Heimsmynd - 01.06.1991, Blaðsíða 16

Heimsmynd - 01.06.1991, Blaðsíða 16
HEIMSMYND UPPLJ ÓSTRANIR Ólafur Jóhann Ólafsson... I flóttamannabúðum ... Körfubolti með Kastró GÍNEUFARINN Helga Valfells hagfræðing- ur sem prýddi forsíðu HEIMSMYNDAR í október á síðasta ári hefur lagt land undir fót. Nýlega hélt hún til Vestur-Afríkuríkisins Gíneu á vegum Rauða kross Islands þar sem hún mun starfa næstu sex mánuðina við skipulagningu flóttamanna- hjálpar. Neyðarástand skap- aðist þegar borgarastyrjöld braust út í nágrannaríki Gín- eu, Líberíu, í fyrrasumar. Fjöldi fólks flúði blóðbaðið og hefst nú við í flóttamanna- búðum þar sem Helga starf- ar. íslenski Rauði krossinn hefur sent fólk til starfa á sín- um vegum síðan 1975 og er þessi þáttur starfseminnar sí- fellt að vaxa. Það sem af er þessu ári hafa 12 íslendingar haldið til starfa meðal hrjáðra og þurfandi í Irak og Tyrklandi. Talsverð ásókn er í þessi störf en þeir sem sækja um verða að vera orðnir tuttugu og fimm ára og hafa að baki nokkurra ára starfsreynslu. Þeim umsækjendum sem taldir eru koma til greina er síðan boðið að sækja fimm daga námskeið í Munaðar- nesi á vegum Rauða krossins þar sem undirbúningur fyrir væntanleg störf fer fram. Að loknu námskeiðinu teljast umsækjendur vera komnir á það sem nefnt hefur verið al- þjóðavakt og bíða þess að kallið komi. Helga Valfells sem prýddi forsíðu HEIMSMYNDAR í október á síðasta ári hefur nú haldið til hjálparstarfa í Vestur-Afríkuríkinu Gíneu. ÆVI OG ÁSTIR ERRÓS Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur vinnur nú að því að skrifa ævisögu listamannsins Guðmundar Guðmundssonar, Errós. Bókin er byggð á viðtölum við listamanninn og fjöl- marga vini hans bæði íslenska og erlenda, þar á meðal súr- realistann Matta, Adami og poppmyndlistamanninn Jim Dine. Meðal þeirra íslendinga sem höfundur ræðir við eru Magnús Bjarnfreðsson fréttamaður og Jón Helgason al- þingismaður en báðir eiga þeir það sameiginlegt með lista- manninum að vera Skaftfellingar. Aðalsteinn hefur einnig verið í sambandi við konurnar í lífi Errós, meðal annars fyrrverandi konu hans, hina ísraelsku Myriam Bat-Yosef. Að sögn Aðalsteins setti Erró aðeins það skilyrði í upphafi samvinnu þeirra að sjálfur þyrfti hann ekki að koma nærri þeim hluta þar sem aðrir viðmælendur höfundar segja frá kynnum sínum af honum. Bókin er því mjög opinská um- fjöllun um mann sem hefur lifað hátt, unnið eins og ber- serkur og uppskorið ríkulega. Það má með sanni segja að líf Errós hafi verið ævintýri líkast. Hann varð fljótt staðráðinn í að gera listina að ævi- starfi sínu en þar sem efni voru lítil vandaðist málið þegar að því kom að halda til náms í Noregi. Guðmunda Krist- insdóttir frænka hans og fóstra keypti þá happdrættismiða og svo ótrúlega vildi til að stuttu síðar kom stór vinningur á miðann. Vinningurinn gerði Erró kleift að halda út til náms. Ungur kynntist hann öllum helstu súrrealistum Parísar sem hrifust af einlægni og orku þessa unga íslend- ings. Hann var þátttakandi í trylltum uppákomum listalífs heimsborganna, spilaði körfubolta með Kastró þegar hann dvaldi á Kúbu í boði forsetans ásamt fleiri listamönnum ár- ið 1967. Erró kynntist einnig Andy Warhol og vinahópi hans, þar á meðal Lou Reed og Vivu en hún var ein af stór- stjörnum Warhols. Viva varð síðan sambýliskona Errós um skeið. En bókin fjallar ekki aðeins um einkalíf Errós heldur segir hún jafnframt frá listsköpun hans. Bókina prýða hundruð ljósmynda og að sögn Aðalsteins er hún orðin svo mikil að vöxtum að allt eins mætti kalla hana myndaalbúm. MEÐ NÝJA BÓKI FARTESKINU Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og aðstoðarfor- stjóri stórfyrirtækisins SONY í Bandaríkjunum, kom í stutta heimsókn til íslands á dögunum og hafði meðferðis handrit að nýjasta ritverki sínu. Hér er um skáldsögu að ræða og fjallar hún um sjö- tugan Islending sem rifjar upp það sem á daga hans hef- ur drifið. Aðalsöguhetjan sem Ólafur Jóhann hefur gef- ið nafnið Pétur Pétursson hefur lent í ýmsu um dagana og glæpur sem hann framdi fyrir mörgum árum en eng- inn hefur vitað af liggur með- al annars mjög þungt á hon- um. Pétur trúir pappírnum fyrir þessu sem öðru af lífs- ferli sínum en inn í söguna blandast jafnframt hlutir sem eru að gerast í kringum hann meðan hann festir þessi minningarbrot sín á blað. Bókin er stærsta verk sem höfundur hefur sent frá sér til þessa en áætlað er að hún verði um þrjú hundruð blað- síður. Aðdáendur Ólafs Jó- hanns mega því eiga von á glaðningi þegar vetra tekur en stefnt er að því að bókin komi út í lok októbermán- aðar. Nafnarnir Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og aðstoöarforstjóri SONY, og Ólafur Ragnarsson, for- stjóri Vöku-Helgafells, með handrit að nýrri bók. 16 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.