
á að jafna sig á sameiningunni en það tók
lengri tíma fyrir marga.
Skömmu fyrir kosningar um sameiningu
sveitarfélaganna á Suðurnesjum bauð Finn-
bogi Björnsson mér á fund til að ræða um
sameininguna hjá Kíwanisklúbbnum í Garði
ásamt Sigurði Ásbjörnssyni bæjarstjóra í
Sandgerði. Ég tók fljótt eftir að ræða mín
féll í grýttan jarðveg enda kom í ljós að allir
félagsmenn voru algjörleg á móti sam-
einingunni.
Jóhann Geirdal:
Þetta var á margan hátt
spennandi og skemmtilegur
tími með hæfilegri blöndu
af gleði, átökum og miður
skemmtilegum atburðum
sem allir leystust þó vel á
endanum. Þegar hugsað
er til baka á þessi lýsing
eflaust oft við en ég held ég geti fullyrt að
Úrklippa úr Víkurfréttum 17. ágúst 1995 þar sem fjallað var um bæjarstjórnarfund Keflavíkur,
Njarðvíkur og Hafna þar sem nafn Reykjanesbæjar var ákveðið.