Heimsmynd - 01.06.1991, Síða 67

Heimsmynd - 01.06.1991, Síða 67
Farsóttir geisuðu í Kína á bessum árum. Árið 1946 veiktist Jóhann af Asíu-sýki og lengi var óttast um líf hans. Sjálf veiktist Astrid bæði af blóðkreppusótt og malaríu. Astrid vill sem minnst gera úr sínu starfi á kristniboðsakrinum en Ijóst er að fullur jöfnuður var með þeim hjónum og að hún reyndist manni sínum ómetan- legur styrkur bæði í starfi þeirra í austurlöndum fjær og eins eftir að þau fluttu heim til íslands. Leiðir Jóhanns og Astrid lágu saman á kristilegum æskulýðsskóla í Danvík í Noregi. Astrid tók fljótt eftir íslendingnum í skólanum og byrjaði að hjálpa honum með norskuna. Hún hafði þá þegar ákveðið að gerast kristniboði og átti vafalaust sinn þátt í að vekja áhuga Jóhanns á því málefni. Faðir hennar var einn af stofnendum skólans, og var andrúmsloftið í skólanum mjög til þess fall- ið að vekja áhuga á kristniboði. Þorstcinn bróðir hennar var kristniboði á Ma- dagaskar og sjálf hafði Astrid hugsað sér að gerast kristniboði þar, en Jóhann hafði meiri áhuga á að fara til Kína og má vafalaust rekja þann áhuga til þess að þar hafði Ólafur Ólafsson kristniboði starfað á árunum 1921 til 1935. Frá Danvík lá leið Jóhanns á kristniboðsskóla í Stavangri. Þaðan lauk hann stúdentsprófi með sérlega glæsilegum vitnisburði. Var Jóhann með hæstu ein- kunn allra þeirra sem prófið tóku og fékk meðal annars ágætiseinkunn í fimm tungumálum. Átti hæfileikinn til að læra tungumál eftir að koma sér vel á kristniboðsakrinum í Kína. Astrid bjó sig líka vel undir starfið í Kína, lærði hjúkrun og gekk á kristniboðsskóla fyrir konur. Þegar á bernskuárum Jóhanns í Grafningnum höfðu gert vart við sig aðrir eiginleikar hjá honum er einnig áttu eftir að koma sér vel í Kína. Valgerður systir hans minnist þess sér- staklega að hann hafði aldrei á móti því að fara sendiferðir á bæi. Fólk á öðrum bæjum hafði orð á því að hann væri ótrúlega fróðleiksfús, og sérstaka athygli vakti að hann spurði um útlönd. Hann var sendur með öll fundarboð á milli bæja og var alltaf tilbúinn að fara. Síðar á lífsleiðinni birtist þessi sami eiginleiki í því að hann var óhræddur við að fara langan vega gangandi á milli bæja í Kína. Auk námsins á kristniboðsskólanum í Stavangri lagði Jóhann á sig mikið nám áður en þau hjónin héldu til Kína. Hann las guðfræði við Háskóla íslands og lauk þaðan embættis- prófi 1936 með hæstu einkunn sem tekin hafði verið við guðfræðideildina, auk þess sem hann nam haustið 1937 hjá kunnasta guðfræðingi þessarar aldar, höfuðandstæðingi frjáls- lyndu guðfræðinnar svokölluðu, sjálfum Karli Barth í Basel. Barth hafði tveimur árum áð- ur verið vikið úr embætti við háskólann í Bonn vegna þess að hann neitaði að sverja stjórn nasista hollustueið. Þá las Jóhann einnig nokkuð í læknisfræði og var við enskunám í Lond- on um skeið. Jóhann var vígður kristniboðsprestur 27. júní 1937 af Jóni Helgasyni biskupi. Þau Astrid og Jóhann gengu svo í hjónaband í nóvember 1938, ári áður en þau héldu til Kína. Á leiðinni til Kína, frá Feneyjum til Hong Kong, voru þau samskipa 600 ofsóttum gyð- ingum. Þar var um að ræða þýska gyðinga sem reknir höfðu verið frá Þýskalandi allslausir, og höfðu margir þeirra áður mátt þola pyntingar í fangabúðum nasista. Jóhann hefur lýst því hve átakanleg og hrollvekjandi reynsla það hafi verið að sjá spádóma Barths uppfyllast í meðferð nasista á gyðingum. Þessir gyðingar voru á leið til Shanghai vegna þess að hún var þá nokkurs konar fríborg er hafði gleymt að setja lög til að banna inn- flutning ríkisfangslausra manna. Astrid er þetta ferðalag mjög minnisstætt. Sérstaklega minnist hún gyðinga sem þau kynntust vel á skipinu. Það var fjölskylda sem þau spjölluðu mikið við. Talaði Jóhann ekki síst við 16 ára gamla dóttur í fjölskyldunni sem var sýnilega mjög vel greind. Hún varð fyrir miklum áhrifum frá Jóhanni og tók síðar kristna trú og er það sannarlega ekki á hverjum degi sem gyðingar taka kristna trú enda eiga þeir sem það gera á hættu að verða útskúfaðir úr fjölskyldum sínum. Svo fór þó ekki í þetta sinn og höfðu Astrid og Jóhann síðar samband við þessa fjölskyldu sem settist að í Shanghai og hittu hana einnig síðar í Hong Kong. Það má því með sanni segja að kristniboð þeirra Jóhanns og Astrid hafi verið tekið að bera ávöxt þegar á leið- inni til Kína. Ekki er vafi á því að þessi kynni Jóhanns af þjáningum gyðinga höfðu varanleg áhrif á hann og fjallaði hann oft um samband gyðinga og kristinna manna og orsakir gyðingaofsókna. Ari eftir að þau Astrid og Jó- hann gengu í hjonaband héldu þau til Kína. stríðshrjáð land Astrid og Jóhann þurftu að byrja að læra mandarín-kínversku í Hong Kong, og ekki var þá unnt að komast inn á meginland Kína, sem var mjög stríðshrjáð land. Styrjöld hafði geisað þar um árabil því Japanir höfðu ráðist á landið 1936 og tekið stór landsvæði, og varð ekki lát á stríðsátökum meðan á dvöl þeirra hjóna í Kína stóð, því í kjölfar heimsstyrjaldarinnar kom borgara- styrjöld. Það var ekki fyrr en árið eftir komuna til Hong Kong sem þeim opnaðist Ieið inn á meginlandið. Þeim hafði verið úthlutað starfi í Húnan-fylki. En það var ekki heiglum hent að komast þangað. Sprengjum hafði verið varpað á járnbrautir og vegi. Þau hjónin ferðuðust því mest á fljótabátum að næturlagi vegna hættu á sprengju- árásum frá japönskum flugvélum. Þau komust þó klakklaust á leiðarenda og dvöldu fyrst í Yiyang í Húnan- fylki. Voru þau þar um skeið til að æfast í málinu og kynnast kristniboðsstarfinu af eigin raun, en þar voru að- alstöðvar Norska kristniboðsfélagsins. Aðstaða norsku kristniboðanna varð mjög alvarleg eftir að Noregur var hernuminn í apríl 1940 þar sem ekki var unnt að senda neina peninga frá Noregi eftir það. Brugðust kristniboð- arnir við með því að skera niður laun sín um helming en urðu jafnframt að segja upp allmörgum af kínverskum starfsmönnum sínum. Kínverska er að mörgu leyti mjög erfitt tungumál og hreint ekki auðvelt í framburði því það varðar miklu í hvaða tónhæð orðin eru flutt. Af röngum framburði gat því oft orðið mikill misskilningur. Eitt sinn meðan á dvöl þeirra í Hong Kong stóð bað Astrid þjón sinn að koma og sækja saumavélina. „Flann horfði undrandi á mig en kom svo að vörmu spori með hænu í fanginu. Ég rak upp stór augu en áttaði mig síðan á því að ég hafði ekki sungið orðið rétt. Við hlógum mikið að þessu.“ HEIMSMYND 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.