Heimsmynd - 01.09.1986, Page 134

Heimsmynd - 01.09.1986, Page 134
ÓSKAR ÖRN JÖNSSON Og það eru fleiri en Valdimar Örn Flygenring og Skarphéðinn Njálsson sem kýla á hlutina. Thor Vilhjálmsson rithöf- undur átti að skila handritinu að nýju sögunni sinni þann 1. september en hann var búinn með bókina um miðjan ágúst. Vinnuheiti bókarinnar er Svo sem í skuggsjá. Útgefandi er Svart á hvítu. -Gaf ekki einhver annar út bækur þín- ar áður? „Jú, ýmsir, til dæmis dýrðarmaðurinn Ragnar í Smára. En ég hef ekki verið jafn ánægðpr með alla mína útgefendur. ísafold gaf út nokkrar minna bóka, en ég er löngu búinn að slíta öll tengsl við það kompaní og fór þaðan með hurðar- skellum. Það var gersamlega framtaks- laus maður þar við stjórn, sem vildi helst ekki borga nein ritlaun. Þar að auki setti þessi maður alltaf lappirnar upp á borð þegar hann var að tala við mig og það fór í taugarnar á mér. Ég sagði bara bless en nú eru þar víst nýir eigendur. Og þá hóf Iðunn útgáfu á bókunum mínum. Og nú síðast Svart á hvítu.“ -Og um hvað fjallar nýja bókin? „Ég vil bara segja að þetta er alíslensk saga, þó ég hafi löngum iðkað að nota þá lífsreynslu sem ég hef fengið erlendis ekki síður en heimafengna.“ -Hverjir heldurðu að lesi bækurnar þínar, Thor? „Það er ekki gott að segja. Það hefur aldrei verið gerð vísindaleg könnun á því.“ -Heldurðu að það séu íslenskir sjómenn? „Betra ef svo væri. Gjarnan vii ég hafa þá með mér. En það er nú þannig að rithöfundar hafa sjaldnast hugmynd um það fyrir hvern þeir eru að skrifa og hvernig bækurnar þeirra orka á lesand- ann. Þess vegna er starf rithöfundar oft einmanalegt. Ein fyrsta bókin mín hét reyndar Maðurínn er alltaf einn. Ég man að á meðan sú bók var að koma út bjóst ég við að henni yrði tekið með kostum og kynjum og fólk gengi syngjandi og dans- andi um götur borgarinnar líkt og á þjóð- hátíð. Svo fór ég niður í bæ og það söng ekki nokkur maður. Allt virtist óbreytt. Seinna komu margir menn að máli við mig og sögðust hafa orðið fyrir sterkum áhrifum einmitt frá þeirri bók. Hún hafi skipt sköpum fyrir þá. Og þá verður maður glaður. Ég er ekki fjarri því að þessi bók og reyndar fleiri bækur eftir mig hafi haft mótandi áhrif á heilu kyn- slóðirnar. Menn hafa að minnsta kosti sagt mér þetta.“ -Heldurðu að nýja bókin þín verði metsölubók? Nú hlær Thor: „Það skyldi þó aldrei vera! Ætli að það sé ekki kominn tími til þess? Ég hef reyndar aldrei verið við metsölubækur riðinn nema þegar ég þýddi bókina Nafn rósarinnar. Menn eins og Milan Kundera og Umberto Eco hafa sýnt fram á að góð bókmenntaverk geta orðið metsölubækur. Það er reyndar ný bóla í heimi hér.“ 134 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.