Heimsmynd - 01.09.1986, Side 124

Heimsmynd - 01.09.1986, Side 124
„Ég uar aðeins nítján ára og hafði aldrei œtlað mér það hlutskipti að verða einstœð móðir.“ Kristbjörg hefur auk ótal hlutverka i' Þjóðleikhúsinu verið viðriðin ýmsa aðra hluti. Hún var ein stofnenda Grímu og þar leikstýrði hún ung að árum einu fyrsta verki mannsins síns, Fósturmold. Hún er mörgum ógleymanleg í hlutverki sínu í kvikmyndinni 79 afstöðinni og hún var ein fimm leikara sem settu Inúk á svið og sýndi í tuttugu löndum beggja megin Atlantsála. Hún hefur sótt nám- skeið í fagi sínu í Englandi, Danmörku, Þýskalandi og Póllandi þar sem hún var undir handleiðslu hins virta Grotowskis. Sjálf hefur hún lýst sér sem slavneskri í útliti með þessi háu kinnbein og fannst hún „vera heima“, þegar hún var í Pól- landi. í raun er hún aðeins hálfur íslend- ingur og hálfur Færeyingur. Alin upp í Innri-Njarðvíkum þar sem faðir hennar Jens Kjeld settist að þegar hann kom til íslands. „Við vorum sex systkinin. Yngsta syst- ir mín dó úr hvítblæði fyrir tveimur árum,“ segir hún. Sjálf á hún tvö börn, Jens sem er 32 ára og tólf ára gamla dóttur, sem heitir Þórunn. Kristbjörg á sviði og Kristbjörg í pers- ónu eru að sjálfsögðu um margt ólíkar. Þótt hún segist „því miður“, finna margt í fari sínu sem líkist húsmóðurinni í Stund- arfríði, virkar hún í návígi hlý, jafnvel móðurleg. Það stafar bæði frá henni ákveðnum virðuleika og hlýju. Hárið er tekið að grána örlítið en hreyfingarnar eru mjúkar og framkoman varkár. í sögu leikhússins kann hún að vera príma- donna, í persónu virðist hún eitthvað allt annað. Hún var að vinna á skrifstofu þegar ferill hennar í leiklist hófst. Hún var jafn- framt einstæð móðir með tveggja ára son. „Ég hafði verið hringtrúlofuð eins og það var kallað þá,“ segir hún þegar flett er í gegnum myndaalbúm frá þess- um árum. Myndir af Kristbjörgu á skrif- stofunni þar sem hún vann, myndir af henni í húsmæðraskóla í Danmörku - með kappa og svuntu. „Ég var orðin ófrísk þá,“ segir hún. „Ég var aðeins nítján ára og hafði aldrei ætlað mér það hlutskipti að verða einstæð móðir. Og mér fannst þetta ógurleg svívirða. En ég átti góða að og móðir mín hljóp mjög undir bagga með mér þegar Jens var lítill. En þetta var mikil reynsla. Reynsla af því tagi sem dýpkar mann ef hún brýt- ur mann ekki.“ Skömmu síðar hóf hún nám við leik- skóla Þjóðleikhússins og útskrifaðist það- an 1958. „Það var ógurlega spennandi tími og maður bar óskaplega virðingu fyrir þessum eldri leikurum sem maður fékk tækifæri til að leika með.“ Hún nefnir Regínu Þórðardóttur, sem lék móður hennar í Önnu Frank og fóstru hennar í Horft af brúnni. „Regína gaf mér víravirkiseyrnalokka að afloknum þessum sýningum sem á stóð: Frá Regínu fóstru og mömmu - til Kristbjargar Katr- ínar Önnu. Þetta fannst mér óskapleg viðurkenning og ég held mikið upp á þessa eyrnalokka.“ Það eru þessir leikarar sem hún talar um. Kynslóð sem nú er horfin. „Ég man eftir því að hafa sótt dans- og söngva- myndir sem unglingur og hafði ægilega gaman af því. En sem ung leikkona átti ég mér engar fyrirmyndir á hvíta tjald- inu. Mér er það minnisstætt að margar vinkonur manns gengust upp í Audrey Hepburn greiðslum og þvílíku. Mér fannst slíkt alltaf hálf gerfilegt.“ Hún er þessa stundina að lesa bók um ævi breska leikarans John Gielgud. „Bretar eru svo skemmtilegir þegar þeir segja frá. Þeir geta skýrt frá hlutunum á opinskáan máta án þess að nefna nöfn eða rakka einhvern niður.“ Sjálf er hún þannig. Hún ræðir sam- keppni innan leikhússins, öfund sem óánægju á sinn yfirvegaða hátt. Og hún er vonsvikin með þá þróun sem átt hefur sér stað. „Þegar Þjóðleikhúsið var stofn- að 1950 var svo mikil stemmning í kring- um það. Og þessi fyrstu ár voru stórkost- leg. Síðan hafa auðvitað skipst á skin og skúrir.Núna finnst mér ástandið hrapal- legt. Opinbert framlag til leikhúsanna hefur stórminnkað. Þegar ég var í Banda- ríkjunum um daginn var fólk yfir sig hissa, þegar ég sagðist ekki vita hvaða verkefni ég fengi á þessu leikári. Ég hef verið á föstum samningi í rúma tvo ára- tugi og veit til dæmis ekkert hvort ég fæ nokkuð að gera í vetur. Mér fannst óskaplega uppörvandi að vera í Banda- ríkjunum með þessa kynningu á verkinu hans Guðmundar. Bandaríkjamenn voru mjög hrifnir af getu íslenska hópsins og hrósuðu okkur óspart. Hér er hins vegar litla umbun að fá. Laun leikara eru með eindæmum léleg, næstum niðurlægjandi og gagnrýni dagblaða er í mörgum tilfell- um skrifuð af amatörum, sem vantar þekkingu og ástríðu á leikhúsi. Það er skortur á hlutverkum fyrir miðaldra leikkonur og það er einhvert drep komið í Þjóðleikhúsið sem stofnun. Ekki skortir endilega áhorfendur en þróunin virðist hins vegar sú að aðsókn að því sem ég kalla raunverulegt leikhús fer minnk- andi. Leikhúsið er að keppa við alls kon- ar miðla, myndbönd, fjölmiðla og innan- tóm skemmtiatriði eða svokölluð show. Raunverulegt hlutverk leikhússins er að vera spegill samtímans, að draga upp mynd af veruleikanum. Ég er ekki að tala um pólitískan áróður en listrænt gildi leikhússins er einmitt þessi raunsæja speglun af vandamálum manns og um- hverfis. Þótt Shakespeare sé margra alda gamall finnur maður svo sannarlega hlið- stæður í Ríkharði III og spillingu nútím- ans.“ -Og þegar hlutverkin eru fá fyrir mið- \ aldra leikkonur hlýtur samkeppnin að ■ vera mikil. „Auðvitað,“ segir hún. „Við i „Það er skortur á hlutverkum fyrir miðaldra leikkonur og það er eitthvert drep komið í Þjóðleikhásið sem stofnun.“ 124 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.