Heimsmynd - 01.09.1986, Page 25
Fréttamenn geröu á síðasta ári sérstakan kjarasamning við fjármála-
ráðuneytið.
kæmi upp myndbandaþjónustu sem færi í
gang með haustinu. Með nýrri reglugerð
hafa orðið þær breytingar að í stað þess
að þurfa að leggja allt fyrir útvarpsráð
getur stjórnandi innkaupa- og markaðs-
deildar nú svarað snöggt af eða á.“ Pétur
telur stofnun innkaupa- og markaðs-
deildar veigamesta undirbúninginn fyrir
komandi samkeppni. Hann segir að í við-
bót við innkaup sé hlutverk hennar að
markaðssetja efni. Koma því á mynd-
bandamarkað. „Ásókn er töluverð í efni
sem hefur verið í sjónvarpi og fólk biður
um ýmislegt sem það langar að sjá aftur.
Markaðsdeild mun þar selja efni á kostn-
aðarverði. Það skiptir máli að vera með
myndbandadeild. Sumir erlendir aðilar
vilja selja sjónvarpsrétt og myndbands-
rétt um leið.“
Hinrik Bjarnason telur baráttustöðu
sjónvarps gagnvart annarri stöð góða.
Hann segir sjónvarpið vera í ágætum við-
skiptasamböndum og að erlendir aðilar
treysti ákvörðun þeirra. Hann segir að
erlendir seljendur hljóti samt að vera
uppveðraðir að fá nýja kaupendur. Hann
segist ekkert nema guðsfegin að fá nýja
stöð og telur sjónvarpið ekki illa und-
irbúið undir samkeppni ef það fái að taka
þátt í henni á sömu forsendum og keppi-
nautar. Pétur Guðfinnsson bendir á að
íslenska sjónvarpið er í Evrópubandalagi
sjónvarpsstöðva. „Það hefur hingað til
getað samið um einkarétt á Ólympíu-
leikum og heimsmeistarakeppninni í fót-
bolta. Lítið er enn vitað um efni nýju
sjónvarpsrásarinnar nema hvað þar mun
að öllum líkindum gefa að líta bæði Dall-
as og Dynasty. Hinrik Bjarnason segir
um þá þætti og undrun fólks á þeirri
tregðu að taka þá til sýningar í ríkissjón-
varpinu: „Það er erfitt að taka slíka þætti
sem hafa ekkert upphaf og engan endi og
sýna í sjónvarpi sem hefur 30 tíma út-
sendingu á viku. Það stuðlar að einföldu
sj ónvarpslandslagi.
Hugmyndir um fréttaútsendingar
STÖÐVAR 2 virtust, fyrir skemmstu að
minnsta kosti, ekki vera fullmótaðar. ís-
lensku fréttatímarnir hafa hins vegar
fengið hressilega andlitslyftingu eftir að
Ingvi Hrafn tók við og telja flestir hana
til bóta. „Það má segja að við höfum gert
okkur ljóst að þær þyrftu að verða líf-
legri,“ segir Pétur Guðfinnsson um frétt-
irnar: „Þær hljóta að verða okkar tromp í
komandi samkeppni. Ég á erfitt með að
ímynda mér að önnur sjónvarpsstöð hér-
lendis geti boðið upp á jafn margbrotnar
fréttir. “
Á blaðamannafundi nýlega boðuðu
þeir Jón Óttar Ragnarsson og Hans
Kristján Árnason, forsvarsmenn
STÖÐVAR 2, að mismunandi verð yrði
Nýja myndin á bak við fréttaþulina síðasta vetur, fréttapörin, karlmaður og kona, sem lesa blaðlaust
fréttirnar. Jafnvel léttar athugasemdir þegar veðurfræðingurinn er kynntur eru merki komandi sam-
keppni.
Aðstandendur STÖÐVAR 2 boða nýjungar á sjónvarpsmarkaði.
HEIMSMYND 25