Heimsmynd - 01.09.1986, Page 134
ÓSKAR ÖRN JÖNSSON
Og það eru fleiri en Valdimar Örn
Flygenring og Skarphéðinn Njálsson sem
kýla á hlutina. Thor Vilhjálmsson rithöf-
undur átti að skila handritinu að nýju
sögunni sinni þann 1. september en hann
var búinn með bókina um miðjan ágúst.
Vinnuheiti bókarinnar er Svo sem í
skuggsjá. Útgefandi er Svart á hvítu.
-Gaf ekki einhver annar út bækur þín-
ar áður?
„Jú, ýmsir, til dæmis dýrðarmaðurinn
Ragnar í Smára. En ég hef ekki verið
jafn ánægðpr með alla mína útgefendur.
ísafold gaf út nokkrar minna bóka, en ég
er löngu búinn að slíta öll tengsl við það
kompaní og fór þaðan með hurðar-
skellum. Það var gersamlega framtaks-
laus maður þar við stjórn, sem vildi helst
ekki borga nein ritlaun. Þar að auki setti
þessi maður alltaf lappirnar upp á borð
þegar hann var að tala við mig og það fór
í taugarnar á mér. Ég sagði bara bless en
nú eru þar víst nýir eigendur. Og þá hóf
Iðunn útgáfu á bókunum mínum. Og nú
síðast Svart á hvítu.“
-Og um hvað fjallar nýja bókin?
„Ég vil bara segja að þetta er alíslensk
saga, þó ég hafi löngum iðkað að nota þá
lífsreynslu sem ég hef fengið erlendis
ekki síður en heimafengna.“
-Hverjir heldurðu að lesi bækurnar
þínar, Thor?
„Það er ekki gott að segja. Það hefur
aldrei verið gerð vísindaleg könnun á
því.“
-Heldurðu að það séu íslenskir
sjómenn?
„Betra ef svo væri. Gjarnan vii ég hafa
þá með mér. En það er nú þannig að
rithöfundar hafa sjaldnast hugmynd um
það fyrir hvern þeir eru að skrifa og
hvernig bækurnar þeirra orka á lesand-
ann. Þess vegna er starf rithöfundar oft
einmanalegt. Ein fyrsta bókin mín hét
reyndar Maðurínn er alltaf einn. Ég man
að á meðan sú bók var að koma út bjóst
ég við að henni yrði tekið með kostum og
kynjum og fólk gengi syngjandi og dans-
andi um götur borgarinnar líkt og á þjóð-
hátíð. Svo fór ég niður í bæ og það söng
ekki nokkur maður. Allt virtist óbreytt.
Seinna komu margir menn að máli við
mig og sögðust hafa orðið fyrir sterkum
áhrifum einmitt frá þeirri bók. Hún hafi
skipt sköpum fyrir þá. Og þá verður
maður glaður. Ég er ekki fjarri því að
þessi bók og reyndar fleiri bækur eftir
mig hafi haft mótandi áhrif á heilu kyn-
slóðirnar. Menn hafa að minnsta kosti
sagt mér þetta.“
-Heldurðu að nýja bókin þín verði
metsölubók?
Nú hlær Thor: „Það skyldi þó aldrei
vera! Ætli að það sé ekki kominn tími til
þess? Ég hef reyndar aldrei verið við
metsölubækur riðinn nema þegar ég
þýddi bókina Nafn rósarinnar. Menn
eins og Milan Kundera og Umberto Eco
hafa sýnt fram á að góð bókmenntaverk
geta orðið metsölubækur. Það er reyndar
ný bóla í heimi hér.“
134 HEIMSMYND