Heimsmynd - 01.09.1986, Side 110

Heimsmynd - 01.09.1986, Side 110
„Pabbi hafdi ord á því aö þessi reynsla míri sem unglings myndi hugsanlega gera mig kaldrifjadan.“ fitla við kassagítara og félagshyggju eða í tungumálanámi við Háskólann," eins og hann orðar það. Sem sé, Jakob Frímann alías Kobbi Magg er mættur á staðinn röskum áratug síðar. Hann biður afsökunar á því að vera heilum tuttugu mínútum of seinn. „Ég varð að fara í sturtu," segir hann. Og ég velti fyrir mér hvað það hafi tekið hann langan tíma að setja gel í hárið á sér, sem nú er stuttklippt og stendur upp eins og broddar. Gamaldags jassbursta- klipping með pönkívafi. Foknir eru ljósu lokkarnir frá blómaskeiðinu. Auðvitað ræðum við þá löngu liðnu tíma fyrst. Húsið sem Stuðmenn leigðu á Rauðarár- stíg og nefnt var Rauðará. Nú löngu rifið. Pangað kom ég einu sinni í mat- rósakjól eftir jólaball í skólanum og hlustaði á Bjóluna í flekkuðum bol ræða heimspeki við aðra gáfumenn úr eldri bekkjum. En það er önnur saga. Hér er það Jakobs saga Magnússonar. Yfir humarsúpunni rifjar hann upp bernskudaga í miðstéttarlegu umhverfi í Hlíðunum. Frá Ceasarsalati og graflaxi berast böndin að upphafsárum í London, endurvakningu Stuðmanna, frá óeiningu innan hljómsveitarinnar til kvikmynda- ævintýra og Kínaferðar. Og loks, yfir kaffi og koníaki, að árunum í Los Ange- les. Ár sem hann starfaði sem hljómlist- armaður, þar sem fyrsta hjónabandinu lauk og þar sem heimþráin kallaði á hann aftur hingað. Og loks talar hann um ástina sína Röggu. Hann talar hægt og langar helst að tala um pólitík, endurholdgun, microbiotic fæði, nauðsyn þess að neyta alls í hófi, vissuna um að mannssálin sé eilíf, áhuga sinn á erfðum, lífefnafræði og fyrir- byggjandi heilsufræði. Hann talar af hlýju um sveitamenningu þessarar þjóð- ar, eitthvað sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir að væri honum hugstætt en veit að hefur oft verið hlýlegur skotspónn Stuðmanna, samanber flókaskór og sitt- hvað í þeim dúr. Og síðar þegar við löbbum miðbæinn í rökkrinu talar hann eins og Pétur mikli forðum um nauðsyn þess að opna glugga þessarar þjóðar fyrir umheiminum. Hann missti móður sína fyrr í sumar. Hún hét Bryndís Jakobsdóttir og þótti mikil hæfileikakona. Hún lék á píanó en tónlistaráhugi kom fljótt fram hjá Jakobi sjálfum. „Foreldrar mínir reyndu þó að stemma stigu við að ég færi að leika í hljómsveit mjög ungur. Pau töldu skóla- námi mínu stafa hættu af slíkri tóm- stundaiðju. Við vorum tvö systkinin, ég og yngri systir mín Borghildur. Uppeldið var eins og tíðkast hefur ef til vill víða á sjöunda áratugnum. Faðir minn vann mjög mikið og það hefur ef til vill sett sín spor á hjónabandið, en hún fór frá okkur þegar ég var sextán ára. Systir mín fór þá til ömmu og afa fyrir norðan, en ég og pabbi bjuggum á Hótel Skjaldbreið sum- arlangt áður en við fluttum í nýuppgert hús á Fjölnisveginum. Þar bjuggum við til að byrja með tveir í nokkrum her- bergjum, hitt var óklárað. Ég man að pabbi hafði stundum orð á því að þessi reynsla mín sem unglings myndi hugsan- lega gera mig kaldrifjaðan. Sjálfur held ég ekki. Ég held að ljóðlínur skáldsins um að sannleikans perlur liggi á sorgar- hafsbotni séu lýsandi. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að á einhverju tímabili hefur einhver hluti tilfinningalitrófsins lokast en ég er genetískt lánsamur og það skiptir sköpum. Auk þess sem það hefur verið mér mikil gæfa að eiga föður minn sem fyrirmynd og besta vin.“ Hann talar um ömmusystur sínar í Borgarfirðinum sem höfðu ekki hrukku á andlitinu níræðar en sjálfur er hann lítt markeraður í framan, enda aðeins búinn að upplifa einn þriðja af því sem ömmu- systur hans hafa gert eða hvað? „Ég er gömul sál. Ég hef upplifað önnur tilveru- stig. Pað veit ég. Mannsandinn fjarar ekkert út þótt blóðið hætti að streyma um æðarnar. Pví finn ég að sumum sálum hefur maður kynnst áður. Ég hef fengið heilmikla reynslu í arf, á ansi mörgum sviðurn," segir hann. Undanfarið segist hann hafa verið mjög upptekinn af vangaveltum um erfð- ir, efnalegar erfðir, eiginleika efnis. „Ég er viss um að allar tegundir sálsýki, geð- sveiflur, alkóhólisma og fleira megi rekja til einhvers efnaójafnvægis í líkamanum og tengsla þess við hugsanaferlið," segir hann. „Alla helstu sjúkdóma sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir má rekja til efnalegra þátta, vanhugsaðrar neyslu á vitlausum fæðutegundum. Ég veit þetta hljómar hippa-kosmoslegt en ég hef haft áhuga á þessum hlutum árum saman og mikið pælt í þeim. Ég tel að alvöru átak í fyrirbyggjandi læknis- og heilsufræði myndi spara okkur stórfé og ómældar þjáningar.“ Hefði hann haldið áfram í þjóðfélags- fræðinni og lagt tónlistina á hilluna hefði hann ugglaust endað sem pólitíkus? „Ekki vafi,“ segir hann og ræðir nokkra stund um Davíð Oddsson og charismat- íska leiðtogahæfileika. Hann nefnir líka Jón Baldvin. „í pólitíkinni er þetta spurning um forystuhæfileika. Ég hef aldrei getað kosið einhvern stjórnmála- flokk samvisku minnar vegna, en margar hafa leitað eftir stuðningi manns. Hins vegar hefði ég óhikað skrifað undir marg- umræddan stuðningslista Davíðs hefði ég verið á landinu síðastliðið vor.“ Um hæfi- leika sjálfs sín til að koma sér og sínum á framfæri segir hann: „Allt það sem ég þurfti að læra um almenningstengsl lærði ég á stuttu skeiði á DV. Þar lærði ég hvernig maður á að umgangast fjöl- miðla.“ „Þú ert nokkuð shrewdl“ sletti ég. „Quite shrewd," slettir hann á móti og bætir við: „Hvernig myndir þú þýða það orð? „Slægur, kannski...,“ svara ég. „Kænn er betra“ svarar hann. „Veraldar- vanur?“ spyr ég aftur. „Veraldarvanast- ur,“ segir hann með tilvísun til félaga sinna og það víkur sögunni að upphafi Stuðmanna. „Okkur greindi talsvert á í menntó og í byrjun samstarfsins,“ segir hann. „Við Valgeir stofnuðum þessa hljómsveit. Hann er frábær félagi þótt oft hafi komið upp misklíð á milli okkar í áranna rás, sem rekja má til upphafs þessa alls. Pannig er mál með vexti að í menntó var Valli í upphafi einhver mesti holdgerv- ingur eiginhagsmuna sem ég hef þekkt. Ég hins vegar var á þeim árum að deyja úr fórnarlund og samhygð. Síðan kú- vendist þetta. Að afloknu stúdentsprófi fór ég til London. Á meðan var Valli í móðurgarði að fitla við kassagítar og nú með geislabaug hinnar sósíalísku hug- sjónar umhverfis sig. Ég henti mér hins vegar út í hringiðu hins harða bransa í erlendri stórborg. Ég hef aldrei gunga verið né feiminn við að koma mér á 110 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.