Heimsmynd - 01.09.1986, Page 81

Heimsmynd - 01.09.1986, Page 81
manns á vellinum og það blóðheitir Grikkir. Talsverður munur frá því að ' vera einn á flötunum fyrir austan. Venju- lega er það þannig að ég get farið yfir köstin mín í huganum eftirá. Ég man ekki þessi köst. Ég náði þarna að kasta 72,40. Ég skammaðist mín hrikalega eftir þetta og skömmu síðar fór ég til Banda- > ríkjanna annan veturinn minn. Ég held að ég hafi hlaðið upp fyrir mörg ár með því að ganga í gegnum þetta. Ég breyttist mjög mikið. Það kom ekki lengur til greina að hætta. Átta mánuðum seinna kastaði ég 89,98.“ -Þjálfar þú þig eitthvað andlega? „Ég fór í gegnum hugþjálfun þennan næsta vetur í sambandi við tækni með Tim Hamilton þjálfara mínum. Það gafst mjög vel. Þjálfunin gekk út á það að setja sjálfan sig í einhverja uppákomu á vellinum. ímynda sér sjálfan sig á velli farandi í gegn um rútínuna og byrja svo keppni. Þjálfunin fór þannig fram að ég lá á bakinu í myrkraherbergi. Ég reyndi að liggja afslappaður og stjórna andar- drættinum. Tim fór í gegn um ákveðna sögulýsingu sem ég myndgerði og setti síðan upp með alls konar uppákomum. Þetta var mjög merkileg reynsla fyrir mig. Við komumst að því að ég átti mjög erfitt með að myndgera ákveðna tækni. Það var það sama og ég átti erfitt með að y útfæra í raun. Þetta var truflun á skynjun. Við fórum einnig í gegnum hreyfingar og skoðuðum á myndbönd- um. Ég kastaði síðan 81 og 83 metra á öllum mótum í mars og aprfl. Fyrsta kast- ið mitt í undanúrslitum bandaríska há- skólameistaramótsins var svo 89,98 metr- ar og var lengsta kastið á mótinu, daginn eftir kastaði ég 89,36. Ég fékk síðan boð á mót í Kanada tveimur mánuðum síðar í kjölfar þessa og þar kastaði ég 89,18 sem , var British Colombía-met og er það enn. Ég hef ekki unnið með Tim Hamilton síðan. Við reyndum að stilla saman strengi okkar fyrir ólympíuleikana 1984 en það gekk ekki. Ég hef ekki gert þetta að ráði síðan. Ég geri það sjálfur að fara yfir köst eftirá sem eru skrýtin tæknilega. En það er mikill munur að hafa með sér mann sem maður treystir og hefur reynslu af.“ -Nú hefur pabbi þinn, Vilhjálmur Ein- arsson, náð merkasta árangri sem ís- lenskur frjálsíþróttamaður hefur náð. Fékk silfurverðlaun í þrístökki á ólymp- íuleikunum. „Já, hann stökk 16,26 metra í Melbo- urne 1956 og bætti sig um hálfan metra og kom öllum á óvart. Hann hafði bætt sig um hálfan metra það sumar líka og náð þannig lágmarki fyrir ólympíu- leikana. Hans árangur hefur að sjálf- sögðu orðið mér hvatning en miklu meira ómeðvitað. Ég vissi meira af þessu í gegn um þá sem þekktu hann en hann sjálfan. Hann lagði enga áherslu á það að við bræðurnir stunduðum íþróttir með það að markmiði að gerast afreksíþrótta- menn, heldur fyrst og fremst til þess að hafa af því ánægju.“ -Hvað segirðu um árangur þinn, áttu góð ár framundan? „Það eru margir kastarar sem hafa átt sitt blómaskeið á aldrinum 28 til 32 ára. Denis Lusis frá Sovét, einn besti kastari heims fyrr og síðar, var að þessu fram til 34 ára aldurs. Sama má segja um tvo mjög góða Ungverja, Paragi og Nemeth. Klaus Wolferman kastaði sitt besta kast kominn yfir þrítugt. Hvað mig sjálfan varðar þá var ég mjög ánægður með keppnistímabilið í fyrra miðað við mæli- kvarðann meðalkastlengd í tíu sterkustu mótunum. Þetta meðaltal var hjá mér 85,70 árið 1983, fór niður í 85,20 metra árið 1984 og upp í 89,04 árið 1985. Þá var Grand Prix stigakeppni Alþjóða frjáls- íþróttasambandsins í fyrsta skipti og ég náði að halda forustu allt fram að úrslita- keppni. í næst síðasta mótinu var ég þriðji stigahæstur meðal frjálsíþrótta- manna í heiminum yfir heildina og fyrst- ur meðal spjótkastara. f síðustu keppn- inni var ég meiddur og mátti þakka fyrir áttunda sætið af tólf í spjót- kastkeppninni. Ég lenti því í þriðja sæti í spjótkastinu yfir heiminn en var raun- verulega í fjórða sæti. Einn af þeim sem voru fyrir ofan mig féll á lyfjaprófi. Þetta var mjög spennandi en áætlanir sem ég hafði gert fóru úrskeiðiðs." -Hvernig er mótsferðum þínum hátt- að. Borgar þú sjálfur kostnaðinn? „Nei. Mér er boðið á alþjóðlegt mót. Þá er greiddur ferðakostnaður og dag- peningar sem eru í sjálfu sér ekkert. Ef ég næ samfelldri rútu milli móta og næ að tengja nokkur mót er hægt að réttlæta þetta fyrir fjölskyldunni.“ -Fylgir ekki mikil streita öllum þessum ferðalögum? „Þegar maður kemur úr keppnisferða- lögum er maður í hálf annarlegu andlegu ástandi. Það tekur dálítinn tíma að skynja sig venjulegan. Stöðugar um- hverfisbreytingar valda því að maður verður hálf eirðarlaus. Einhvernveginn ekki eins og maður á að venjast. Annars venst þetta eins og annað. Ég finn stór- lega mun á mér í sumar og fyrrasumar. Þegar ég kom úr mínum fyrsta túr í Skandinavíu tók það mig töluverðan tíma að komast inn í venjulega rútínu aftur.“ -Hefurðu velt því fyrir þér hvað taki við þegar þú hættir? „Sú hugsun er farin að læðast að manni oftar en áður. Það er stórmál að fram- fleyta fjölskyldunni. Ég hef mikinn áhuga á kennslustörfum en einnig áhuga á ýmsum öðrum hlutum. Ég er opinn fyrir öllum möguleikum. Ég veit ekkert eins og er hvenær ég fer aftur út til æfinga. Það er ekki til fjármagn til að fara í æfingabúðir og ólympíunefnd er ekki búin að setja upp neitt plan fyrir ólympíuleikana 1988. Strax árið 1984 var sett upp áætlun hjá Svíum og stofnað ‘88 lið. Þeir veita þeim sem eru í því liði styrki og það er stólað á þá. Þetta hafa Norðmenn líka gert. Við gerum svona lagað oft seinna íslendingar. Ég hef ann- ars hlotið ómetanlegan stuðning frá góð- um aðilum á Austurlandi. Þar hafa góðir menn víða að á Austfjörðum sýnt mér og þeim verkefnum sem ég er að fást við mikinn skilning og aðstoðað mig fjár- hagslega. -Krefst það ekki mikillar reglusemi að vera íþróttamaður? „Jú, jú. Maður verður að vera reglu- samur. Ég sæki töluvert staði eins og Fógetann. Það þýðir að maður fær á sig óregluorð um allan bæ þó að maður sé bara með kaffibolla. Þetta fylgir því að þekkja marga,“segir Einar umburðar- lyndur. „En eins og þeir segja í Banda- ríkjunum: Sticks and stones can brake my bones but words will never hurt me. Og með það er þessi geðþekki íþróttamaður farin á enn eina æfinguna. Gamla spjótið Besta kast Meðaltal 10 sterkustu móta Skráður á heimslista 1976 52.46 Ekki 1977 59.72 Ekki 1978 67.32 Ekki 1979 68.82 Ekki 1980 76.76 Ekki 1981 81.22 Ekki 1982 80.64 (meiddur) Ekki 1983 90.60 85.20 No. 8 1984 92.42 85.76 No. 5 1985 91.84 89.04 No. 5 Nýja spjótið 1986 80.18 (21/7 '86) Önnur köst með nýja spjótinu: 79.20 - 79.02 - 78.62 - 78.60 - 78.42 - 77.84 HEIMSMYND 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.