Heimsmynd - 01.09.1986, Side 45

Heimsmynd - 01.09.1986, Side 45
stóra fjölskyldu og sterka ættingja sem hægt er að selja fyrstu sýningarnar. Mikilvægt er líka að breyta ekki útaf vin- sælum stíl því sjái fólk verk ákveðins listamanns hjá kunningjum sínum vill það eignast annað svipað. Uppa-hreyf- ingin hefur haft sín áhrif á nýjustu kyn- slóðina og má segja að nú sé kominn fram mótleikurinn við hinum léttklikk- aða bóhemíska listamanni. Ungt listafólk er eins og hvert annað athafnafólk á framabraut og liggur ekki lengur í fylleríi uppá risherbergi innan um litatúbur og strigastranga, en bregður sér þess í stað á barina rétt fyrir lokun að loknum anna- sömum starfsdegi við bréfaskriftir og samningsgerðir. Þar hittir það kunningja sína sem á uppleið eru í öðrum geirum og reynir þá e.t.v. að beina tali að munn- legri sölu. Þeir útsjónarsömustu fást mestmegnis við grafík og aðra léttari myndgerð, sem einna best gengur að selja nú til dags, er á viðráðanlegu verði fyrir viðráðanlegt fólk og mikið tekið til gjafa. Athyglisvert er þetta grafíkæði í íslendingum, þar sem myndin er oft prentuð í einum fjörutíu eintökum og því e.t.v. sjáanleg á jafn- mörgum heimilum, en kostar vart minna en orginal teikning sem aldrei verður endurtekin. Skýringin er mögulega sú að grafíkin hérlendis er mjög tæknilegs eðlis og áferðarfalleg, allt að því meinlaus, í vönduðum römmum stálslegnum eða viðarlitum undir gleri sem vel fara við hinar nýrri húsgagnalínur frá Casa og Ikea. Málverk eru því mjög í minnihluta á sölulistum unga fólksins og mörgum þykja þau of dýr, enda verð þeirra oft á við mánaðarlaun dagvinnufólks. En þó skal mönnum bent á það að verð hefur staðið í stað nú á annað ár vegna þenslu- minnkunar í þjóðfélaginu, þannig að nú ætti að vera rétti tíminn til þess að kaupa málverk áður en til kosninga kemur og stjórnarskipta með lausbeislaðri verð- bólgu á öllum sviðum. Listamennirnir eru nefnilega alltaf tilbúnir til að selja og boltinn því ætíð hjá kaupandanum. Ef heppnin er með eru málverk örugglega langbesta fjárfestingin, ef mönnum tekst til dæmis að krækja sér í ódýr byrjunar- verk verðandi stórmálara. En svo getur líka illa farið og það sem mönnum þótti tíðindum sæta í nútímanum hangir síðan eins og hvert annað dauðyfli á veggjum framtíðarinnar. Listin verður ekki í peningum vegin, eins og minnst var á hér í upphafi, en spurning er þó hvort verðlagning lista- verka sé ekki hinn eini áþreifanlegi mæli- kvarði á listgildi þeirra sem við eigum völ á. Því varla er það tilviljun ein að bestu verk heimslistarinnar eru jafnframt þau dýrustu. HEIMSMYND 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.