Heimsmynd - 01.09.1986, Page 46
„I öllum þjóðfélögum, þar sem ríkir einhver jöfnuður,
gera miðaldra menn sér grein fyrir því að hlutskipti þeirra
verður einhvern tíma hið sama og hinna öldnu í dag,“ segir
Simone de Beauvoir meðal annars í bók sem hún hefur rit-
að um ellina. Hún bendir á að það er boðskapurinn í
Grimmsævintýrinu þar sem bóndinn lætur föður sinn
borða úr litlu viðartrogi einan og yfirgefinn. Dag nokkurn
finnur bóndi svo son sinn þar sem hann er að smíða trog.
„Þetta er handa þér þegar þú verður gamall," segir stráksi
við föður sinn. Samstundis fær afinn sinn sess aftur við fjöl-
skylduborðið.
FJOLSKYLDAN er enn mesta stoð aldraðra sam-
kvæmt bandarískum könnunum. Samkvæmt þeim þiggja
aldraðir, sem ekki hafa farið á stofnanir, hjálp að mestu
leyti frá fjölskyldu, eiginkonu eða börnum. Dætur eru aðal
hjálparhellur roskinna mæðra samkvæmt sömu könnun-
um.
„ÖLDRUNARÞJÖNUSTA hér á íslandi er tilkomin
af þróun sem hófst eftir stríðið. Þá flykktist fólk úr dreifbýli
í þéttbýli. Fjölskyldan, sem hafði verið framleiðslueining
og þjónustueining, hætti alveg að vera framleiðslueining
og mikið til þjónustueining. Gamalmenni áttu ekki lengur
sess innan fjölskyldunnar," segir Þór Halldórsson yfirlækn-
z
ir á öldrunardeild Landspítalans. ,,Sá hópur sem fluttist í »
o
þettbylið þarf á öldrunarþjónustu að halda á þessum ára- ^
z
tug,“ segir hann.
eftir Sigurð Valgeirsson
46 HEIMSMYND