Heimsmynd - 01.09.1986, Page 30

Heimsmynd - 01.09.1986, Page 30
Hann hefur reynst ótrúlega hugmynda- ríkur, margar hugmynda hans hafa þótt djarfar og jafnvel óraunsæjar þótt reynslan hafi sýnt annað. Innan skamms verður vígt fimm þúsund fermetra hús- næði til viðbótar við núverandi byggingar í Þverholtinu þar á meðal annars að vera verksmiðja „sem á engan sinn líka í ver- öldinni." Hvort frumleikinn er fólginn í einhverju í sambandi við húsnæðið sjálft, tækjakost eða vöru skal látið ósagt. Ég veit það ekki og enginn bankastjóri held- ur. „Meira að segja Jóhannes Nordal sem formaður Iðnþróunarsjóðs sem lán- ar okkur um 40 milljónir veit ekki hvers konar verksmiðju er um að ræða,“ segir hann og hlær. Davíð Scheving andar ekki leyndarmálinu, segist orðinn þreyttur á sporgöngumönnum, sem reyni að stela hugmyndum hans jafnóðum. Banka- stjórar láni honum, persónunni Davíð fremur en Smjörlíki eða Sól. Og ef illa fer? „Það má ekki gerast,“ segir hann og fórnar höndum. „Þá fer fyrirtækið á hausinn." Og Davíð er ekki aðeins að leika með eigið fé. Hans hlutur í Smjörlíki hf. og Sól hf. er innan við sex prósent, en Sól hf. var stofnað 1972 í þeim tilgangi að » Meira að segja Jóharmes Nordal formaður Iðn- þróunarsjóðs sem lánar okkur 40 milljónir veit ekki hvers konar verk- smiðju er um að rœða. framleiða appelsínusafa, því ekki þótti tilhlýðilegt að láta Smjörlíki standa utan á umbúðum ávaxtasafa. Um þrír fjórðu hlutar framleiðslu þess- ara fyrirtækja er til orðið í stjórnartíð Davíðs Scheving og til marks um aukin umsvif fyrirtækisins frá því að hann kom til sögunnar má benda á að upphaflegt húsnæði verksmiðjunnar er aðeins fimm prósent af núverandi húsnæði. Davíð Scheving rekur fyrirtæki sem samkvæmt nýlegri skoðanakönnun er hið best rekna í landinu. Hann rekur það eins og hann ætti það einn, sagði einhver. Hann vflar ekki fyrir sér að nota hvert tækifæri til að tengja nafn sitt eða persónu afurðum fyrirtækisins. Drekkur Svala á almanna- færi og frægt var Trópicana-tríóið hjá Vinnuveitendasambandinu þegar hann var þar í samningaráði. Því kemur það mörgum á óvart að hann skuli ekki vera stærri hluthafi í fyrirtæki sínu en raun ber vitni. Hvað vakir fyrir honum? „Þú spyrð eins og konan mín, þegar ég sagði henni nýlega frá mjög hagstæðum samningum sem ég náði. -Fyrir hvern ertu að græða Davíð? Jón Óttar og nýja sjónvarpsfélagið?" spurði hún. Og hann hlær. En faðir Jóns Óttars var Ragnar Jónsson kenndur við Smára og stór eig- andi í Smjörlíki hf. En hann segir að það fyrirtæki muni ekki fá fyrirgreiðslu varð- andi auglýsingar fremur en önnur. En fyrirtækin Smjörlíki og Sól hf. auglýsa vafalaust meira í blöðum, tímaritum, út- varpi og sjónvarpi en flest önnur sam- bærileg fyrirtæki. „Um þrjú prósent af veltunni fara í auglýsingar," segir hann sjálfur. Skrifstofa Davíðs er lítið stærri en önn- ur skrifstofuherbergi í húsnæðinu í Þver- holti. Þar hitti ég hann fyrst og augljóst var að hann hafði undirbúið komu mína. Vart varð þverfótað fyrir nýjum umbúð- um um Svala til útflutnings, lok af dós sem gaf honum hugmyndina að Trópí- cana upphaflega, Soda-stream flaska úr terelyni, nokkrar menjar um hugmynda- augði hans gegnum tíðina. Mottó hans er að gera ekkert sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.