Heimsmynd - 01.09.1986, Qupperneq 51

Heimsmynd - 01.09.1986, Qupperneq 51
EINAR ÓLASON „Var mikill jarðarfararprestur“ í verkamannabústað við Meðalholt í Reykjavík á annarri hæð býr séra Por- steinn Björnsson sem margir kannast að minnsta kosti við fyrir að hafa sungið Ó Jesú bróðir besti sem oft hefur heyrst í óskalögum sjúklinga. Porsteinn hefur ennþá hljómmikla, djúpa röddina en er hættur að beita henni við söng og messu- gjörðir. Hann fór á eftirlaun árið 1979 og hefur ekki fengist við prestskap síðan nema hvað hann neitar fólki ekki um að skíra enda er það hans uppáhaldsembætt- isverk. Þorsteinn er 77 ára. „Það var annað hvort guðfræðin eða læknisfræðin sem ég hafði áhuga á,“ segir hann. „Ég var alinn upp í KFUM hjá séra Friðrik sem mér þótti vænt um.“ Eftir að hafa lokið guðfræðináminu stundaði Þorsteinn prestskap. Byrjaði sem aðstoðarprestur hjá sr. Sveini Guðmundssyni í Árnesi í Árneshreppi. Hann var aðstoðarprestur hans í ár og var þar síðan prestur í ein sjö ár. „Ég á skemmtilegar endurminningar þaðan enda náði ég þar í konuna mína sem hefur reynst mér vel.“ Næst var Þor- steinn prestur á Þingeyri. Þar var hann í svipaðan tíma og í Árnesi. Svo sótti hann um í Fríkirkjunni í Reykjavík og var kosinn. Sigraði þar bæði Emil Björnsson og Árelíus Níelsson. Þorsteinn var 69 ára þegar hann hætti prestskap og segist hafa verið orðinn lúinn þegar hann hætti. „Ég „Gat komist upp í viku þar sem ég jarðadi á hverjum degi. Mér fannst stundum eftir þannig tarnir að ég vœri sjálfur nœr dauða en lífi.“ var mikill jarðarfaraprestur. Gat komist upp í viku þar sem ég jarðaði á hverjum degi. Mér fannst stundum eftir þannig tarnir að ég væri sjálfur nær dauða en lífi.“ „Annars má segja um ellina að hún hafi virkað þannig á mig að ég hef orðið latur. Og það sem ég hef mest fundið fyrir er minnið. Ég hrökk við þegar ég kom ekki fyrir mig nöfnum góðkunn- ingja.“ -Er heilsan annars ágæt? „Já, það má segja það. Ég fékk í augun einu sinni og fór að sjá allt tvöfalt. Það lagaðist smám saman. Ég fékk þetta svo aftur ekki alls fyrir löngu en það er aftur farið.“ -Hver eru helstu hugðarefni þín? „Ég keypti stundum bækur til að lesa í ellinni. Það hefur nú orðið minna úr því en til stóð. Ellinni hefur fylgt ansi mikil leti.“ -Hvernig gengur að komast af? „Það má varla minna vera. Konan er öryrki og fær 10.000, það lagar það dálítið. Eft- irlaunin mín með öllu eru 30.000. Við skrimtum af þessu.“ Uppi á veggjum hjá Þorsteini er mikið af myndum eins og gjarnan er þegar aldur færist yfir. Á vegg fyrir framan okkur eru fermingarmyndir af börnunum hans átta. Sjö strákum og einni stúlku. Barnabörnin eru orðin sautján. -Myndirðu telja elliárin hamingjusöm ár? „Þau ættu að geta verið það,“ segir Þorsteinn. „Ef þetta hefði ekki komið fyrir konuna. Hún datt aftur fyrir sig í stiganum og blæddi inn á heilann. Til allrar hamingju skaddaðist hann ekki en fallið hefur þó dregið dilk á eftir sér. Hún er ekki söm á eftir. En við höfum þó komist til Ameríku og Spánar eftir að ég fór á eftirlaun." -Þú hefur talsvert kynnst elli og dauða í þínu starfi. Er það ekki rétt? „Það er svo sem ýmislegt sem maður hefur kynnst. Þar finnst mér hjónaskiln- aðir leiðinlegastir. Og ef ég væri spurður hvað ég teldi valda þar mestu um mundi ég segja að það væri vínið. Ég man að einu sinni kom til mín kona og sagði: „Ég get ekki búið lengur með þessum ræfli. Hann er kominn í brennivínið." Svo kom maðurinn til mín og ég byrjaði: „Það er vínið.“ og hann svaraði: „Já, hún drekk- ur talsvert.“ -Hver eru viðhorf þín til dauðans? „Það er eiginlega bara hin kristilega skoðun að menn lifi eftir dauðan. Sann- ast að segja hef ég orðið hrifnari af ka- þólskunni eftir að ég eltist. Lútherstrúin er svo hörð. Samkvæmt kenningum hennar ferðu annað hvort til himnaríkis eða helvítis. Það er ekkert millibil. Ka- þólikkar hafa millibil. Hreinsunareldinn. Hvernig sem hann er nú.“ -Hver eru viðhorf þín til elliheimila? „Ég vil heldur vera heima. En konan er meira á móti því að fara á elliheimili en ég.“ -Þú söngst Ó Jesú bróðir besti inn á plötu. Söngstu fleiri sálma? „Já en en Ó Jesú bróðir besti féll sér- lega vel að röddinni í mér. Ég hafði gaman af að syngja en ég hefði aldrei getað orðið neinn verulegur söngvari. Það er alveg makalaust hvað ég á erfitt að læra ljóð,“ segir Þorsteinn og hlær. HEIMSMYND 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.