Heimsmynd - 01.09.1986, Blaðsíða 57

Heimsmynd - 01.09.1986, Blaðsíða 57
EINAR ÓLASON „Þyrfti enginn að láta sér leiðast“ „Frá því að ég lauk Verslunarskólan- um árið 1930 vann ég við fyrirtæki föður míns. Seldi þar allt mögulegt. Grammó- fónplötur, hjólhesta og saumavélar. Það var mikið að gera. Lifandis ósköp mikið að gera,“ segir Sigríður Elín Ólafsdóttir sem er komin á sjötugasta og sjötta aldursárið. „Árið 1940 gifti ég mig og ég á indælan son,“ heldur hún áfram. Sig- ríður er þeldökk á hörund af mikilli úti- veru. Grannvaxin og manni dettur frekar í hug tíu ára stelpa en öldruð kona þegar hún fer léttstíg eftir stofugólfinu í íbúð sinni við Njálsgötu þar sem hún býr ein. Ástæðan fyrir því hve Sigríður Elín er hressileg tengist megináhugamálum hennar: sundi, göngum og ferðalögum. „Ég er félagi í Ferðafélagi íslands. Ég er búin að ganga vítt og breitt um allt ísland frá 1960.“ Sigríður hefur einnig mikið ferðast erlendis. „Ég fór til dæmis í heimsreisu árið 1966 með dönsku ferða- félagi og sá þá öll Austurlönd nær og fjær, Indland og Nepal. Fór yfir Norður- pólinn og sá upphaf norðurljósanna, stjörnur og tungl. Það var sýn sem ég var heppin að sjá. Það var dýrðarinnar djásn að sjá það. Ég skrifaði dagbækur á hverj- um einasta degi í þessum ferðum.“ Sig- ríður Elín fer og nær í bunka af kortum og skjölum úr ferðalögum sínum. Hún segist ætla að fara eitthvað í ár en er ekki búin að ákveða hvert. „Ég fer í hóp. Ég hef ellistyrkinn og svo fékk ég smáarf eftir foreldra mína,“ segir hún, spurð um hvort ferðirnar séu ekki dýrar. „Ég hef alltaf farið á haustin. Ég vil ekki tapa vorinu og sumrinu á íslandi.“ Annað aðaláhugamál Sigríðar er sund- ið. Hún segist vera búin að synda frá því hún var sex eða sjö ára. Hún segist alltaf synda þúsund metra á dag. Þar til fyrir nokkrum árum synti hún 2500 metra á dag. Hún segist synda þúsund metrana á hálftíma. „Þú hefur gagn af 500 metr- um,“ segir hún. „En það er auðveldara að fara seinni 500 metrana. Maður léttist eitthvað í þessu.“ Sigríður segist aðallega snúast eitthvað fyrir fólk í viðbót við útiveruna og lík- amsræktina á daginn. Hún segist hafa verið ákaflega heilsuhraust um dagana og þakkar það hollu líferni. „Ég veit að ég hef hendur og fætur,“ segir hún og lyftir höndunum. „En ég verð bókstaf- lega aldrei veik. Ég hef aldrei reykt,“ segir hún. „Ég er bara eins og sauðkind- in. Borða bara.“ -Er aldrei einmanalegt að vera einn og aldraður? „Nei, guð hjálpi mér. Það ætla ég mér aldrei að vera og þarf þess ekki. Það þyrfti enginn að láta sér leiðast. Fólk sem hreyfir sig ekki á að drífa sig út. Anda að sér fersku lofti og sulla í laugum. Það myndi bjarga því sálarlega og heilsufars- lega. Maður er löngu hættur að tala um þetta,“ segir hún,“ að fenginni biturri reynslu. En ég er þakklát fyrir að ég hef haft vit á að stýra mínu lífi.“ Sigríður segist þekkja urmul af fólki í gegnum sundið. „Það er stærri hópur sem ég hef ekki nöfn á. Þetta fólk er yndislega gott við mig. Heilsar mér í tugatali. Eins og ein kona sagði við mig: „Þetta er hún Sigríður laugasól." Það var nú svo falleg kona.“ Sigríður segist hafa átt bíl einu sinni í fjögur ár en aldrei lært að aka. Hún segist ganga allra sinna ferða. „Ég geng í Garðabæ, upp að Geithálsi. Á kvöldin skrepp ég stundum inn að ám á hita- veitustokkunum áður en ég fer að sofa.“ -Þú ert ákaflega brún. „Já, ég er brún allt árið. Stundum köll- uð brúna konan í laugunum. Faðir minn var dálítið dökkur á hörund og líklega hef ég fengið það í arf frá honum. Ég var alltaf dökk. Auðvitað stunda ég líka sól- böð. Það er lítið sem fellur af manni í nóvember og desember. Sólin kemur svo aftur þann 14. janúar. Aðalsólarmánuð- urnir eru mars, aprfl og maí. Það var kalt í maí en sól í þrjár vikur. Kuldinn gerir mér ekkert til,“ segir Sigríður. Sigríður er trúuð. Hún segist hafa beð- ið sínar bestu bænir á fjallatindum. Hún segist ekki fara mikið í kirkju en biðjast fyrir bæði kvölds og morgna. „Mér finnst það ekki góð lýsing að segjast vera trúað- ur,“ segir hún. „En ég finn að það er til almætti. Ég bið bænir hvar sem ég er stödd. Heima hjá mér, í sundlaugunum. Og ekki bara fyrir mér. Ég þakka guði mínum fyrir allt sem ég fæ að njóta. Fyrir nokkrum árum las ég alla biblíuna á ein- um vetri. Ég met og virði þá bók mikið. Það þarf að lesa hana til að geta rökrætt við sjálfan sig og aðra. Það er spennandi að geta rökrætt allt í biblíunni. Ég les einnig mikið fræðibækur um himingeim- inn, landafræði, ég hef líka grúskað í fornfræðum og yfirleitt öllum náttúru- fræðum og les til dæmis allar bækur Cayce.“ -Þú telur að það sé líf eftir dauðann? „Svo sannarlega. Fólk á að hafa það í huga hvernig það lifir hér. Maður fer á ákveðna hillu eftir dauðann eftir því hvernig maður hefur lifað lífinu. Það er alveg geysilegt viðfangsefni að vera sann- kristinn maður. Að lifa í líkingu við það er Kristur gerði er geysimikið atriði." HEIMSMYND 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.