Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 19
UPPLJÓSTRANIR
MARGRET A UTOPNU ... FRAMLAG ISLANDS I PERSAFLOADEILUNNI
Seinheppni ráöherrann.
JÚLÍUS OG JEPPINN
Arshátíð stjórnarráðsins
var haldin með pompi og
pragt á Hótel íslandi þann
25. janúar. Hljómsveit Onnu
Vilhjálms lék fyrir dansi, ráð-
herrar völsuðu um gólfin og
Spaugstofumenn skemmtu
gestum á sviðinu í gervi
þeirra. Nokkur hundruð
starfsmenn ráðuneytanna og
makar mættu prúðbúnir til
að hlusta á Júlíus Sólnes
flytja hátíðarræðu kvöldsins.
Þá fyrstu og síðustu, hugsuðu
ef til vill margir, þar sem
Júlíusi umhverfisráðherra er
ekki spáð löngum lífdögum í
stjórnmálum. Fylgi Borgara-
flokksins mælist vart og fáir
búast við því að flokkurinn
nái þingmanni inn í næstu
kosningum. Júlíus Sólnes var
mikill sjálfstæðismaður áður
en hann gekk til liðs við
Borgaraflokkinn og síðar
ríkjandi vinstristjórn. Upp úr
krafsinu hafði hann ráðherra-
embætti og fínan jeppa, sem
vakið hefur mikla athygli.
Um síðustu páska velti Júlíus
jeppanum. Vitni að atburðin-
um segja jeppann hafa oltið á
hliðina farþegamegin og því
hafi ráðherrann getað rúllað
rúðunni sín megin niður,
stokkið bísperrtur upp um
gluggann eins og skriðdreka-
foringi og sagt: Allt í lagi
með mig, allt í lagi með mig.
Síðan stökk hann út úr bíln-
um, gekk í kringum jeppann
og sparkaði í hann hér og þar
með þeim ummælum að
þetta væri nú minnsta mál.
Sjónarvottar mátu skemmd-
irnar á bilinu 150 til 200 þús-
und krónur, þar sem sú hlið á
bílnum, sem niður sneri, var
ónýt. Nú er búið að gera við
bflinn og spurning hvort
Júlíus geti ekki haldið honum
áfram eftir næstu kosningar.
Þá mætti hugsa sér að jepp-
inn gæti verið framlag Islands
til fjölþjóðahersins við Persa-
flóa. Þessi rándýri jeppi er
útbúinn stórflóknum meng-
unarvarnarútbúnaði þannig
að Júlíusi ætti ekkert að vera
að vanbúnaði að vera í
fremstu víglínu nálægt brenn-
andi olíulindum og nota
þennan merka útbúnað til að
hreinsa eiturgufurnar úr
efnavopnum úrvalshers
Saddams.
SENUFÍKLAR
I nýútkominni bók sinni um
Stöðvar 2-ævintýrið verður
Jóni Óttari Ragnarssyni,
fyrrum sjónvarpsstjóra, tíð-
rætt um senufíkla, fólk sem
njóti þess að vera í sviðs-
ljósinu. Skömmu áður en
Stöð 2 var sett á laggirnar
sagði Helgarpósturinn sál-
ugi frá því að Jón Óttar
Ragnarsson hefði sett það
sem skilyrði, veitti hann
blaðaviðtai, að hann yrði á
forsíðu við-
komandi
blaðs. í bók-
inni birtir
hann mynd
af einni
slíkri forsíðu
þar sem
hann er
ásamt kær-
ustu sinni en
honum verð-
ur tíðrætt
um konurn-
ar í lífi sínu í
þessari títt-
nefndu bók
og hafa þær
konur einnig
skreytt for-
síður blaða
og tímarita.
Nú bregður svo við að
myndir birtast af ungri
konu sem starfað hefur á
Aðalstöðinni og er að flytja
sig um set yfir á Rás 2.
Morgunblaðið var með
frétt um hana, Pressan og
fólk á örugglega eftir að
heyra meira frá Margréti
Hrafnsdóttur. Blaðamanni
HEIMSMYNDAR fannst
hún forvitnilegt viðtalsefni
af ýmsum ástœðum og fal-
aðist eftir viðtali. Margrét
sagðist ekki vilja koma í
viðtal nema hún fengi að
vera á forsíðu tímaritsins.
Blaðamaðurinn tjáði henni
að slík skilyrði væru aldrei
samþykkt. Skömmu síðar
féllst hún á að koma í viðtal
án nokkurra vilyrða. Blaða-
maðurinn afhenti viðtalið á
ritstjórn blaðsins nokkrum
dögum síðar. f umræddu
viðtali varð Margréti tíð-
rætt um senufíkla, frjálsar
útvarps- og sjónvarpsstöðv-
ar, andúð sína á menning-
arsjóði útvarpsstöðva og
fleiri mál sem hefta að
hennar mati markaðsskil-
yrði frjálsu stöðvanna í
samkeppni við ríkið. En
þegar hér var komið við
sögu segir
Margrét
þessum
blaða-
manni að
fleiri tíma-
rit séu á
höttunum
eftir henni
og hún
sætti sig
ekki við
minna en
forsíðu.
Blaðamað-
urinn
minnir
hana á að
hún hafi
fallið frá
öllum slík-
um skilyrð-
um áður en viðtalið var
tekið og HEIMSMYND
taki aldrei viðtöl á þessum
forsendum. Margrét lét þau
rök sem vind um eyru
þjóta: Forsíðan ellegar ekk-
ert viðtall Við það varð
blaðamaðurinn að sætta sig
og að nokkurra daga vinna
væri farin í súginn. Von-
andi mætir Margrét sjálf
ekki þessum vinnubrögðum
á vegi sínum í hörðum
heimi fjölmiðlanna. Eða
mega viðmælendur ríkisút-
varpsins búa sig undir það
að vera lofað topptíma í
kvöldfréttunum mæti þeir í
viðtal hjá Margréti á rás-
inni?
HEIMSMYND 19