Heimsmynd - 01.09.1986, Síða 126

Heimsmynd - 01.09.1986, Síða 126
„En þetta er nú einu sinni mitt fag og þetta er heilt líf. Heilt líf margra leikara sem sídan einhver ástríðu- laus gagnrýnandi rífur niður í litlum pistli. lifum á tímum mikils narcissisma eða sjálfsdýrkunar þar sem kröfur eru um að fólk sé unglegt og vel á sig komið. Fyrir mér er það eðlileg þróun að eldast. En ég neita því ekki að það hefur sína vankanta þegar mann langar að vinna og finnur að eftirspurnin minnkar. Kannski er það endurspeglun af þjóðlífinu sjálfu að hlut- verk fyrir miðaldra konur í leikhúsinu eru fá. Oft eru það einskonar uppfyll- ingarhlutverk, eiginkonur og mæður. Hlutverk sem eru ekki mjög krefjandi. Það eru til hlutverk fyrir miðaldra konur í leikbókmenntunum en þau eru færri en hlutverk ungu kvennanna. Þetta er alveg eins og í veruleikanum sjálfum. Meðan konur eru ungar og ástríðufullar hafa þær þótt spennandi en þegar þær eldast eru þær einhvers staðar í bakgrunninum, miðaldra mæður og eiginkonur, sem ekki er eyðandi púðri á. En eitthvað er þetta að breytast. Maður hefur orðið var við þá tilhneigingu að leitast sé við að gera meira úr hlutverki miðaldra kvenna, bæði í kvikmyndum sem leikhúsi.“ Sjálf segist hún ef til vill hafa fundið sig best í hlutverkum miðaldra kvenna, eins og í Stundarfriði og Garðveislu. Leikrit- um mannsins síns. „Mér fannst hlut- verkin þar mjög krefjandi. Þetta eru verk sem fjalla um streitu nútímans, hraðann og þversagnirnar. Því miður þekki ég þessa hluti sjálf. Það eru þversagnir allt í kringum mann. Kröfur nútímans eru að konan sé í mörgum hlutverkum og sinni þeim öllum jafnvel. bað er ekki hægt.“ -Um stóru augnablikin í leiklistinni, þau augnablik þegar leikarinn finnur að fingur guðs snertir hann, segist hún hafa upplifað slíkt í Garðveislu. „í einu atriði er hjónarifrildi. Eiginmaðurinn skipar mér að tala. Hann sagði: Talaðu. Og hvað segir maður þegar manni er skipað að tala en getur ekkert sagt. Konan fór með litlu gulu hænuna. Og svo gerðist það, eitthvað alveg óvænt og sem ég hafði ekki ákveðið sjálf. Ég talaði og talaði og það varð að gaggi. En á því augnabliki skynjaði ég að einmitt svona ætti þessi túlkun að vera. Það er hins vegar alls óvíst að áhorfendur skynji þetta á sama hátt og maður sjálfur. Því miður var búið að rakka Garðveislu nið- ur áður en hún var sýnd. Það voru ein- hverjir óvildarmenn og ég tók það af- skaplega nærri mér. Ég verð að viður- kenna að ég er mjög viðkvæm þegar maðurinn minn á í hlut og líka þess með- vituð að hann er stórgott leikritaskáld." -Ugglaust hefur hún átt fleiri slík augnablik og sum hlutverk betri en önn- ur. „Sjálfsagt,“ segir hún. „Auðvitað tekst manni misvel upp og er misannt um hlutverkin í minningunni. Líkast til eru þau hlutverk sem maður er nýbúinn að leika manni hugstæðust." -Hvernig lýsir hún sér sem leikkonu. „Ég veit það ekki. Ég hef leikið fleiri dramatísk verk en kómísk. Ég veit það bara að ég fæ mikla fullnægingu út úr því að leika. Mér finnst heillandi að setja mig inn í aðstæður og hugsanir persóna, að reyna að skilgreina afhverju þessi persóna er svona eða hinsegin. Ég hef aldrei leikið illmenni. Hins vegar held ég að þau séu til, það sé hreinlega til vont fólk, óháð ytri kringumstæðum. Ég veit hvaða hlutverk mér hafa þótt mjög krefj- andi, eins og húsmóðirin í Stundarfriði og stundum hef ég séð á manninum mín- um, sem ég tek mikið mark á, ef mér hefur tekist sérstaklega vel upp. Ég minnist til dæmis generalprufu á Maríu Stúart, leikriti Schillers. Hún var á Þor- láksmessu. Eftir þá æfingu fórum við Guðmundur í bæinn að kaupa jólagjafir. Hann hafði verið á sýningunni. Hann sagði fátt en ég sá það í augunum á honum að hann var mjög ánægður. Ég finn það líka að ég nýt þess æ betur að leika með hverju árinu sem líður. Auð- vitað finnur maður til þreytu inn á milli. Og mann svíður sárt það virðingarleysi sem leikarastéttinni er sýnt. Það hefur oft hvarflað að mér að snúa mér að ein- hverju öðru. Kannski geri ég það. En þetta er nú einu sinni mitt fag og þetta er heilt líf. Heilt líf margra leikara sem síð- an einhver ástríðulaus gagnrýnandi rífur niður í litlum pistli. Hér hefur átt sér stað sú þróun að búið er að rugla saman al- vörulist við einhverja sumargleði. Og það er sorglegt. Hvers sökin er vil ég ekki fullyrða. Kannski er maður aldrei ánægður með þá sem eru í forsvari á meðan þeir eru. Og ég hef enga hug- mynd um hverjir væru bestir til að rífa Þjóðleikhúsið upp úr þeirri ládeyðu sem það virðist í. Sjálf finn ég til meiri ábyrgðar nú en nokkru sinni. Listrænt leikhús er mikilvægur miðill. Þjóð sem á ekki gott leikhús er illa stödd.“ -Fáir leikhúsunnendur munu efast um að hún hefur lagt sitt af mörkum í ís- lensku leikhúsi - í hinum fjölbreytileg- ustu hlutverkum, í sígildum verkum, nú- tímaverkum, verkum útlendra og ís- lenskra höfunda. Þau skipta orðið tugum. Hún hefur ekki tölu á þeim sjálf. Né á hún einhver uppáhaldshlutverk þar sem henni hefur fundist hún gera mun betur en annars staðar. Hún er leikari, fagmaður. Sum hlutverk standa þó hjarta hennar nær en önnur - sumar persónur. Ein slík er Steinunn í Galdra-Lofti. Það færist hlýja yfir svipinn þegar hún minn- ist þess hlutverks. „Það hlutverk markaði ákveðin tímamót í mínum ferli. Þar náði ég einhverjum árangri sem ég hafði ekki náð fram að því. Ég hafði haft góðan tíma til að undirbúa mig fyrir hlutverkið. Og ef til vill hefur það að einhverju leyti verið skírskotun til minnar eigin reynslu. En auk þess var eitthvað í Steinunni svo samgróið mínum uppruna, mínu uppeldi. Hún var stórbrotin, íslensk alþýðu- stúlka...“ Og þær eru fleiri. „Ég verð að viðurkenna að ég er mjög viðkvœm þegar maðurinn minn á í hlut og líka þess meðvituð að hann er stórgott leikritaskáld.“ 126 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.