Heimsmynd - 01.09.1986, Qupperneq 108

Heimsmynd - 01.09.1986, Qupperneq 108
eftir Herdísi Þorgeirsdóttur JAKOB ÆRLEGUR Hinn þöguli leiðtogi Stuðmanna er Jakob Frímann Magnússon, fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar Stuðmenn sem nú hefur verið við lýði í einn og hálfan áratug. Hljómsveitin var stofnuð í Menntaskólanum við Hamrahlíð upp úr 1970 og fáa ef nokkra hefur grunað þá að lífdagar hennar yrðu þetta langir eða að Stuðmenn yrðu með tíð og tíma cult í landinu fremur en rösklega þrítugir skallapopparar. Víkjum aftur til árdaga. Það er kennslustund í 1. A, stelpubekk í Hamra- hlíðinni. Kennsla í efnafræði eða annarri raungrein í svokallaðri tilraunastofu. Örnólfur Thorlacius talar af ákafa en stelpurnar sitja með hönd undir kinn, einhverjar taka upp varagloss og bíða spenntar eftir frímínútum. Aðrar eru stöðugt að spyrja hvort prófið verði 6. eða 7. des. Hvort það sé sjens að fresta því, vegna þess að frönskuprófið sé þann 5. Einni er sagt að þegja þegar hún segir stundarhátt að það skipti ekki máli, hér sé hvort eð er um kjaftafag að ræða. Örnólfur svarar henni ákveðið - en hún er í frönskubekk og hefur það takmark eitt að skríða á þessu prófi. Hann hefur þá þolinmæði að vísa ekki þessum von- lausa nemanda út (sem er undirrituð), augljóslega viss í sinni sök að hér er enginn framtíðar-Einstein á ferð. Ugg- laust vissi hann líka (þótt það hafi verið fjarri hans áhugasviði) að þessi blessaði í opinskáu viðtali um eigið líf stelpubekkur gekk undir nafninu ilm- vatnsklíkan eða glossliðið allt fram til endalokanna og hvítu kollanna á þjóð- hátíðarárinu. Á þetta skal bent því þessi umræddi bekkur stakk mjög í stúf við allt annað sem átti sér stað í Hamrahlíðaskól- anum á þessum árum. Sagt var að þáver- andi rektor kæmi helst ekki niður í kaffi- salinn í frímínútum, þar sem sjoppan Sómalía var og liðið sat í lopapeysum og reykti pípur - einhverjir töluðu um hass- ský. Einn núverandi virðulegur banka- stjóri rak sjoppuna Sómalíu. En flestir aðrir nemendur höfðu án efa meiri áhuga á söguhyggju Marx en viðskiptum enda prýddu plaköt af Marx og félaga Engels ómúraða veggina. En víkjum aftur að tilraunastofu Örn- ólfs. Ilmvatnsklíkan nær ekki árangri í því að fá efna-eðlisfræðiprófinu frestað. Þá er bankað á dyrnar. Hávaxinn ungur maður vippar sér inn. Hann er úr eldri bekk. Ljóshærður með hippalegt engla- hár og liði niður á axlir. Klæðnaðurinn yfirmáta snyrtilegur með ívið hippalegu yfirbragði. Hann spyr Örnólf kurteislega og af einstöku öryggi hvort hann megi aðeins trufla þessa kennslustund. Vin- kona mín klípur í mig og ég aftur í hana. Parna eignaðist Jakob Magnússon alla vega tvo einlæga aðdáendur, ef ekki fleira, en það er önnur saga. Erindi Jakobs Magnússonar við ilmvatnsklíkubekkinn var að minna á ferð til Saltvíkur um næstu helgi. Hljóm- sveitin Stuðmenn átti að halda uppi fjör- inu og rútur færu frá Hamrahlíðar- skólanum um fimmleytið síðdegis. Allt þetta og fleiri minningar frá Hamrahlíðardögum runnu í gegnum huga minn þegar ég beið eftir Jakobi Magnússyni kvöld eitt á veitingahúsi. Mér varð hugsað til hins vingjarnlega Valgeirs og sjarmörsins Egils, Sigurðar Bjólu og reyndi að rifja upp hvar mörkin lægju á milli hljómsveitarinnar Rifs- berju, Stuðmanna, Þursaflokksins og Spilverksins. íslensk poppsaga síðasta áratugar er ekki mín sterka hlið. Ég man þó þegar ilmvatnsklíkan hélt partý skömmu eftir að platan Sumar á Sýrlandi kom út. Flestar voru þá komnar í flug- freyjustarfið yfir sumartímann og stórt hlutfall hafði eytt vetrinum í frönsku- námi í Frakklandi. Einhver gífurleg spenna myndaðist í þessu umrædda partýi, þegar Valgeir birtist með nýja kærustu (áður hafði það verið ein úr ilmvatnsklíkunni) og Egill kom með nú- verandi konu sína (áður höfðu það verið tvær úr ilmvatnsklíkunni). Kobbi hefur hins vegar ekki haft smekk fyrir \ ilmvötnum. Hann var kominn til London | þá, byrjaður að „höstla“ eins og hann | orðar það, leita umboða, vinna við upp- í tökur og syngja með Long John Baldry. % „Meðan hinir voru enn í móðurgarði, að \ 108 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.