Heimsmynd - 01.06.1991, Blaðsíða 93

Heimsmynd - 01.06.1991, Blaðsíða 93
geta raunverulega hjálpað manni. Það eru reyndar aðeins tveir eða þrír slíkir gagnrýnendur og ég held að leikarar taki mikið mark á þeim og virði þá. Þessir menn hafa ekki fyrirfram mótaða skoð- un eins og svo margir. Lélegur gagnrýn- andi er sá sem fer með því hugarfari á tónleika hjá Bob Dylan að hann sé léleg- ur og reynir síðan að rökstyðja þessa fyr- irfram mótuðu skoðun sína. Það sama gildir um kvikmyndir. Þetta er það sem maður finnur svo oft fyrir hjá gagnrýn- endum og þess vegna er ekki nema von að maður taki lítið mark á þeim. Sjálfur er ég gagnrýnastur allra á eigin verk.“ Nú kemur aðstoðarmaður leikstjórans í annað sinn til að minna Mick Jagger á að ekki sé lengur til setunnar boðið, hann verði að fara að hafa fataskipti svo kvikmyndatökurnar geti hafist. Við þessa áminningu stekkur hann leifturs- nöggt upp úr stólnum, afsakar sig og þakkar fyrir spjallið og er horfinn áður en ég veit af. Það verður úr að ég fæ að fylgjast með þeirri senu sem á að fara að mynda með Jagger. Hún er hluti af loka- bardaga milli góðs og ills. Ætlunin er að láta sprengjum rigna yfir senuna við und- irleik skothríðar fimmtán vélbyssa. Fjöldi fólks er viðstaddur upptökuna, ekki aðeins starfsfólk heldur einnig nokkur hópur áhorfenda. Þarna er með- al annarra mættur stórleikarinn Martin Sheen, faðir Emilio Estevez, ásamt stór- um hópi prúðbúinna kvenna. Hann er örlitlu hærri en sonur hans og ólíkt betur klæddur þetta kvöld. Hann er í bláum blazerjakka, gráum buxum og með bindi. Einhver úr hóp starfsfólksins hvíslar að mér að nú fari hann að trúa þeim sögum sem gangi um kvensemi þeirra feðga. Þeir eru stórtækir í kvenna- málum og eru sagðir hafa staðið í fjölda deilna vegna barnsfaðernismála. Nýsjálenski Ieikstjórinn Geoff Murphy, klæddur í leðurfrakka með barðastóran leðurhatt, situr í stól við hlið kvikmyndatökumannsins og gefur fyrirskipanir og virðist lítið kippa sér upp við allan þennan áhorfendafjölda. Jagger er kominn í sitt gervi, svartar buxur með linda og fjólubláa skyrtu, og bíður þess að fá frekari fyrirmæli. Eftir um hálfrar klukkustundar bið taka við æfingar á þessu mínútu-langa atriði þar sem menn Jaggers stráfella verði Estevez. Loks rennur stundin upp, nú á að festa atriðið á filmu. Þá uppgötvast að marga úr hópi áhorfenda vantar eyrnatappa og sömu- leiðis Jagger. Er því hafist handa við að útvega mannskapnum þessi nauðsynlegu öryggistæki því sprengingarnar eru svo magnaðar að þegar til kemur hristist öll byggingin og nötrar. Það er ekki annað að sjá en að Jagger hafi mikið gaman af öllu þessu umstangi. Hann vindur sér þangað sem ég stend og spyr hvort ég hafi ekki örugglega fengið eitt sett og sýnir mér síðan með miklu handapati hvernig best sé að nota þessa vaxklumpa sem eyrnatappa. Það er auðséð að hann skemmtir sér konunglega yfir öllu sam- an. „Ég hef haft gaman af vísindaskáld- sögum síðan ég var strákur,“ segir hann. Þess má geta að Jagger hannaði í sam- vinnu við arkitekta sviðið fyrir Steel Wheels hljómleikaferðalag Rolling Ston- es um Bandaríkin og Urban Jungle ferð- ina um Evrópu árið 1989-90 með um- hverfi framtíðarmyndanna Blade Runner og Brazil í huga. „Maður verður að vera mjög sterkur til að halda sínum hlut í myndum sem þessum því það eru tækni- brellurnar sem eru í aðalhlutverki. Það eru líka nokkur mjög góð áhættuatriði í henni og ég verð að viðurkenna að mér finnst mjög gaman að sjá hvernig farið er að því að framkvæma þau. Reyndar þarf ég sjálfur að framkvæma nokkur en eng- in mjög hættuleg. Ég legg ekki í þau hættulegu," segir Jagger og brosir lymskulega. „Þú ættir að sjá hvað þessir áhættuleikarar verða að leggja á sig. Þeir aka bíl á ofsahraða upp örmjóa spítu og síðan þeytist bíllinn upp í loftið, snýst í nokkra hringi og fer yfir steyptan vegg áður en hann lendir. Þegar síðan vesal- ings leikarinn kemur ringlaður út úr biln- um og spyr hvernig hafi tekist til er hon- um sagt að það þurfi að taka atriðið aft- ur. Nei, áhættuatriði eru eitthvað sem ég vildi helst vera laus við en það er gaman að horfa á þau.“ Loks eru allir komnir á sinn stað og aðstoðarmaður byrjar að telja niður. „Fimm, fjórir, þrír, tveir, einn,“ og myndavélarnar fara af stað um leið og sprengingarnar dynja og menn Jaggers þeysa um gólfið með byssur í hendi og stráfella andstæðingana. Á meðan stend- ur Jagger álengdar, illilegur á svip og fylgist með framgöngu sinna manna. Hann tekur sig vel út en það er illgerlegt að draga ályktun út frá þessari örstuttu senu um það hversu djúpt leiklistarhæfi- leikar Jaggers rista. Senan er á enda án þess að nokkur heyrist kalla „klippa“ og leikararnir slaka á. En leikstjórinn er ekki ánægður þannig að hafist er handa við að taka atriðið upp að nýju og nú frá öðrum sjónarhóli. Við endurtekninguna þynnist áhorfendahópurinn og starfsfólk tekur að spyrja hvort ekki fari að líða að því að gert verði matarhlé. Klukkan er farin að ganga tvö um nótt þegar ég læt mig hverfa en kvikmynda- tökur eiga eftir að halda áfram fram í morgunsárið. Ég segi skilið við Mick Jagger þar sem hann fær sér sæti og býr sig undir langa vökunótt. Það er ekki að sjá að hann sé farinn að þreytast. Hann virðist búa yfir ómældri orku hvort sem er á sviðinu eða utan og þess er trúlega ekki langt að bíða að hann nái að hasla sér völl á þessum nýja vettvangi líkt og hann hefur gert á tónlistarsviðinu. íbaráttuimi við aukakílóin! G4MKRÉL Töflur og strásæta. Bragðast sem besti sykur! HEIMSMYND 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.