Heimsmynd - 01.09.1986, Qupperneq 71

Heimsmynd - 01.09.1986, Qupperneq 71
mjög fáa vini en sand af kunningjum eins og gerist með fólk sem er alltaf á hlaupum. Ég kom því líka strax á að hann drykki annars staðar en heima, fannst að börnin ættu að hafa frið á eigin heimili og hann hvarf oft í nokkra sólarhringa. Hann vildi að ég drykki með sér og fannst ég ógur- lega leiðinleg að gera það ekki, en ég hefði ekki getað það þó ég hefði viljað því ég hef aldrei haft mikla lyst á víni. Eftir að búið var að selja ofan af okkur var ég búin að fá nóg og vildi skilja. Það vildi hann ekki og við fluttum í blokkaríbúð í Breiðholtinu. Ég lét hann ráða, það er svo einkennilegt hvað maður dofnar með ástandinu - og hættir að hugsa.“ Svo var það einhvern tímann árið 1983, minnir mig, að ég fór að heiman eina helgi til frænku minnar uppi í sveit. Þar komst ég í AA-bókina og sá svart á hvítu að hann hlyti að vera alkóhólisti. Það hafði auðvitað hvarflað að mér en ég var aldrei viss. En þarna sá ég að þeir geta engu að síður verið alkóhólistar sem stunda sína vinnu og drekka bara um helgar. Ég sá líka hvað ég hafði hjálpað honum að drekka með því að hringja í vinnuna og ljúga fyrir hann, senda skuld- heimtumenn í burtu og yfirleitt að halda heimilinu og öllu gangandi fyrir hann, taka þátt í feluleiknum. Ég fór líka að gera mér grein fyrir því hvað ég hafði sjálf breyst, frá því að vera létt og kát og h'fsglöð yfir í að vera einhvern veginn dofin og sama um allt.“ -Hvernig brástu við? „Þetta var ferlega sárt og óþægilegt. Ég reyndi að tala um þetta við hann en hann tók því mjög illa og kom meðal annars með mótrökin um það að hann stundaði sína vinnu. Þá voru að vísu farn- ir að detta úr mánudagar og föstudagar, en það þýddi ekkert að benda á það. Hins vegar hætti ég að skrökva fyrir hann, sagði honum að hann yrði að ljúga fyrir sig sjálfur.“ -Og börnin? „Ég sagði því elsta fljótt hvernig í mál- unum lægi, að pabbi væri alkóhólisti. Það væri sjúkdómur, sem hann þyrfti að leita sér lækninga við, og hvorki ég né þau gætum neitt gert við því hvernig hann væri. Ég held að hafi ég ástæðu til að klappa sjálfri mér á bakið fyrir nokkurn skapaðan hlut þá sé það að ég talaði strax um ástandið við börnin og skýrði það en var ekki með neinn feluleik við þau. Það gerir bara illt verra og ég hef séð börn og unglinga fara miklu verr út úr þessum hlutum en mín, af því að það var alltaf verið að reyna að fela ástandið fyrir þeim.“ Hún rekur söguna hægt og bítandi. Hann drekkur alltaf meira og meira og hún fer að verða hrædd við hann. Hon- um finnst alltaf verið að ganga á sinn hlut, smáatriði, sem einhver lætur út úr sér eða gerir, verða honum tilefni til reiðikasta og hann er farinn að taka í handlegginn á henni og hrista hana - og hóta að henda henni út um glugganan. „Hann var ennþá í vinnu, en drakk um hverja helgi og kom þá ekki heim nema rétt til þess að skipta um föt og fá sér að borða, átti það til að vekja mig um miðj- ar nætur til að elda sem ég og gerði. Ég gerði allt til að halda friðinn, við bjugg- um í blokk og þaðer ekki gaman að láta nágrannana komast að því hvernig ástatt er hjá manni. Fjárhagurinn var svo ein- faldlega í mínus. Ég var hætt að finna til, gat ekki einu sinni grátið, þegar þarna var komið sögu, en hélt mér uppi á húm- ornum. Síðan fór hann í fyrsta skipti að heiman, sjálfviljugur og sagðist ætla að skilja við mig. Ég var ánægð, þangað til hann fór að koma aftur og hóta mér öllu illu. Á endanum flutti hann inn aftur og við reyndum að ræða saman. Það gekk að sumu leyti betur en áður en ég var samt orðin svo sár og vantrúuð að sú sælan gekk fljótt yfir. Þetta var síðasta sameiginlega tilraunin okkar til þess að gera eitthvað í tilverunni og ein ástæðan fyrir því að hún mistókst hefur eflaust verið sú að ég var ekki tilbúin til þess að taka hann inn aftur og var ósátt við sjálfa mig fyrir að standa ekki á því. Upp frá þessu fór ég að gera mér grein fyrir því að ég elskaði hann ekki lengur. í fyrsta skipti í mörg ár fór ég að velta því fyrir mér hvað ég vildi sjálf. Við fjarlægð- umst meir en nokkru sinni fyrr og það var komin einhver almenn uppgjöf í sam- bandið. Svo sprakk allt. Þá var hann búinn að vera fullur í tvo sólarhringa, kom heim og sleppti sér alveg. Henti mér í gólfið, sparkaði í mig og braut húsgögnin. Svo fór han út. Þarna var ég búin að kunna símanúmerið í Kvennaathvarfinu utan- að. Ég hafði fylgst með úr fjarlægð þegar verið var að stofna það. Gerði auðvitað ekket annað sjálf en að fylgjast með. En ég vissi að ég ætti eftir að þurfa að leita þangað. Þessa nótt hringdi ég í Athvarf- ið, var spurð hvort ég vildi koma og sagði já. Svo hringdi ég í lögregluna. Ég var að tína ofan í töskuna þegar hann kom aft- ur. Hann brotnaði alveg niður þegar hann sá að við vorum að fara en ég þorði ekki að vera nálægt honum eftir það sem á undan var gengið og lögreglan ók mér og börnunum í Athvarfið. Nokkrum dögum seinna hringdi ég svo í hann og sagði honum hvar við værum.“ -Hvernig tók hann því? „Hann varð alveg vitlaus. Það er ógur- leg hneisa fyrir karlmann að konan hans skuli flýja undan honum í Kvennaat- hvarf. Hann hótaði mér bæði lögreglu og lögfræðingum. Það átti að taka af mér börnin og allt þetta venjulega sem þeir hóta.“ -Hvernig var að koma í Kvennaat- hvarfið í fyrsta skipti? „Það var í einu orði sagt æðislegt. Við vorum öll ofsalega tætt og hrædd, börnin í losti; pabbi þeirra kveður þau grátandi eftir barsmíðar og brjálæði, allir ná- grannarnir komnir fram á gang, ekið í lögreglubíl um hánótt, þú getur ímyndað þér ... En þegar við vorum komin á staðinn fannst mér ég örugg og hólpin. Það var næstum fullt í Athvarfinu þegar við kom- um, en það voru strax útbúin handa okk- ur svefnstæði og hitað kakó og svo gat maður talað ef maður vildi. Ég vildi helst bara vera þarna inni í örygginu, enda þorði ég varla út á götu þessa viku sem við vorum þarna. Það er samt stórt átak að flýja heimilið og fara á svona stað og HEIMSMYND 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.