Heimsmynd - 01.09.1986, Qupperneq 76

Heimsmynd - 01.09.1986, Qupperneq 76
„Nauðgun er ofbeldisglæpur,“ segir María. „Auðvitað er reynsla fórnar- lamba ólík en ég held að eftirköstin og andleg líðan kvenna sem verða fyrir nauðgun séu áþekk. Aðstæður kunna að vera mismunandi. Vitað er að ofbeldi á sér stað innan veggja heimila og í fjöl- skyldum, þar sem oft eru tengsl á milli fórnarlambs og þess er þeitir ofbeldinu. Ofbeldi á sér einnig stað í myrkum skúmaskotum og alls staðar annars stað- ar, þar sem glæpamaðurinn eygir tæki- færi til verknaðarins. Ég vil taka það fram sérstaklega, að sagt er um nauðgara að þeir taki ákvörðun um að fremja þennan verknað og hegði sér í samræmi við það fremur en að hér sé um skyndi- ákvörðun að ræða, það er að maðurinn komi allt í einu auga á fórnarlamb og ráðist að henni, þótt það geti líka gerst. Þetta segi ég því oft hefur þess gætt að konum er kennt um að hafa tælt menn, eins fáránlegt og það hljómar. Annað hvort er sagt að þær hafi gefið þeim undir fótinn eða að eitthvað í klæðaburði eða framkomu hafi verið svo kynæsandi að nauðgarinn hafi ekki átt annarra kosta völ. Ef til vill eru einhver dæmi þess að kona hafi kært nauðgun án þess að um nauðgun hafi verið að ræða. Hitt er ann- að mál að segi kona nei, undir hvaða kringumstæðum sem er, þýðir það nei! Nauðgun er ofbeldisglæpur hugsjúks einstaklings en ekki karlmanns sem hel- tekinn er af kynferðislosta. Þetta er of- beldi og óeðli, glæpur af verstu tegund. Og mörg dæmi eru þess að nauðgarinn hafi verið búinn að ákveða stað og stund, jafnvel undirbúa verknaðinn, og síðan ræður tilviljun því hver er fórnarlambið, það er sú vesalings kona sem óvart er stödd á tilteknúm stað á rangri stundu. Slíkar voru aðstæðurnar í mínu tilfelli. Ég er sannfærð um að það var tilviljun ein að mér var nauðgað af því að ég var óvart stödd á þeim stað sem nauðgarinn var búinn að ákveða fyrir verknað sinn. Hann var fyrir á auðri skrifstofuhæð í háhýsi á Manhattan, útbúinn með víra til að binda fórnarlamb sitt með.“ Það eru tíu ár síðan María Guðmunds- dóttir varð fyrir þessari óhugnanlegu lífsreynslu. Hún var þá 34 ára gömul, búin að leggja ljósmyndafyrirsætustörf að mestu leyti á hilluna og var að hefja feril sinn sem ljósmyndari. Hún vann um það leyti hjá ljósmyndastúdíói í New York. Atburðurinn átti sér stað síðdegis í byrj- un september. Klukkan var rúmlega þrjú og einhvers staðar í örtröð mannmergð- arinnar á miðri Manhattan var María að flýta sér á fund við viðskiptaaðila. Umferðin á Manhattan er engu lík. Hver einstaklingur er eins og sandkorn á ströndu í mannhafinu. Ys og þys bíla- Madurinn haföi augsýnilega undirbúiö glœp sinn vel. Hann var búinn aö koma þar fyrir vírum og slitnum símasnúrum til aö binda hendur og fœtur fórnarlambs. » umferðar, aðallega gulu leigubílanna og strætisvagna, er látlaus. Breiðgöturnar eru þverskornar af strætum sem eru núm- eruð frá eitt upp í nokkur hundruð. Sum- ar götur og sum hverfi eru að sjálfsögðu varasamari en önnur. Skýjakljúfar mynda virki um hverja götu, hvert stræti. Himinninn er eins og blá ræma eða hvolf- þak yfir. Sumum finnst þeir hvergi óhult- ir í New York. Eftir Maríu reynslu að dæma er það enginn. Á umræddum degi greikkar María sporið í átt að skrifstofubyggingunni sem hún á erindi í. Það er 27 hæða bygging á miðri Manhattan. Öryggisverðir eru á neðstu hæðinni en í anddyrinu eru lyftur. María tekur eina þeirra upp á nítjándu hæð. Hún er íklædd blárri buxnadragt og bómullarbol. En klæðnaður hennar þennan örlagaríka dag í september varð síðar tilefni margra spurninga við réttar- höld, þegar verjandi þeirra sem hún hafði höfðað mál gegn reyndi á klekkja á henni varðandi klæðaburð. Hefði hún verið í stuttu pilsi eins og þá var tíska, má ef til vill ímynda sér að dómurinn hefði fallið öðruvísi hversu óréttlátt sem það kann að hljóma. Klukkan er orðin hálf fjögur. María hefur lokið erindi sínu við fólkið á skrif- stofunni á nítjándu hæð. Með möppu í fanginu og hliðartösku á öxlinni ýtir hún á lyftutakka til að komast niður. Lyftan opnast og hún gengur inn. Lyftan lokast og hún tekur eftir því að einhver umlar á bak við hana. Hún lítur við og sér þar stóran, þrekvaxinn blökkumann. Hann er með hatt sem slútir niður á andlitið. Hann grípur utan um hana og bregður rýtingi að hálsi hennar. Af manninum stafar megn óþefur. Allt gerist þetta á sekúndubroti. Hann ýtir á lyftutakkann, þannig að lyftan stöðvast á fimmtándu hæð. Það var auð hæð, ónotuð skrifstofu- hæð, sem ef til vill hefur beðið eftir nýj- um leigjendum en ekki ofbeldismanni með fórnarlamb. Maðurinn hafði augsýnilega undirbúið glæp sinn vel. Hann var búinn að koma þar fyrir vírum og slitnum símasnúrum, sem hann notaði til að binda hendur og fætur fórnarlambs síns. Atvikið sem þarna átti sér stað verður ekki rakið hér í smáatriðum. Á það nægir að benda að utan hinnar eiginlegu nauðgunar og annarra líkamlegra mis- þyrminga hótaði ofbeldismaðurinn Mar- íu stöðugt að myrða hana. Hann æpti jafnframt að henni ókvæðisorð í sífellu. Hann rændi hana. Þessa stund taldi hún að hér væri komið að endalokunum. Á slíkum stundum rennur oft líf fólks í gegnum huga þess eins og hröð kvik- mynd. Allan tímann var hún, utan þján- inganna, heltekin ótta. Hún minnist þess að hafa hugsað heim til fjöskyldu sinnar á þessu augnabliki. „Á það fyrir mér að liggja að vera bútuð í sundur á mann- lausri hæð, verða afskræmt lík sem eng- inn þekkir og enginn muni nokkurn tíma vita um þann óhugnað sem hér átti sér stað.“ Hún var ekki myrt. „Ekki líkamlega," eins og hún orðar það. Og einhvern tíma „heilu helvíti síðar“, eins og hún segir, komst hún aftur út af þessari hæð. Of- beldismaðurinn var þá á bak og burt. Hún tók lyftuna aftur upp á nítjándu hæð á skrifstofuna þar sem hún hafði verið einni klukkustund áður. Einhver sagði henni að setjast og kom með vatnsglas til hennar. Annar hringdi á lögregluna sem skömmu síðar kom á vettvang. Fremstur í fylkingu gekk miðaldra lögregluþjónn. í hryssingslegum tóni spurði hann hvar 76 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.