Heimsmynd - 01.09.1986, Síða 63

Heimsmynd - 01.09.1986, Síða 63
hurðin fer aftur. Eftir að þessir atburðir gerðust heyrði Jón sögu Appollóníu Schwarztkopf og seinna kvaðst hann hafa komist í sam- band við hana í andaglasi. Spurði hann hana þá hvort hún hafi verið konan sem vitraðist sér með börnin og játti hún því. Næst spurði Jón hví hún væri svo bundin við þennan jarðneska heim og svaraði hún því til að hún hefði syndgað svo mikið, það er tekið sjálf inn eitur og kennt það öðrum. Börnin skýrði hún svo að þegar hún fyrirfór sér hafi hún gengið með tvíbura. Að síðustu spurði Jón hana hvað hun hefði ætlað að segja þegar hann hefði hrokkið við og sagðist hún þá hafa ætlað að biðja hann um að biðja fyrir sér. Lauk þar með þessu sérstæða samtali. Jón varð seinna var við ýmsa reimleika á Bessastöðum, heyrði umgang, heimreið og högg án þess að nokkur lifandi mannvera væri sýnileg. Þann tíma sem Einar H. Kvaran bjó á Bessastöðum nokkru síðar, bar það svo við að kona hans naut ekki hvíldar í svefni. Hún hafði orðið vör við einhver ókennileg áhrif, einkum í rúminu á kvöldin, rétt eins og hún yrði fyrir veikum rafmagnsstraumi. Var hún magnlaus og eins og ber- dreymnari en áður. Einhvern veginn komst inn í huga hennar að þarna væri ósýnileg vera á sveimi sem eitthvað gengi að og væri að leita liðsinnis. Ákvað hún því að hugsa gott til verunnar og biðja fyrir henni, „ef hún væri nokkur." Einar heldur áfram: „Nú brá svo við, þegar hún fór að gera þetta, að mátturinn tók að aukast og líð- anin að verða betri. Svo var það eitt kvöld ekki löngu síðar, þegar magnleysið var liðið frá, að við hjónin lágum vakandi í rúmum okkar. Þá sá konan mín kvenveru koma frá einu horninu í svefnherberginu, ganga fram hjá rúmgöflunum og staðnœmast við rúmhliðina hjá sér. Hún sá veruna all- greinilega; hún hélt um hárið ófléttað með vinstri hendinni, líkast því, sem hún vœri eitthvað að gera við það. Hægri hendinni hélt hún á lofti, og það flaug í gegnum huga konunnar minnar, hvort hún væri að greiða sér. Þá sagði konan mín við mig: „Nú hefi ég þó áreiðanlega séð nokkuð. Þetta er ekki missýning. “ Veran virtist glaðleg, brosleit, og hún kinkaði kolli til konunnar minnar. Með- an veran var á leiðinni fram með rúminu, fanst konunni minni leggja um sig algert máttleysi. Þá hvarf sýnin. “ Magnleysið og óþægindatilfinningarn- ar tóku sig aldrei upp eftir þetta en það gerðist tvisvar á miðilsfundum að konu Einars bárust þakkir frá þessari kvenveru með ófléttaða hárið. Var því haldið fram að veran hefði staðið undir valdsáhrifum annarrar lakari veru og þurft að leita Hólm mæðgur gáfu kirkjunni að Bessastöðum forláta kertastjaka sem enn eru varðveittir þar. Áhöld eru engu að síður um hvort gjöfin hafi nægt til að bjarga sálu þeirra fyrir horn eða þá hvort þess hafi gerst þörf. hvað snemma sé komið með kaffið, þar sem hann hafi ekki beðið um það fyr en sex og hálf. Ekki kemur honum annað til hugar en að þetta sé önnur hvor stúlkan. Og hann segir: „Kom inn“. Þá er hurðinni lokið upp og í dyrunum stendur kona. Hún leiðir tvö börn, sitt við hvora hönd. Þau eru pínulítil, eins og nýfædd börn, og með augun aftur. Samt er eins og þau standi á gólfinu. > Hann athugar konuna vandlega, og kveðst muna betur eftir henni en nokkrum manni, sem hann hafi séð í svip. Hún var raunamædd á svipinn, meðalkvenmaður á hæð, nokkuð þrekin og breiðleit; stóreygð, gráeygð og úteygð; augabrúnirnar Ijósar og snöggar; hárið skollitað, grófgert, ófléttað og eins og ný- greitt aftur. Konan var í léreftskjól, líkust- um líkklæðum, og engu öðru. Konan tók til máls. ,/Etlar þú að verða mér jafn-erfiður og aðrir, sem hér hafa verið?" mælti hún. Jóni Þorbergssyni virtist þetta sagt á útlendingslegri íslenzku, hreimurinn ekki íslendingslegur, og orðmyndir eitthvað aflagaðar. Nei - hann kvaðst ekki vilja verða henni erfiður. Þá virðist honum svipurinn á konunni verða blíðlegri. Hún færir sig nær rúminu og hallar sér áfram. Honum finnst hún vilja segja eitthvað meira. Þá hrekkur hann við í rúminu. Við það hverfur hún skyndilega út um dyrnar, og HEIMSMYND 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.