Heimsmynd - 01.11.1988, Qupperneq 26

Heimsmynd - 01.11.1988, Qupperneq 26
úddatrú, sem er ekki trú á guð eða guði, á rætur að rekja til indversks prins sem var uppi fyrir um 2500 árum. Hann varð ungur meinlætamaður í leit að tilgangi lífsins. Þótt Búdda þætti veraldarvafst- ur fánýtt var hann þeirrar skoðunar að hægt væri að byggja upp betri heim í þessari jarðvist. Hann hafði enga trú á heimspekilegum vangaveltum sem ekki fólu í sér lausnir og forðaðist vangavelt- ur um tilvist og eðli guðs. Honum fannst mikil- vægara að leysa aðkallandi vandamál líðandi stundar. Búdda stofnaði munkareglu og síðar nunnureglu. Inntak kenningar hans var að unnt væri að lifa lífinu án þjáningar sem væri afleiðing vanþekking- ar og öðlast með því móti hugarró og hamingju. Búdda setti fram kenninguna um óstöðugleika, að allir hlutir væru háðir sífelldum breytingum og þar af leiðandi mættu menn ekki ánetjast varanlegum hlutum eða hugmyndum. Önnur kenning hans fjallar um almenna þjáningu mannsins þar sem allar ver- ur þjást og sú þriðja er karma-lögmálið um orsök og afleið- ingu, þar sem gott leiðir til góðs og illt til ills. Búdda lagði áherslu á einingu heildarinnar þar sem ekkert sjálf er til heldur er einstaklingurinn órjúfanlegur hluti af allri lífs- heildinni. Hið mikilvægasta í búddisma er þjálfunin fremur en trúin og sannleikurinn er fólginn í uppljómun. Ekkert fyrirbæri á sér yfirnáttúrulega skýringu og engin yfirnáttúru- leg vera er skapari heimsins né stjórnar honum. Það er enginn til að biðja til í búdd- isma enda er allt útskýrt með karmalögmálinu með tilliti til afleiðingar en ekki með umb- un eða refsingu. Fyrir mörgum er búddismi dularfull trú eins og svo mörg önnur austræn trúarbrögð. Fólk gerir sér ýmsar hug- myndir um þessi trúarbrögð, oft eru þau afgreidd stuttlega og með fordómum. Þótt búdd- ismi eigi sér lengri sögu en kristni eru fordómarnir í þá veru að þetta séu frumstæð trúarbrögð úr tengslum við nútímann. Engu að síður eru sum þessara trúarbragða að festa sig í sessi í hraðskreiðum iðnaðarþjóðfélögum Vestur- landa og aðlaga sig hinu nýja umhverfi en samkvæmt skoðun- um þeirra sem aðhyllast búddisma er sérstaða hans meðal annars fólgin í aðlögunarhæfni trúarinnar, þar sem hún hefur tekið breytingum eftir því í hvaða menningarsamfélagi hún er iðkuð. Þannig er búddismi í Tailandi ólíkur búddisma í Japan eða Tíbet. Eftir að kínverskir kommúnistar innlimuðu Tíbet fyrir rúmum þremur áratugum hefur tíbeskum meisturum í út- legð. fjölgað. Ótrauðir halda þeir áfram að flytja boðskapinn allt frá Nepal og Indlandi til Bandaríkjanna. Þar stofnaði tí- beski meistarinn Trungpa skóla í Boulder og meðal fjölmargra nemenda var einn ættaður úr Sólheimunum í Reykjavík. Hon- um gaf Trungpa nafnið, Kunga Raltri (Sverð hinnar miklu gleði), en foreldrarnir höfðu upphaflega skírt hann til krist- innar trúar, Hans Eirík, árið 1957. Fyrir Eiríki er það engin tilviljun að hann kynntist búdd- isma. Hann var á flóamarkaði í Berlín þegar hann rakst á bók eftir Chogyam Trungpa, tíbeskan meistara sem í útlegð hafði stundað nám við Oxford-háskóla í Bretlandi og síðar haldið til Bandaríkjanna og stofnað skóla þar. „Ég fór til Berlínar árið 1980 í þeim tilgangi að nema heim- speki og trúarbragðafræði. Ég var ráðvilltur eins og svo margt annað ungt fólk. Við höfum slíka valkosti í lífinu en þorum oft ekki að helga okkur einhverju ákveðnu af ótta við vonbrigði. Ég var rótlaus og fann mig ekki á nýja staðnum. Ég hafði hætt námi í Tónlistarskólanum í Reykjavík, selt sellóið mitt og sagt skilið við tónlistina. Ég fann mig ekki í náminu í Berlín. Núna finnst mér yfirferð í trúarbragðafræðum við háskólann þar yfirborðskennd í samanburði við það sem ég kynntist síðar. Skilgreiningar á trú voru í freudískum dúr og snertu mann á engan hátt persónulega. Prófessorarnir, sem voru margir mjög færir, finnast mér núna hafa verið tilfinningalega harðnaðir af langri og strangri vist í fílabeinsturni akademíunnar. Utan skólans hélt ég áfram persónulegri leit minni. Ég varð mein- lætamaður, lifði á grasafæði, svaf á hörðu gólfi en fannst til- veran fánýt, listir, umhverfi og fólk almennt snerti mig ekki. Ég var fullur af vantrausti og strangur við sjálfan mig. Með meinlætinu taldi ég mig geta fundið einhvern tilgang. í raun var ég aðeins mjög upptekinn af sjálfum mér. Þegar ég rakst á bókina eftir meistara Trungpa gleypti ég hana í mig. Síðan leitaði ég uppi námskeið í öllum háskólum í Þýskalandi til að athuga hvar tíbeskur búddismi væri kenndur og komst að því að slík námskeið voru við háskólana í Bonn og Hamborg. Ég fór til Bonn 1982 og hitti þar einn nemanda Trungpa, dr. Jere- my Hayward, sem er bandarískur kjarneðlisfræðingur og sendikennari í Þýskalandi. Hann kom mér í samband við mið- stöð Trungpa í Evrópu, sem er í Marburgh, en Trungpa er tal- inn einn merkasti tíbeski meistarinn sem fluttist til Vestur- landa og af sumum sá umdeildasti. Hann var umdeildur vegna þess að hann útskýrði búddismann á nútímamáli og í nútíma- hugtökum auk þess sem hann gagnrýndi allt fals og dýrðar- ljóma sem fylgdi austrænum trúarbrögðum. Hann fjarlægði út- lendar og framandi umbúðir fræðanna, þannig að kjarninn kæmist til skila á ferskan hátt.“ Eiríkur dvaldist í Marburgh í tæpt ár, bjó í sambýli við iðk- endur búddisma og kynntist þar hugleiðslu. Síðar flutti hann inn á heimili sendikennara Trungpa og í ársbyrjun 1984 hélt hann á vit meistarans sjálfs, til Boulder í Colorado. „Ég var hræddur og óöruggur í þessu framandi umhverfi en um leið fullur áhuga og gleði yfir því sem beið mín.“ Sú tegund búddisma sem Eiríkur leggur stund á er vajrayana búddismi sem iðkaður hefur verið í Tíbet um aldir og er hann að nokkru frábrugðinn hinayana búddisma og mahayana. Hinayana búddisminn barst til dæmis til Evrópu frá Tailandi og Ceylon en mahayana hefur verið iðkaður í Japan. Að sögn Eiríks er mahayana meira bundinn við strang- ari iðkun og einfaldleika í ytri formum en tíbeska hefðin. „Búddismi barst til Tíbet frá Indlandi á áttundu öld. Á Ind- landi hafði þessi búddismi verið iðkaður í klaustrum sem og af hópi manna utan þeirra sem lifðu í ákveðinni andstöðu við aga klaustranna. Þeir innlimuðu í iðkunina bæði veikleika sína og lífsnautnir. í Tíbet héldu þessir straumar áfram að samlag- ast, klausturmenningin annars vegar og þeir sem voru ekki bundnir munka- eða nunnuheitum hins vegar en iðkuðu búdd- ismann af miklum heilindum. Með þessu móti skapaðist ákveðið jafnvægi og báðir hóparnir náðu að þróa með sér há- menningu. Tíbet var lénsveldi þar til kommúnistar innlimuðu það og rústuðu flest klaustur í landinu. Helstu forvígismenn flýðu þá til Indlands, Nepal og sumir hverjir til Evrópu. Búddisminn í Japan á ýmislegt sameiginlegt með þeim tí- beska, hann er tengdari menningu og listum en hinayana en tíbeski búddisminn gengur lengra í frjálsræðisátt en hinar gerðirnar, sérstaklega í umburðarlyndi gagnvart öllum for- mum lífsins og tilfinningum í iðkun. Munurinn á þessum mis- munandi gerðum búddismans sést vel á því hvernig aðlögun þeirra er að vestrænni menningu. Bæði japanski og tailenski búddisminn halda fast í þjóð- ernislegan bakgrunn en sá tíbeski aðlagar sig að nýjum menn- ingarheildum. Þá er áhersla þessara greina búddismans til Hið mikilvægasta í búddisma er þjálfunin fremur en trúin og sannleikurinn er fólginn í uppljómun 26 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.