Heimsmynd - 01.09.1986, Side 88
VID
strandgötuna stóö krá sem
ég haföi gert aö minni einkakrá til aö
líkjast Hemingway sem mest án þess
þó aö láta nokkurn vita.
Hemingway hafði verið í þrjá mánuði á Ijónaveiðum í Afríku, þegar hann sneri aftur til New York ásamt
eiginkonu númer tvö Pauline Pfeiffer.
Við ritvélina sína.
er það ekki hið eina rétta bókmennta-
mat? Einhver orðaði þetta betur en ég
sjálfur get, þegar hann sagði: í Gamli
maðurinn og hafið hvíla orðin á síðunum
eins og skínandi perlur.
Og hvað er Gamli maðurinn og hafið
annað en óður til plánetunnar, og þar
með baráttubók fyrir jörðinni. Það er
mín bókmenntalega skoðun. Og svo er
hún líka svo agalega skemmtileg. Ég held
að Gamli maðurinn og hafið tilheyri
þessum örfáu úrvalsbókum sem mynda
heimsbókmenntirnar. Nokkur nöfn
koma upp í hugann: Glæpur og refsing
eftir Dostoevsky. Moby Dick eftir Mel-
ville. Gulleyjan eftir Stevenson. Stikils-
berja Finnur. Don Kíkóti.
Stundum hef ég harmað að vera fædd-
ur svo seint á þessari öld að ég fékk
aldrei tækifæri til að sjá hann. Eitt lítið
kíkk, til dæmis inn í bókabúð eða út um
bílglugga, hefði verið mér nóg. Svo mað-
ur tali nú ekki um drykkjukvöld á ein-
hverri búllunni. Ég hefði alls ekki þorað
að ávarpa Ernest, ég hefði bara setið við
næsta borð og virt hann fyrir mér. Það
hefði dugað, því bækurnar á ég uppi í
hillu.
Það er svona að vera Hemingway-isti.
Ég bjó í Danmörku í sex ár og leigði
þar hús niður við strönd, og það var gott
að ganga þar í gulum sandinum á sumrin,
innan um allar fallegu stelpurnar, og enn
betra að hafa ströndina ísilagaða fyrir sig
einan þegar veturinn kom. Við strand-
götuna stóð krá sem ég hafði gert að
minni einkakrá til að líkjast Hemingway
sem mest, án þess þó að láta nokkurn
vita. Ég átti þar slatta af vinum. Kvöldið
áður en ég flaug heim fór ég í síðasta sinn
inn á krána. Ég hafði beðið Maríu, ser-
vetrissuna, um að kaupa nokkur kfló af
ópilluðum rækjum í tilefni kvöldsins og
bera þær fram í stórri skál.
í miðri kveðjuveislunni bað ég Maríu
um að koma með skálina. Ég tók fyrstu
rækjuna og beit af henni hausinn og
bruddi hamingjusamur.
-Hvað ertu nú að gera Óli, sagði Charl-
ie, einn vina minna, maður á að pilla
rækjuna, láta sér nægja halann. Ekki éta
hausinn.
-Nei, sagði ég, ég er vanur að éta
hausinn.
-Og hvað á nú það að þýða, spurði
Charlie.
-Má, ég hvísla því að þér, sagði ég.
Kondu með eyrað. Minn stóri, stóri
bróðir var vanur að gera það, sagði ég.
-Ó, sagði Charlie, ekki vissi ég að þú
ættir stóran bróður. Pað hefur þú aldrei
sagt mér áður.
-Nei, sagði ég, en þú veist það þá
núna.
88 HEIMSMYND