Heimsmynd - 01.06.1991, Side 45

Heimsmynd - 01.06.1991, Side 45
„Mest gagn gerir fólk með því að draga úr notkun á einnota vörum eins og frekast er kostur. Ég held að öll þessi áhersla á einnota umbúðir og endurvinnslu sé aðeins tímabundið fyrir- bæri sem eigi eftir að breytast á næstu tíu til fimmtán árum. Endurvinnsla er í raun aðeins leið til að bjarga sér út úr þeim vanda sem notkun einnotaumbúða skapar og er sjálf orkufrek og mengar umhverfið. Það sem mun koma í staðinn er fram- leiðsla á marguptaumbúðum. Aherslan í framtíðinni verður á gjörnýtingu frekar en endurvinnslu." Segja má að sjöundi áratugurinn hafi verið fyrra blómaskeið umhverfismálaumræðunnar. Hún féll vel inn í hippamenning- una en áhuginn fjaraði út upp úr miðjum áttunda áratugnum þegar önnur tíska og viðhorf urðu ráðandi í þjóðfélagsumræð- unni. Umhverfismál komust síðan aftur í brennidepilinn um miðjan níunda áratuginn og hafa orðið æ fyrirferðarmeiri af þeirri einföldu ástæðu að ekki verður lengur horft fram hjá vandanum. „Vandamálin eru farin að brenna mun meir á fólkinu sjálfu en þau gerðu fyrir tuttugu árum. Ibúar stór- borga Evrópu og Bandaríkjanna finna orðið persónulega fyrir þessu, þeir anda að sér menguðu lofti og horfa á skógana deyja. Þeir sem hvað mest velta þessum málum fyrir sér eru orðnir uggandi um hversu lítið er eftir af óspilltum landsvæð- um. Flest er þetta vel stætt fólk úr efri millistétt sem hefur tíma til að njóta náttúrunnar og er farið að meta það mikils að geta notið ósnortinnar náttúru." Það gefur augaleið að íslend- ingar ættu að geta nýtt sér óspillta náttúru landsins til að draga að þennan hóp fólks. En tíminn er einnig að hlaupa frá okkur. „Ég held að við séum á seinni skipunum með að friða svæði á hálendinu. Ef við gerum ekkert í þessum málum næstu tíu árin verður það sennilega orðið of seint,“ segir Þóra Ellen. Aætlað er að nú þegar séu risnir um fimm hundruð skálar og skýli á hálendi Islands og hvarvetna má sjá slóða eft- ir bíla og önnur farartæki. „Lítið hefur verið rætt um að af- marka tiltekin ósnortin svæði á íslensku öræfunum og friða þau. Slík svæði, ég tala nú ekki um þau sem búa yfir jafnfal- legri náttúru og þau íslensku, eru alls ekki lengur til í mörgum löndum. Þetta er náttúruauðlind sem Evrópubúar og einkum Þjóðverjar sækjast mikið eftir. Stöðug ásókn hvers kyns fé- lagasamtaka og einstaklinga í að fá að reisa mannvirki á há- lendinu ógnar hins vegar verulega þessari sérstöðu íslands. Það má í raun segja að íslensku óbyggðirnar séu sérlega við- kvæmar fyrir byggingu allra mannvirkja vegna þess hversu til- finningin fyrir víðáttunni og útsýninu er mikill hluti náttúru- fegurðar þeirra. Blár, hvítur, svartur og grænn eru einu litirnir í umhverfinu og því stinga skálar úr rauðu eða gulu bárujárni verulega í stúf við umhverfið og draga úr þessari miklu tilfinn- ingu fyrir víðáttunni. “ Að sögn Þóru Ellenar má merkja nokkra áherslubreytingu í umhverfismálaumræðu á allra síðustu árum. Vísindamenn leggja nú stöðugt meiri áherslu á það að vernda fjölbreytileika náttúrunnar því staðreyndin er sú að árlega er gífurlegum fjölda plantna og dýrategunda útrýmt. „Utrýming einnar teg- undar skiptir ef til vill ekki máli og ekki heldur þúsund teg- unda en hvenær að því kemur að það fer að skipta máli veit enginn. Það er þess vegna sem vísindamenn leggja stöðugt meiri áherslu á að sporna gegn þessari þróun.“ Það er ljóst að á mörgu þarf að taka og ekki seinna vænna að fara að hefjast handa. Margt smátt gerir eitt stórt, segir einhvers staðar og það á einmitt við hér. Hver og einn verður að líta í eigin barm og leggja sitt af mörkum til að árangur náist.D Það sem þú getur gert • Sneiddu frá vörum í óþarflega miklum umbúð- um og umbúðum sem eru mengandi í fram- leiðslu. • Takmarkaðu notkun þunnra plastpoka í versl- unum. • Notaðu innkaupapoka eða tösku í stað þess að kaupa nýjan plastpoka í hvert sinn. • Kauptu ekki vörur í úðabrúsum nema vera viss um að þær innihaldi ekki ósoneyðandi efni. • Kauptu umhverfisvænar vörur, t.d. þvottaefni án fosfata, salernispappír og eldhúsrúllur úr endurunnum pappír og egg í bökkum úr end- urunnum og óbleiktum pappír. • Dreptu á bílnum þegar hann stendur kyrr. • Skildu bílinn aldrei eftir í gangi þótt þú ætlir að stoppa stutt. • Notaðu taubleiur á barnið, ekki pappírsbleiur. • Forðastu að nota einnota hluti. Notaðu borð- og gólftusku í stað eldhúsrúllu, kauptu gos í glerflöskum, hvolfdu heldur disk yfir mataraf- ganga áður en þeir eru settir inn í ísskáp en að setja plast yfir þá. Notaðu aldrei einnota diska, hnífapör eða drykkjarílát. • Sparaðu þvottaefni. Notaðu minni uppþvotta- lög og minna þvottaduft í þvottavélina og upp- þvottavélina, þannig má bæði spara peninga og stuðla að minni mengun. • Reyndu eins og kostur er að komast hjá notk- un efna sem eru verulega skaðleg umhverfinu eins og skordýraeitur og klór. • Safnaðu saman og skilaðu til réttra aðila raf- hlöðum og afgöngum af olíumálingu. • Skilaðu endurvinnanlegum umbúðum eins og dósum og plastflöskum. • Láttu stilla bílinn reglulega svo hann mengi eins lítið og kostur er og dragðu úr óþarfa eldsneytiseyðslu. • Komdu upp safnhaug í garðinum og settu í hann garðúrgang. • Skildu aldrei eftir rusl í náttúrunni, rusl á ekki heldur að grafa. • Notaðu strætó og gangtu þegar stutt er að fara. HEIMSMYND 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.