Heimsmynd - 01.03.1991, Side 91

Heimsmynd - 01.03.1991, Side 91
A special section on global affairs prepared for Heimsmynd r TheWorldPaper BÓKHALDARAR HALDA UM TAUMANA Spekingar markaðstorgsins ; • V .V.v v EFTIR NlGEL ADAM í London, Bretlandi Góðlátlegur Walesbúi, Keith Burgess, er einn í hópi þús- unda kaupsýslumanna sem helltust yfir Moskvu á síðasta ári. Eins og flestar aðrar stórborgir í Sovétríkjunum er höfuð- borgin umsetin vestrænum kaupsýslumönnum sem hafa ákafar væntingar um hagsbætur af perestrojkunni. Burgess kom með flugi frá London, þar sem hann stjórnar Andersen Consulting, sem er útibú frá bókhaldsfyrirtækinu Arthur Andersen í Chicago, og sérhæfir sig í ráðgjöf um stjóm- un fyrirtækja. Hann sneri heim aftur að nokkrum dögum liðn- um með óvenjulegt verkefni fyrir Moskvu sovétið: Að ráðleggja borgaryfirvöldum hvemig þau gætu bætt heldur slitrótt dreifing- arkerfi brauðs svo að það kæmist í búðir. Andersen tók brauðdreifingarkerfið þegar til skoðunar og er nú með vinnuhóp í Moskvu sem á að sjá um að ráðleggingum hans sé framfylgt. Þær ráðleggingar eru víðtækar, allt frá því að auka framleiðni í brauðgerðum til bætts pantanakerfis í brauð- búðunum. „Við ákváðum að skoða kerfið í heild sinni í stað þess að búta það niður og skoða afmarkaða parta eins og Sovétmenn- ^irnir höfðu gert,“ sagði Burgess. Stóru bókhaldsfyrirtækin eru nú afl á heimsmælikvarða og ná nú inn á svið kaupsýslu sem var ókannað land fyrir aðeins einum áratug. Núna er bókhaldara frá einhverj- um þeirra, sem kallaðir eru ,,Þcir sex stóru“, að finna heimshomanna á milli að gefa ráð um jafngerólík verkefni og brauðdreifingu í Moskvu og einkavæð- ingu í Argentínu. Orðið „bókhaldari“ á vart við lengur þar sem þessi stóru fyrirtæki fást við margvísleg verkefni sem eru langt umfram það sem hingað til hef- ur verið kallað „bókhald". framhald á nœstu síðu s i HEIMSMYND 91

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.