Heimsmynd - 01.11.1988, Page 104

Heimsmynd - 01.11.1988, Page 104
Þótt tískuhönnuðir sæki nú hug- myndir í meistaraverk fyrri ára þá ríkti nánara samband milli listamanna og tískuhönnuða á þriðja og fjórða ára- tug þessarar aldar. Frumlegustu fötin sem Elsa Schiaparelli hannaði voru öll unnin í samvinnu við Salvador Dali. Eitt frægasta dæmið um árang- ur þessarar samvinnu var hattur sem leit út eins og háhælaður skór. Schi- aparelli gerði súrrealisma að umtals- efni og tískufyrirbrigði. Hún klæddi meðal annars Elsie de Wolf sem var meðal annars þekkt fyrir að halda grímuböll þar sem allir voru klæddir í anda súrrealismans. Margar fræg- ustu leikkonur þessa tíma, meðal annars Marlene Dietrich, Mae West og Claudette Colbert, klæddust föt- um frá Schiaparelli. í lok fjórða áratugarins og fram á þann fimmta teiknuðu frumherjar súrrealismans, þar á meðal Dali, Re- ne Magritte og Giorgio de Chirico, auglýsingar, forsíður og myndir fyrir ýms tískublöð, sérstaklega Vogue. Dali sá jafnvel um gluggaskreytingar í Bonwitt Teller versluninni í New York. Allur þorri manna í Bretlandi hafði sín fyrstu kynni af súrrealisma af síðum tískurita en ekki málverk- um eða listmunum hópsins. Það var Schia- parelli sem kynnti helstu súrrealista samtímans fyrir Ijósmyndurunum Cecil Beaton og Horst. Enn þann dag í dag bera Ijós- myndir í tískublöðum oft keim af súr- realisma. Ljósmyndarar fögnuðu kenningum súrrealistanna vegna þess að þær gerðu þeim kleyft að ná athygli fólks og hefja svo hversdag- lega hluti sem fatnað yfir það hefð- bundna. Þessir Ijósmyndarar gátu Kvöldkjóll hannaður af Yves Saint Laurent. Kúbískt málverk eftir Braque var fyrirmyndin. þannig skapað mynd sem var í senn óvenjuleg, glæsileg og dularfull. Beaton hvatti fólk óspart til að beita kenningum súrrealista heima fyrir. „Nú til dags er aðeins hægt að ná fram sláandi glæsileika með því að láta hversdagslega hluti gegna öðru hlutverki en þeim var upphaflega ætlað. Stálull, handþeytarar, viska- stykki og herðatré eru allt hlutir sem sauma má utan á fötin - áhrifin verða í senn óvænt og ögrandi." Þaö er kaldhæðnislegt að hugsa til þess að súrrealismi skuli hafa haft svona mikil áhrif á jafn yfirborðs- kennt fyrirbæri og tískuna. Markmið súrrealista var að skynja undirmeð- vitundina og draumana og tjá síðan í verkum sínum. Tískan eltist við ytri fegurð en súrrealistar sóttust eftir innri veruleika. Þessar andstæður verða sérstaklega áberandi í teikn- ingu sem Dali gerði fyrir tískublaðið Vogue árið 1937. Teikningin kallast „Mig dreymir um kvöldkjól“ og á henni sjást afhöggvið höfuð og glæsilegur kvöldkjóll í súrrealistísku landslagi. Andstæðurnar verða enn fáránlegri þegar hugsað er til þess að teikningu þessari var ætlað að selja kjóla. □ Það er kaldhæðnislegt að súrrealisminn skuli hafa haft svona mikil áhrif á jafnyfirborðskennt fyrirbæri og tískuna 104 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.