Heimsmynd - 01.09.1986, Page 27

Heimsmynd - 01.09.1986, Page 27
„Ég á erfitt með að ímynda mér að önnur sjónvarpsstöð hérlendis geti boðið uppá jafn margbrotnar fréttir.“ lags fréttamanna sem gerður var á síðasta ári. Aðrir starfshópar á sjónvarpi hafa ekki fengið kjarabætur nema hvað fjár- málaráðuneytið hefur einnig gert sér- stakan samning við rafeindavirkja sem starfa hjá ríkinu. Pétur Guðfinnsson bendir á að Einar Sigurðsson fór til ís- lenska útvarpsfélagsins af ríkissjónvarp- inu á sínum tíma. Páll Þorsteinsson hefur einnig yfirgefið Rás tvö fyrir sama kom- paní. Hvað snertir aðrar starfsstéttir en fréttamenn segir Pétur að það hafi verið örlög ríkissjónvarpsins eins og ríkisstofn- ana víðs vegar annars staðar að vera uppeldisstöð fyrir tæknimenn. Forvígismenn íslenska sjónvarpsfé- lagsins sögðu á blaðamannafundi fyrir nokkru að stefnt væri að því að nota mikið þjónustu fyrirtækja úti í bæ við þáttagerð og forðast mikla yfirbyggingu. ..Sjónvarpið hefur oft falið fyrirtækjum úti í bæ verkefni,“segir Pétur Guðfinns- son. „En Sjónvarpið er með tækjabúnað og mannskap sem ber að gjörnýta. Þegar keypt er vinna annars staðar er alltaf verið að borga líka fyrir tækjabúnað og annað. Upptökubifreið sjónvarpsins ger- •r okkur kleift að ná beint myndum af stóratburðum. A afmæli Reykjavíkur var hann til dæmis nýttur. Það er ólíklegt að aðrar sjónvarpsstöðvar verði með slíkan bíl.“ Nýjungum og aukinni samkeppni fylgir meiri eyðsla. „Ég held að tekjur hafi nokkurn veginn staðist áætlun,“segir Pétur Guðfinnsson. „Það má segja að eyðslan hafi kannski verið helst til hröð í fréttum. Umsvifin hafa verið meiri en gert var ráð fyrir í fjárlögum." -En hvað með sögur um að innlend dagskrárdeild hafi eytt úr hófi? „Aður en árið var hálfnað var deildin búin með meira en helming af þeim fjár- munum sem hún átti,“segir Pétur. En framundan voru þá fjórir léttir mánuðir. Ég hef engar verulegar áhyggjur af fjár- hag hennar. En á fréttadeild er ekkert sem heitir árstíðasveiflur. í fyrra var reynt að vera með ódýrar fréttir í sex vikur. Við hlutum engar þakkir fyrir það. Núna eru þær keyrðar á fullum dampi í tólf mánuði.“ Það er að byrja að volgna undir kötl- Unum og framundan eru spennandi tímar fyrir unnendur sjónvarps. Tíminn einn leiðir í ljós hvernig krásirnar bragðast. Við hverju við gleypum og hverju verður leift. Mannabreytingar hafa orðið talsverðar á fréttastofu sjónvarps á undanförnu ári. Guðni Bragason frétta- maður er einn þeirra sem bæst hafa í hópinn. Það verður örugglega þungur róður fyrir nýja sjónvarps- stöð að standast fréttadeild sjónvarpsins snúning. Kvöldstund Megasar með listamanninum Bubba er án efa einn minnisstæðasti þátturinn í syrpunni Kvöldstund með listamanni. Hann var einnig dæmi um hve viðhorfin breytast hratt. Ef þessi þáttur hefði verið sýndur fyrir fimm árum hefðu lesendadálkarnir að öllum líkindum fyllst af umkvörtunum. Núna var gerður góður rómur að. HEIMSMYND 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.