Heimsmynd - 01.09.1986, Page 40
Og ekki láta Reykvíkingar sitt eftir
liggja í hinni eilífu leit að listinni. Sé
borgin borg meðal borga er veggjum
hennar sem annarra viss vörn í olíuborn-
um striga, hanga af nöglum þeirra mis-
jafnlega raundýrar myndir eftir misjafn-
lega raunalega listamenn. Og stað-
reyndin er sú að Reykjavík, þessi aðeins
tvö hundruð ára gamli verslunarstaður,
er örugglega ein myndvæddasta borg
þessa heims. Yfir hvern einasta sófa í
hverri einustu stofu hennar slútir nokk-
urra kílóa þungt málverk og inn í allar
vistarverur nútímans þrengja sér vatns-
litamyndirnar; ætingarnar og kopar-
stungurnar. Jafnvel frammi á gangi
hanga nokkur verk af blandaðri tækni.
Því kúnstin að raða myndum á veggi er
örugglega ein sterkasta heimilishefð okk-
ar íslendinga og stofumálverkin senni-
lega ein ríkasta hefðin í okkar annars
stuttu myndlistarsögu.
En þá bregður svo einkennilega við að
ekki er að finna í þessari myndaborg eitt
einasta gallerí í alþjóðlegri merkingu
þess orðs. Ekki einn einasta anga af því
þéttriðna listmarkaðsneti sem teygir sig
yfir öll landamæri hins vestræna heims.
Þess í stað búum við við heimtilbúna
útgáfu af því sem samanstendur af
nokkrum sölum sem opnir eru svotil
hverjum sem er til leigu, einu sölugalleríi
sem lifir á því að selja allar tegundir af
söluhæfri myndlist með léttri blöndu af
híbýlagrafík og hvunndagskeramík. Með
almennum sýningum sínum og prósent-
um kemst það þó næst því að vera gallerí
með stórum staf. Auk þessa er hér að
finna nokkur félagsgallerí, veitingastaði,
listasöfn og uppboðshaldara sem standa
fyrir stopulu sýningarhaldi, að ógleymd-
um fjölda rammagerðargallería sem oft-
lega luma á skemmtilegri jaðarlist við
alþýðuhæfi. En sem fyrr er það algengast
hér á landi að menn leigi sér sal, sýni og
selji, sendi boðskort og troði sér í helgar-
dálka dagblaðanna sér til auglýsingar.
Beri sjálfir allan kostnað og hirði þá að
vísu einnig gróða ef einhver er. Sjálfs-
eignarbúskapur eins og kenndur er á
búnaðarskólum.
í þessa staði snúa sér síðan algengir
40 HEIMSMYND