Heimsmynd - 01.09.1986, Page 41
Nýtt, en pottþétt.
Jóhanna Kristín Ingvadóttir 1986 (Gallerí Borg).
íbúðareigendur, sem nýlokið hafa því að
fylla gólf sín húsgögnum og heimilistækj-
um, þegar röðin er komin að veggjunum,
sem æpandi hvítir kalla á athyglisdreif-
andi eða -aukandi augnayndi.
Eins og áður segir blasa við manni
algengustu listviðskiptin í formi einka-
sýninga listamanna, rauðir blettir á
veggjum salanna. En ólíklegt er þó að
þar sé um meirihluta markaðarins að
ræða. Líklegra er að hann liggi jafnvel
hjá því eina sölugalleríi sem hér starfar.
Þá hafa ýmsir aðilar staðið fyrir uppboð-
um undanfarin ár, en því miður hefur illa
verið að þeim staðið og margur myndlist-
armaðurinn farið þar fyrir lítið þar sem
ekkert lágmarksverð hefur verið tryggt.
Öfugt hefur því hinsvegar verið farið á
myndakvöldum hinna ýmsu Læons-
klúbba þar sem haldin eru uppboð í góð-
gerðarskyni með einhverjum prósentum
þó til þeirra sem verkin til leggja. Eru
þau haldin að loknu borðhaldi og bar-
ferðum og kemur því stemmning síst í
veg fyrir fjörug tilboð þegar stórir kallar
keppast um að sýnast stærri. Þá er ótalin
salan sem fram fer á vinnustofum þjóð-
málaranna og hvergi er skráð né til skatta
færð. Einkennandi fyrir okkar tíma er
einnig stofnun margra samvinnugallería
þar sem lokaður hópur stendur saman að
rekstrinum og ku víst ganga vel.
Einna forvitnilegastir í þessum annars
skrautlega bransa eru sjálfir kaupendurn-
ir, og kennir þar ýmissa grasa. Fræg er
lýsing Guðbergs á konum að spá í myndir
og hittir hittinn þar vel í mark. Hugsun
heimilisins hefur löngum legið í lófum
þeirra og því skiljanlegt að í framhaldi af
henni komi kaup á veggskreytingum í
þeirra hlut. í sölum borgarinnar getur
einatt að líta strollandi betrikonur með
löng ættarnöfn í eftirdragi og barðastóra
hatta sem vilja snertast létt þegar spáð er
í hvort sem er málverk úr yfirþungavigt
eða létta mónótýpu. (Þó hér sé klisja á
ferð er ekki hægt að neita henni, hún er
staðreynd.) Þetta eru eiginkonur efnaðra
manna sem ef til vill þurfa að skreppa útí
bíl og tala mann sinn til áður en gengið er
frá litlum rauðum punkti við hlið verks-
ins. Þessi kvennahópur er þó fjöl-
HEIMSMVND 41